Æskan - 01.12.1912, Blaðsíða 3
Æ S K A N.
91
Móðurinni óx þrek og kraftur við
bænina, og það var eins og hjá henni
vaknaði óljós von um að þessi dagur
yrði byrjun betri tíma fyrir heimilið,
og sú von brást ekki.
Þá er að kvöldi leið og verki skyldi
hætta, bað hún Hildi litlu um að fara
á móti pabba sínum.
Hún stökk ai' stað, þótt þunnklædd
væri og frost og kuldi úti fyrir;
Langt í bui-tu kom hún auga á í'öður
sinn, er kom á móti henni ásamt ein-
um samverkamanna sinna. Hann sá
hana einnig og varð allkynlega við,
er hann veitti því eftirtekt, að hún var
ver klædd en önnur börn, er úii voru
í vetrarnæðingnum. — Ælli henni sé
ekki ógnarlega kalt? — Skyldi hann
aldrei hafa efni á að gefa henni
vetrarkápu?
Þegar þeir komu móts við veitinga-
húsið, stóðu þeir við og töluðu saman
í ákafa; Jóhannes andmælti því að
verða samferða inn. Samstundis hljóp
Hildur litla til þeirra og kallaði: »Gott
kvöld, pabbi!« Félagi hans leit til hans
háðslega og mælfi: »Jæja, ætlarðu þá
að koma með mér inn, eða þorir þú
það ekki fyrir krakka-anganum þeim
arna?«
Reiðin sljóvaði aftur ásetning bans,
svo að við sjálft lá að hann færi inn,
bara til þess að sýna að hann væri
sjálfum sér ráðandi og hræddist engan.
»Komdu heim með mér, pabbi! —
Eg heíi beðið Guð fyrir þér. Farðu
nú ekki inn í veitingahúsið, heldur
vertu mér samferða heim til hennar
mömmu«.
Augu hennar flóðu í tárum, og er
faðir hennar varð þess var, átli hann
fult í fangi með að verjast gráti.
Félagi hans skellihló. Það sem hörð
orð og áminningar ekki gátu til vegar
komið, þvi áorkuðu nú tár og bænir
barnsins. Jóhannes sneri baki við l'é-
laga sinum, tók í hönd litlu stúlkunni
og mælti um leið og hann fór:
»Guð gefi þér góðar nætur. Heyrir
þú það? Hildur litla hefir beðið fyrir
mér!«
A heimili Jóhannesar rikli gleði og
ánægja þetta laugardagskvöld og ætið
þaðan af. Konu hans og dótlur iðr-
aði þess aldrei, að þær höfðu beðið
fyrir honum, og hann sá aldrei eftir
því, að hann hafði snúið baki við
veitingahúsinu að l'ullu og ö'ilu.
(Sj. J. þýddi úr »MagnuK).
*P
Yerðlauii
jgEsíloiiiJuai- 1913.
Þeir, sem útvega Æskunni ÍO nýja kaup-
endur ad næsta árg., og standa skil á and-
virðinu l'yrir l.júlí næstk., fá auk sölulauna:
1) 1 bundiö eint. af 13. &rg. Æskunnar,
2) 1 lieft eint. af æfinlýrinu Kalda hjartað og
3) 1 eint. af ágætri sögu, Ættargrafreitnriiiii.
Peir, sem útvega 5 nýja kaupendur nieö
sömu skilyrðum, fá auk sölulauna:
1) 1 bundið eint. af 12. árg. Æsknnnar og
2) 1 eint. af æfintýrinu Kalda hjartað.
Hér gefst öllum golt tækifæri lil að fá scr
góðar bækur með mjög hægu móti.