Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1914, Blaðsíða 7

Æskan - 01.09.1914, Blaðsíða 7
Æ S K A N. 71 hönd að fjarlægja yður frá sjónum vorum, þá hryggir það oss ekki, því að vér vitum, að þér farið þá til annars æðra og betra heims, þar sem Kristur sjálfur er, og sktnið þar ( hans heilögu bústöðum eins og glitr- andi stjörnur að eilífu. »Kennarinn«. 15 DÆGRADVÖL. ’-!—í-d—i—í—í—í—1-c 2. I* Gammslegur vargur með vængjum fjórum, fljúga þeir mjög, en fara þó hvergi; búkur hans er beinn og ósléttur, ( gegnum hann tölta tvær hringfaramyndir, ólíkar þó að öllu leyti, yfir göngu herða. Stendur hann á himni miðjum. Heyrið gátu. (J. G.) B. G. B. Raðið stöfunum svo, að lesa megi orðin jafnt lóðrétt sem lá- rétt. A. P. J. 4- 6. S I< Á R (matur). I R S T (ættarnafn). S Á T A (kvenheiti). G A S T (l(na). Unglingum er ég oft til prýði og gamans, reiðir nota mig oft ( bræði, en gamal- mennum er ég ætíð velkominn. Ég ber þungar byrðar yfir vatnsföll, fen og foræði, samtengi gjár, en stend þó alt af kyr. Ég verð eins og ég er. Sé ég ung, þá verð ég ung, sé ég gömul, þá verð ég gömul. Ég hefi augu og sé ekki, eyru og heyri ekki, rnunn og mæli ekki. Á björtum degi birtist ég þér, en þú sérð mig ekki; í næturmyrkri birtist ég þér og er þá ljós. G. T. J. Komjrðu til mín, þá^ýni ég þér myndina af þér, en farirðu frá mér, "þá Ter myndin þ(n l(ka. Hver er ég? Hún er bæði kúpt og kringlótt og lýsir vel í myrkri. Ef hún væri ekki til, þá væri ekki gaman að lifa. Hvaða skegg er næst jörðu? Hér eru átta íslenzk mannanöfn. Ivrossarnir tákna stafi. Upphafs- stafir allra nafnanna verða mannsnafn. — Hver eru nöfnin? Ó. Á. 8. io.xxXSXXXX XXXXLXXX XXXIXXX XXXXRXXX XXRXX JXXXXXXX XXXXKXX XXKXX —> ér-?- «~TA f ORÐSENDINGAR. Afgreiðslustofa Æskunnar er nú ílutt á Laugaveg 19 og verður opin alla virka daga frá kl. 8 að morgni til 8 að kvöldi. Þar verður tii sölu ýmislegt, svo sem: bækttr, gamlar og nýjar, pappír og rit- löng allskonar, bréfspjöld, innlend og út- lcnd, frímerki o. ft. smávegis fyrir börn og í'ullorðna. »Silfurskeiðin« (saga eftir Sigurbj. Sveins- son) getur ekki komið í þessum árgangi Æskunnar, eins og til stóð, sökum þess að »í föðurleit« tekur meira rúm i blað- inu en búist var við i fyrstu; en hún kemur í byrjun næsta árg. og verður þá að forfallalausu með myndum, sem teikn- aðar hafa verið í hana. Ætti það að bæta upp dráttinn. Yerðlaunin, sem ýmsir hafa unnið til með kaupendafjölgun þetta ár, verða send hlutaðeigendum um næstu mánaðamót. Aðallijörg Jolinson, Baldur, Man., skrif- aði i júni s.l. meðal annars: »— Ollum kaupendum blaðsins þykir vænt um það að maklegleikum. Börnin kalla það blað- ið sitt, og þegar þau sjá mig koma með strangann, kalla þau: „Gott, gott, krakkar! Æskan er komin!“ Og svo kemur hver og tekur við sínu blaði«. Ilún heflr yfir 30 kaupendur og er annar mesti útsölu- maður Æskunnar i Vesturheimi og henni mjög vinveitt og velviljuð. Vanskil á blaðinu kvarta einhverjir um að kalla má með hverri póstferð, og eru sumir þungorðir i garð afgreiðslumanns. En það skal tekið fram enn einu sinni, að óréttmætt er að saka hann um þau vanskil oftast nær, því þau stafa frá ein- hverri óreglu eða skeytingarleysi póstaf- greiðslu- og bréfhirðingarmanna úti um landið. Hið eina, sem afgreiðslumaður- inn getur gert, þegar svona kemur fyrir, er að senda aftur blöðin, sem tapast hafa, undir eins og liann veit um það. JólahlaðiO i ar er nú farið að undirbúa og verður það ljölbreytt og vandað eftir föngum. Verður það selt sérstakt með sama verði og skilyrðum og áður. Skuld- ugir kaupendur fá það ekki fyr en þeir eru búnir að borga þennan árgang.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.