Æskan

Árgangur

Æskan - 01.12.1912, Blaðsíða 4

Æskan - 01.12.1912, Blaðsíða 4
92 Æ S K A N. av ana, Saga eftir A. V o 11 m a r. (Niðurl.) Litlu síðar bað Tíli kaupmaður um, að kveikt væri á kertunum á trénu. Þá bað Gústaf alt heimilisfólkið að ganga út, en sjálfur lofaði hann þvi, að hann skyldi byrgja fyrir augun á meðan. Tíli var nú ekki seinn á sér að opna ferðakistilinn. ó, hvað þar var margt fallegt og gagnlegt! Og alt var þetta lagt hvað á sinn stað. Móðir Aðólfs hrepti stóru kökuna og svo margt íleira, að hún hatði næga mat- björg fram yfir nýár handa öllu heima- J'ólkinu. Því næst kveikti frúin á kert- inu á jötunni, en maður hennar kveikti á jólatrénu og svo var hurðinni lokið upp. Börnin stóðu alveg agndofa, því að birtan af ljósunum skar svo i aug- un á þeim, að þau gátu varla litið upp. En Aðólf batt endahnútinn á öll vand- í-æðin með því að segja: »Eigum við ekki að syngja jólasálm?« Og síðan söng hann af fullu brjósti hinn fagra sálm Lúthers: Nú gjalla klukkur glöðum hreim, er guösson fæddist þessum heim og færöi mönnum fegurst jól með friðarbjartri kærleikssól. í anda sælir sjáum vér, hvar sveinn i jötu reifður er, og heyrum englahljóm við ský og hjarðarsveina ljóðin ný. Börnin öll og móðir þeirra og Gústaf tóku undir, og Tíli og frú hans gátu heldur ekki setið þegjandi hjá, því nú var eins og allir væru eitt heimili, eitt hjarta og ein sál, og öllum var þetta hin fagnaðarsælasta stund, en engum þó meir en Aðólf, þvi honum var svo heitt um hjartaræturnar eins og hann hefði himin og jörð höndum tekið. Það lá við að hann, sem annars var alvörugeflnn, dansaði nú í kringum jólatréð, og heíði hann ekki vantað armleggina, þá heíði hann þrýst hverj- um af öðrum að heitu hjarta sínu. Já, öll voru þau sæl og glöð, en ekk- ert þeirra eins og hann. Nú var barið að dyrum. — Hver skyldi nú vera á ferð svona seint'? Það var ökumaðurinn af póstsleðan- um, sem kom inn úr dyrunum og starði forviða inn i glóbjarta stofuna og þoldi ekki að horfa móti birtunni. Aldrei haíði hann séð aðra eins ljósa- dýrð; honum fanst hann vera kominn inn i einhverja æfintýrahöll. Loksins rankaði hann þó við sér »Áður en ég færi aftur til ég að afhenda hér þetta póstmeistarinn fól mér á og mælti: baka, átti bréf, sem hendur«. »Bréf? Til hvers?«

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.