Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1926, Page 6

Æskan - 01.05.1926, Page 6
38 Æ S K A N ipxuziu clpci aftmœh 9 unglingarcglunnar á '|jr'ðlandi, Framkvæmdanefnd elztu barnastúk- unnar á landinu, Æskunnar nr. 1, hafði það mál til meðferðar á nokkrum fund- um í vetur að minnast 40 ára afmæiis unglingareglunnar og jafnframt stúku sinnar 9. maí þ. á. Var undirbúningur hafinn og mikið starfað að þvi að gera þetta merkisafmæli sem hátíðlegast. Langan tíma fyrir afmælisdaginn hafði veður verið einmunagott, en að- faranótt dagsins brast á stórhríð með frosti og fannkomu. Brá mörgum í brún, er þeir litu út um morguninn og sáu jörð alhvíta og heyrðu Kára kveða við raust. Varð þetta veðurlag til þess að draga úr þátltöku i fyrri hluta há- tíðarhaldsins. Rúmri stundu eftir hádegi tóku fé- lagar úr öllum barnastúkum í bænum að safnast saman í G.-T.-húsinu. Var gengið þaðan í fylkingu í dómkirkjuna með fána Æskunnar í fararbroddi. Piédikaði séra Fiiðrik Hallgrímsson (fyrsti æ. t. Æskunnar), en fjölmennur barnafiokkur, undir stjórn Hallgríms söngkennara í’orsteinssonar, söng fjóra sálma. KI. 5 síðd. komu félagar Æskunnar saman i G.-T.-húsinu ásamt gæzlumönn- um allra stúknanna og nokkrum fleiri boðsgestum. Eftir að samkoman hafði verið sett og sungin herhvöt ungtempl- ara (»Oss í hernað Kristur kallar«), voru afhjúpaðar myndir af öllum gæslumönnum Æskunnar frá fyrstu tíð og fram á þennan dag. Fyrstur hafði verið stofnandi hennar, Björn Pálsson ljósmyndari, en nú veita henni forstöðu Stefán H. Stefánsson verzlunarmaður og Jón Leví ] gullsmiður. I’á mælti Pétur Zóphóníasson fyrir minni stúk- unnar, en á eftir var sungið nýort kvæði eftir séra Fr. Fr. Síðan léku saman á fiðlu og slaghörpu Theodór Árnason og Emil Thoroddsen. Að því búnu söng Bjarni Bjarnason frá Geita- bergi nokkur lög. Þá voru 9 félagar gerðir að heiðursfélögum og þeim af- hent skírteini af umdæmisgæzlumanni Ágúst Jónssyni, er ávarpaði hvern þeirra með nokkrum orðum, en þeir þökkuðu fyrir heiðurinn. Voru það þeir Júlíus Árnason verzlunarstjóri, Jón Árnason prentari, Aðalbjörn Stefáns- son prentari, Jón E. Jónsson prentari, Borgþór Jósefsson bæjargjaldkeri og Sigvaldi Bjarnason trésmiður, og hús- frúrnar Guðlaug R. Árnadóttir, Vigdís Sæmundsdóttir og Jónína Hermanns- dóttir. Höfðu tveir þeir fyrstnefndu verið félagar í 38 ár og sá þriðji i 30 ár, en konurnar slðan þær voru 8 ára gamlar. Eflir það sagði frú Guðrún Lárusdóttir fallega sögu, en barnaflokk- ur sá, sem söng í kirkjunni, söng nokk- ur lög. Þá skemti O. Westlund prentari með hlægilegum sjónhverfingum, en nokkrir félagar st. íþöku léku gaman- leik. Endaði svo hátíðin á því, að söngflokkurinn söng aftur nokkur lög að skilnaði. Mörg heillaskeyti bárust Æskunni, bæði frá öðrum stúkum og einstökum félögum. Tveim dögum síðar var skemtunin endurtekin með dálílið breyttri skemli- skrá fyrir foreldra barnanna, og var þá flult ræða sú, er hér fer á eftir. A. S.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.