Æskan - 01.04.1923, Side 4
28
Æ S K A N
að þreifa sig áfram að kjailarastigan-
um í myrkrinu og loks káfaði Dick
á hurðarhún.
»Húrra! Hérna eru dyrnar!« hróp-
aði D ck í gleði sinni, reif dyrnar upp
og steyptist inn i einskonar fataklefa,
fullan af gömlum, mygluðum fötum,
sÞetta eru ekki dyrnar«, sagði þá
Nany og lá við gráti, »við komumst
aldrei út úr þessu svartholi«.
En nú herti Dick sigupp: »Ég man
það svo vel, að kjallaradyrnar voru
beint á móti borðstofudyrunum; við
skulum reyna að komast að þeim aftur«.
Þau héldust nú í hendur og leit-
uðu að borðstofudyrunum og fundu
þær; siðan tókst þeim að fálma sig
áfram að kjallaradyrunum.
»Hérna koma þær«, sagði Nany
sigurglöð, »og þær standa opnar.
Gættu þín nú að detta ekki niður«.
Þegar þau komu dálítið niður í
stigann, lagði skimuna frá gluggan-
um til þeirra, og þá var myrkfælnin
öll á bak og burt. Þau héldu siðan
heim, og þegar þangað kom, hristu
þau af sér regnið, sem streymt hafði
yflr þau á leiðinni. Þau fóru inn i
sólbyrgið, og þar lá Golíat í tága-
stól, og leit á þau svo einstaklega
kunnuglega.
»Heyrðu, Nany«, sagði þá Dick,
»hvað ætlaðirðu að sýna mér á
veggnum í dagstofunni, þegar ljósið
slokknaði? Ég sá það aldrei«.
»Já, það! Pað var dálítið skrítið«.
Ósjálfrátt lækkaði Nany róminn og
hálfhvislaði að Dick: wÞað hékk stór
mynd yfir arinbríkinni, en — en
bakið á henni snéri út«.
4. kapítuli.
Myndin af fögru stúlkunni.
Nokkrum dögum síðar sat Dick í
skólanum, hálfboginn yfir Cæsar í
latínukenslustundinni, og átti við ótrú-
lega mikla erfiðleika að stríða. Alt í
einu vissi hann ekki fyrri til en
sessunautur hans laumaði saman-
brotnum miða í hendina á honum.
Hann varð feginn tilbreytninni, og
fletti miðanum í sundur og las:
»Seinni partinn í dag í m. h. Hvað
áttu mikla peninga?«
Dick réði fljótt fram úr skamm-
stöfunum, en hitt skildi hann ekki,
hvað skolsilfur hans kom mannlausa
húsinu við. Þó skrifaði hann i skyndi
svar: »Já; að eins 21 eyrir, því mán-
uðurinn er bráðum liðinn«.
Siðan sendi hann miðann sömu
boðleið til baka, en alt fór þetta
fram í laumi, og Nany sat langt frá
Dick. Hann sökti sér svo aftur niður
í Cæsar, og var nú ekki jafn-vonlaus
og áður; þetta rósamál gaf þó von
um tilbreytingu seinni part dagsins.
»Hvað í ósköpunum eigum við að
gera við peninga?« spuröi Dick Nany
undir eins og hann hitti hana, þar sem
hún beið hans i skólagarðinum kl. 2.
»Jú, sjáðu til, mér dalt í hug, að
við þyrftum að kaupa okkur al-
mennileg kerti og eldspýtnastokk, svo
við þyrftum ekki að hnupla smá-
bútum heima; en ég á ekki nema 6
aura í eigu minni. Með því móti
gætum við skoðað okkur mikið betur
um, og þyrftum síður að óttast að
Katrin kæmist að öllu sarnan. Tvö
kerti og einn eldspýtnastokk getum
við fengið fyrir þessa aura okkar
beggja. Svo er komið að mánaða-
mótum, og þá getum við keypt við-
bót. Stjaka verðum við líka að hafa,
svo við getum látið ljósið standa á
borðinu; það er líka svo leiðinlegt,
þegar vaxið rennur niður á hend-
urnar á manni«. (Framh.).