Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1912, Page 4

Æskan - 01.12.1912, Page 4
92 Æ S K A N. C- c a n a av a n a , Saga eftir A. V o 11 m a r. (Niðurl.) Litlu síðar hað Tíli kaupmaður um, að kveikt vœri á kertunum á trénu. Þá bað Gústaf alt heimilisfólkið að ganga út, en sjálfur lofaði hann því, að hann skyldi byrgja fyrir augun á meðan. Tíli var nú ekki seinn á sér að opna ferðakistilinn. ó, hvað þar var mai'gt fallegt og gagnlegt! Og alt var þetta lagt hvað á sinn stað. Móðir Aðólfs hrepti stóru kökuna og svo nxai'gt íleira, að hún haíði næga mat- björg fi-am yfir nýár handa öllu heima- Jólkinu. Því næst kveikti frúin á kert- inu á jötunni, en maður hennar kveikti á jólatrénu og svo var hurðinni lokið upp. Börnin stóðu alveg agndofa, því að birtan af ljósunum skar svo í aug- un á þeim, að þau gátu varla litið upp. En Aðólf batt endahnútinn á öll vand- ræðin með því að segja: »Eigum við ekki að syngja jólasálm?« Og síðan söng hann af fullu brjósti hinn fagra sálm Lúthei's: Nú gjalla klukkur glöðum hreim, er guðsson fæddist þessum heim og færði mönnum fegurst jól með friðarhjartri kærleikssól. í anda sælir sjáum vér, hvar sveinn i jötu reifður er, og heyrum englahljóm við ský og hjarðarsveina ljóðin ný. Börnin öll og móðir þeii-ra og Gústaf tóku undii’, og Tíli og frú hans gátu heldur ekki setið þegjandi hjá, því nú var eins og allir væru eitt heimili, eitt hjarta og ein sál, og öllum var þetta hin fagnaðai’sælasta stund, en engurn þó meii' en Aðólf, því honum var svo heitt um hjartaræturnar eins og hann lxefði himin og jörð höndum tekið. Það lá við að hann, sem annars var alvörugefinn, dansaði nú í kiingum jólatréð, og hefði hann ekki vantað armleggina, þá hefði hann þrýst hverj- um af öðrum að heitu hjarta sínu. Já, öll voru þau sæl og glöð, en ekk- ert þeiri’a eins og liann. Nú var bai’ið að dyrum. — Hver skyldi nú vera á ferð svona seint? Það var ökumaðui'inn af póstsleðan- um, sem kom inn úr dyrunum og starði forviða inn i glóbjai'ta stofuna og þoldi ekki að horfa móti birtunni. Aldi’ei haíði hann séð aðra eins ljósa- dýrð; honum fanst hann vera kominn inn i einhverja æfintýrahöll. Loksins í’ankaði hann þó við sér og mælti: »Áður en ég færi aftur til baka, átti ég að afhenda hér þetta bréf, sem póstmeistarinn fól mér á hendur«. »Bréf? Til hvers?«

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.