Æskan - 01.07.1916, Síða 6
54
Æ S K A N
skáld hinna síðari alda hafa ausið
úr gnótt sinnar mælslcu.
Eg vildi fremur ráðleggja ungling-
unum að fletta upp í Eddu í tóm-
stundum sinum, heldur en að sóa
dýrmætum tíma æskuáranna með því
að liggja yfir lestri ómerkilegra skáld-
sagna, sem þyrlað er upp nú á tím-
um eins og moldryki og slráð í augu
auðleiddra og óþroskaðra æskumanna.
Stafir þeir, er forfeður vorir skrif-
uðu fj'rst framan af árunum, voru
harla ólíkir stöfum þeim, sem nú eru
notaðir, og hafa þeir verið nefndir
rúnir. Af þeiin eru nú 23 stafir
þekLir, sem mér er kunnugt um, og
líta þeir þannig út:
1 -M t rr * i r r r v t $
(a) (b) (d) (e) (f) (g) (li> (ij) (k) (1) (m) (n) (ó) (p)
it h t iu n> 11.
(r) (s) (t) (u) (y) (z) (þ) (æ) (ö).
Nú geta lesendurnir borið saman
slafagerðirnar, þá fornu og nýju.
Magnús Guðmundsson
Böðmóðsstöðum.
„Kúarektor“.
(Smásaga.)
IGURÐUR hét hann og var
oftasl kallaður »Siggi litli«.
Hann var 12 ára að aldri,
og fremur lágvaxinn og
grannur, cn að ýmsu leyti einkenni-
legur og eflirlektarverður: Höfuðið
mjög stórt, — miðað við líkamann
að öðru leyti, og einkennilega lagað.
Ennið slútti dálítið fram; — hann
hafði hinn svonefnda »enniskökk«.
Augun fremur lítil og aðallitur þeirra
grár, annars nokkurs konar samkemb-
ingur af gráum og mórauðum lit.
Þau voru sakleysisleg og lýstu mein-
leysi, og í augnasvipnum bjó barns-
leg forvitni. Hárið skoljarpt. Eyrun
slór og útstæð. — Að öllu saman-
lögðu var »Siggi Iilli« skritinn, lílill
strákur, og efnilegur. Það var mál
manna, að hann væri »ekki svo vit-
Iaus!« — »Hann er ekki svo vitlaus,
hann Siggi Iilli«, var viðkvæðið. Og
liann var það héldur ekki. Hann
sýndi oft merki góðrar greindar og
enda ekki ómerkilegrar athyglisgáfu.
Og honum gekk fremur vel að læra,
þegar hann lagði sig fram. — En
mikið kveið hann fyrir prófunum á
vorin. Hann reyndi reyndar að láLa
ekki á þeim kvíða bera, en það var
nú svona samt, að hann, kvíðinn,
skein og gægðist fram gegnum fram-
komu litla Sigga. Þetla var alveg
ósjálfrált. En sérstaklega bar mikið
á þessu daginn fyrir prófið. Þá lá
litli Siggi uppi í rúmi inni í bað-
stofu og las og las fræðibækur sinar.
Þá var hann allur og óskiftur í lær-
dómsheiminum. Og kinnarnar höfðu
þá ef til vill óvanalega mikinn roða,
og augun óróakendan kvíðablæ. Það
ólgaði kitlandi kvíði á neðsta grunni
vilundarlífs hans. Svo þegar að próf-
inu kom, — þá gátu hin innibyrgðu
eldsumbrot sprengt af sér fjötrana,
þá gat komið táragos. En þetta baln-
aði brátt, þegar bæði kennari og próf-
dómari önduðu til hans hlýleika í
huggandi orðum. Þá gufaði vætan
burt. Og mikil var gleðin, þegar próíið
var búið og þar með alger lausnar-
timi upprunninn. Þá réði lilli Siggi
sér ekki fyrir gleði. Kom þá gleðin
ef til vill út i sýnilegum sjálfsþólta,
í orðum eða tilburðum, svo að full-
orðna fólkinu fanst ástæða til að
»taka í taumana«. Gleðin var svona
mikil yfir glæsilegum lærdómslyktum.
Og svo þurfti að fá einkunnirnar upp-
skrifaðar á blað, og það blað var