Æskan - 01.04.1923, Page 7
Æ S K A N
31
beztu vonir um sigursæla framtíð
honum til handa. Gerði hann margt
til þess að vekja athygli á B., skrif-
aði um hann í blöð og hvatti til þess
að honum yrði veittur styrkur til
hljómleika-ferðalaga; kom því til
leiðar, að á prenti birtust tvær tón-
smíðar eftir B., og loks gerði hann
B. að aðstoðarmanni sínum, — að-
stoðar-organleikara við hirð kjör-
furstans í Bonn. Þá var B. 11 ára,
og upp frá því fer að birta og glaðna
yfir braut þessa mikla snillingsefnis.
Þrettán ára gamall varð hann aðal-
organleikari við hirð kjörfurstans.
Naut hann tilsagnar Neefe til ársins
1787, og fór á þeim árum ýmsa
hljómleika-Ieið&ngra og gat sér hvar-
vetna einróma lof og aðdáun fyrir
frábæra list sína og leikni. (Fi-h.)
-íÉr
Flugvólar.
(Niðurl.)
Bifvélin.
Mjög er vandað til þeirrar vélar;
létt á hún að vera að tiltölu við aíl
hennar. Hún má ekki vera þyngri en
svo, að 3l/s tvípund komi á hverl
hestatl. í gufuvélunum koma oft
mörg hundruð tvípund'á hvert hest-
afl; hún á að samsvara sér á alla
vegu og titringurinn á henni á fluginu
verður að vera svo lítill sem unt er.
Bifvélin á fyrst og fremst að vera
traust í alla staði, því að hún er eins
og lífið í allri vélinni; bili hún á
fluginu eða stöðvist, þá fellur loftfarið
alt magnvana niður.
Skrúfan.
Hún er líkust skrúfu á gufuskipi,
snýst án afláts og nemur loftið eins
og skipskrúfan sjóinn.
Á hverri skrúfu eru 2, 3 eða 4
spaðar, og þegar vélinni er hleypt
af stað, snýst skrúfan og nemur loftið
og loftið veitir þá viðnám og á þann
hátt knýst flugvélin áfram likt og
gufubátur á sjó.
í raun réttri skrúfast flugvélin áfram
í loftinu, alveg með sama móti eins
og þegar skrúfa er skrúfuð inn í tré;
ás eða öxull tengir skrúfuna við
sjálfa vélina.
Oftast eru skrúfurnar gerðar úr
leirmálmi (aluminium), því að sá
málmur er einkar léttur eða litlu einu
þyngri en vatn; stundum eru þær
lika gerðar úr stáli eða tré, þvf að
skrúfan snýst svo ákaflega hart; hún
gerir 450—1700 snúninga á minútu
hverri.
Venjulega fer flugvél fullan 1 kiló-
meter (1000 metra) á minútunni.
Grindin.
í hverri flugvél er grind, sem bifvél-
in og allir aðrir partar vélarinnar
hvíla á. Grindin er gerð úr leirmálmi
eða nikkelstáli; eru það stengur og
strengir. Siðan er grindin klædd ut-
an dúk, og höfð þannig í laginu, að
hún geri sem minsta mótstöðu i loft-
inu á fluginu, sem unt er. Grindin
hvilir á botnfletinum, þeim sem halda
skal uppi allri vélinni, og gefa svo
eftir, að öll flugtæki vélarinnar hafi
nægilegt rúm til allra hreyfinga, þegar
vélin er að taka til flugs. Til þess
eru létt smáhjól höfð neðan á vél-
inni, svipuð þeim, sem eru á reið-
hjólum. í þessum botni eru fjaðrir
eða annar útbúnaður, til þess að
hann geti látið undan og vélin
skemmist ekki af árekstri, þegar
lenda skal. Flugmaðurinn sjálfur sit-
ur á grindinni; þar á hann sér sæti.
Þess má enn geta sérstaklega, að
eigi að víkja flugvél (einbyrðingi) við