Æskan - 01.05.1926, Page 4
36
Æ S K A N
$£alli j&vú'fya 1'
Gamanmyndir, gerðar a/ Carl Rögind.
1. Halli vakti undir eins mikla eftir-
tekt á sér i skólanum fyrsta daginn.
»Sá er nú heldur en ekki digur og
feitur«, sögðu skólasystkini hans sín á
milli. »Honum verðum við að stríða
dálítið«.
3. Skólasystkini hans settust öll á annan
endann á bekknum, sem hann sat á,
og horfðu forvitnisaugum á aðfarir
hans. Það gat þó ekki komið til mála,
að einn skóladrengur gæti étið svona
mikið brauð í einu! Jú, sannarlega
hreinsaði hann sig af þvi, svo að hver
einasta brauðsneið hvarf ofan í hann.
2. í frítímanum kom hann rogandi með
gríðarstóran böggul og hugðu skóla-
systkini hans að þar væri hann með
einhver leikföng til að skemta sér
við, en það reyndist þá að vera einar
10—12 heilsneiðar af smurðu brauði.
4. Að því loknu stóð Halli upp til þess
að liðka sig eftir snæðinginn, en þá
sporðreistist bekkurinn og allir áhorf-
endurnir steyptust aftur yfir sig. Þá
hló Halli og sagði: »Hana nú, þar
hrundi þá öll hrúkan!« Frá þeim
degi var hann aldrei kallaöur annað
Halli hrúka