Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1927, Qupperneq 7

Æskan - 01.04.1927, Qupperneq 7
Æ S K A N 31 við mig eða leika við inig og þá má ég ekki trufla hann“. „Elskulegi, litli stúfurinn“, sagði stúlkan þá og þrýsti honum að sér, „á ég þá að vera fóstur- eða kjörmóðir þín? Heldurðu að þú yrðir þá fullkom- lega ánægður?“ „Ó, hvað það væri yndislegt!“ hróp- aði drengurinn upp v ofsa-gleði. „Ég ætlaði einmitt að biðja þig um það, þegar við værum orðin nógu kunnug“. Nú hlógu þær báðar konurnar og Alex hló með þeim. Svo spurði eldri konan, hvar hann ætti heima, og hann sagði þeim, að hann ætti heima í stóra húsinu, sem þakið sæist á milli trjánna. Gömlu konunni hrá sýnil§ga við þá fregn og hin yngri roðnaði upp í hárs- rætur. „Já, auðvitað!" sagði gamla konan, eins og hún væri að svara spurningu hinnar yngri. „Já, auðvitað, hann hlýt- ur að vera sonur Donalds greifa! En að mér skyldi nú ekki geta dottið það í hug strax, er ég sá hann. Hann ér líkur honum, eða sýnist þér það ekki?“ Stúlkan hans Alex hló og roðnaði að riýju og þrýsti drengnum enn þá fast- ara að sér. „Ég þekki þá hann föður þinn, Al- ex“, sagði hún. „Geðjast þér vel að honum?“ Nú hlógu þær aftur. „Ja, — ég veit það ekki vel, nei, ég veit það ekki vel, Alex“. Eldri konan hrosti. Þetta hittist dá- lítið einkennilega á. Hvort Alice, — svo hét stúlkan — leizt vel á föður Alexar eða ekki, það var henni ekki fullkunn- ugt, en að honum leizt vel á Alice, það vissu margir fleiri en hún. Það var á allra vitorði, að hinn tigulegi ekkjumaður var ástfanginn af Alice. Faðir Alexar hafði verið fjarverandi að heiman í nokkra daga og kom lieim öllum að óvörum. Hann var for- viða á því að heyra mannamál inni í bókaherberginu. Hann opnaði dyrnar og sá þá ungfrú Alice og Alex í óða- önn við að skjóta í mark af stofubyssu, en gamla konan, frænka hennar, skemti sér við að horfa á þau. „Nei, sjáum til, komið þér sælir, Donald greifi“, sagði hún, er hún kom auga á hann. „Alex ofkældist lítilshátt- ar og má ekki vera úti i dag, svo við tókum okkur til og fórum hingað til þess að stytta honum slundirnar". „En hve lánið leikur við drenginn“, sagði greifinn og strauk hendinni yfir hrokkinn kollinn á syni sínum. Svo tók hann þátt í leiknum með þeim eftir röð og hitti alt af markið. Þegar leikn- um lauk, settust þau öll að tedrylckju og að því loknu dró Alex gömlu kon- una, frænku Alice, með sér upp á loft iil að sýna henni leikföngin sín. „En hvað þetta var gaman“, sagði hann. „Pabbi hefir aldrei leikið svona með mér áður“. „En nú getur þú verið viss um að hann gerir það oft hér eftir“f sagði gamla konan brosandi. Alex gladdist injög við að heyra það, þó hann gæti ekki getið sér til, hvers vegna liún vissi það svona með vissu. En niðri i bókaherberginu spurði faðir hans Alice, hvort hún gæti ekki látið sér þykja ofurlítið vænt um sig og hvort liún vildi ekki verða konan sín. Og hverju haldið þið að stúlkan hans Alexar liafi jiá svarað? „Ég er vist nauðbeygð til þess að verða við ósk yðar, eða finst yður það ekki? Eg hefi sem sé lofað Alex þvi, að verða inóðir hans“. Þannig reyndist skoðun Alexar rétt, að eina ráðið til þess að eignast mömnm væri það, að fara sjálfur af stað og leita hana uppi.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.