Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1914, Blaðsíða 2

Æskan - 01.09.1914, Blaðsíða 2
66 Æ S K A N. Svona leið hver dagurinn af öðr- um, þangað til þau bar að löngum og mjóum dal og fyrir stafni hans sáu þau eitthvað rísa, eins og það væru rústir af stórri dómkirkju. »t*arna er Leiðsögunýpank hróp- aði Björn upp, þegar hann kom auga á hana. »Eg veit að hún ligg- ur rúmar þrjár mílur frá kofanum okkar. Og þegar við gætum þess, hvað vegurinn hefir verið ógreiður yfirferðar nærfelt alla leiðina, þá finst mér að okkur hafi miðað vel áfram. Við höfum þá að meðaltali farið hálfa mílu á degi hverjum, og það er ekki svo lítið. Við skulum nú halda áfram og fá okkur náttstað undir nýpunni«. »Og svo verðum við þar um kyrt þangað til á mánudagsmorgun, því á morgun er sunnudagur. Við meg- um um fram alt ekki gleyma þvi, sem mamma sagði okkur um sunnu- daginn, að þá mættum við ekki vinna neina ónauðsynlega vinnu«, mælti Jóhanna. »Já, auðvitað munum við eftir þvi, sem elsku-mamma sagði okkur«, svaraði Björn. »Við verðum þar þá um kyrt til mánudags; þá getum við haldið áfram ferðinni, fjörglöð eins og nýútsprotnar rósir og ljúf í lund eins og lævirkjar«. Að slundu liðinni voru þau komin undir nýpuna. Hún bar nafn með réttu, því að hana mátti sjá langar leiðir að úr öllum áttum; hún stóð þar á krossgötum og lágu vegirnir þaðan í ýmsar áttir. Fyrri part laugardagsins hafði Ivarl skotið héra og fugl til matar, og af því að hann hugsaði til kvöldverð- arins góða, þá hafði hann stöðugt augun hjá sér, til þess að sjá út góðan bólstað handa þeim, þar sem bæði væri hægt um hönd að sjóða matinn og hvíla sig. Hann fann loks helli, sem var 5 álnir á breidd og langur að því skapi, og þaðan sást svo vel yflr veginn, sem þau komu. Þau báru nú alla sina smábögla inn í hellinn og bjuggu svo notalega um sig sem þau gátu, því að þau ætl- uðu sér að vera þar til mánudags. Björn kveikli upp eld á meðan Karl var að ílá hérann og reyta fuglinn, og Jóhanna tók steikarpönnu upp úr farangrinum og setti fram borð, en það var stór hella, sem legið hafði úti skamt frá hellismunnanum. Litla-mamma var að snotra til brúðuna sína, en aumingja Snati var vist orðinn dauðþreyttur; hann lagð- ist fyrir undir tré skamt frá og hefir kannske verið að hugsa um, hvað hann fengi nú mikið af matnum. »Hér er bærilegt að vera!« hróp- aði Karl um leið og hann kom inn með fötu fulla af vatni, sem hann hafði sótt í lind, er var þar nærri. »Hér er miklu þægilegra að búa en í Bröttuhlíð. Eða finst þér það ekki, Jóhanna?« »Eg veit ekki, hvað ég á að segja um það, elsku bróðir; en víst er um það, að vel líður okkur hérna. Sko þau Jarp og Nönnu! Þau ganga milli góðbúanna og úða í sig græn- gresinu; þeim llnst víst fara vel um sig hérna og hafa ekki af neinni heimfýsi að segja«. »Heimfýsi! Kallarðu hann kann- ske heimili, kofagarminn, sem við bjuggum í?« spurði Karl. »Já, það geri ég, því þó að hann væri lítill og fátæklegur, þá var hann þó heimilið okkar«, svaraði Jóhanna. »Við skulum þó að minsta kosli fá betri vistarveru, þegar við flnn- um pabba«, svaraði Karl. »En láttu okkur nú bráðum fá eitthvað að borða. Á meðan þú ert að matreiða, skulum við Bjössi safna kvistum handa okkur lil að liggja á i nólt«.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.