Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1927, Blaðsíða 2

Æskan - 01.07.1927, Blaðsíða 2
50 Æ S K A N ******************** * * J Hjarðsveinninn. $ * Þýzk saga. * * * ******************** (Framhald). í stóru og fallegu húsi í einni út- borginni í Kiel sat ungur maður við skrifborð sitt. Ljós logaði á lampanum bjá honum, þó dagskíman væri farin að gægjast inn um gluggann til hans. Náfölt andlit hans bar vott um vöku- nótt og borðið var alþakið bréfum. Ungi maðurinn stóð upp og gekk stynjandi um gólf i herberginu. „Ef ég aðeins vissi, hvað tekur við hinummegin við tjaldið. Það er svo ægilegt að ganga inn í niðamyrkur og vita ekkert hvert maður fer — en pabbi segir þó, að hættan sé ekki mikil. — En hafi Langeberg rétt fyrir sér, þá er það hræðilegt. En hver hefir verið þar? Hvaða gagn er að öllum þessum heila- brotum? Þetta er óhjákvæmilegt; smán- in rekur mig út í opinn dauðann“. Hann gekk að borðinu, tók þar upp skammbyssu, rétti upp bóginn og stundi við um leið. „Ef ég hefði nú hugsað út í þetta fyrirfram. Þetta stutta og nautnaríka líf er alt of dýrkeypt“. Hann rannsaltaði byssuna einu sinni enn. „Vesalings, vesalings faðir minn, hvað ætli að þú segir við þessu?“ sagði hann hátt og varð næstum því ótta- sleginn við að heyra sína eigin rödd. Hann beindi byssuhlaupinu að hjarta sinu, en í sömu svipan var barið að dyrum og hurðin jafnskjótt opnuð, áð- ur en hann hafði ráðrúm til þess að bjóða inngöngu. Theódór gat með naumindum falið byssuna í mesta flýti undir pappirs- blaði á borðinu, áður en séx*a Lange- berg stóð andspænis honum og sagði: „Góðan daginn, Théódór! Þú ert kominn á fætur svona snemma“. Hinn ávarpaði svaraði ekki og séra Langeberg settist á legubekkinn. „En hve Jni ert iðinn“, sagði hann. „Iui ert Jxegar búinn að skrifa slikan sæg af bréfum“. Theódór var þögull og hreyfingar- laus, og meðan presturinn beið eftir svai'i, kom hann auga á skammbyssuna á borðinu og sagði: „Hvað á nú Jxetta að þýða? Ertu svoiia hræddur um líf þitt, að þú þorir ekki annað en hafa hlaðna skamm- byssu hjá þér? Hver heldur þú að fari að ráðast á þig í lestrarklefa þinum hér í Kiel? Við skulum heldur varð- veita Jxennan grip; ég hefi æfinlega haft mesta ímugust á skotvopnum, því þau geta svo hæglega valdið slysum. Við skulum gera hana óskaðlega". Hann tók hvellhettuna af og fleygði henni, en þá rauk stxidentinn til og æpti: „Hver leyfir þér þetta? Ég hefi leyfi til að haga mér eins og mér sýnist i minni eigin ibúð“. Presturinn horfði alvarlega á hann og svaraði: „Faðir yðar hefir lej'ft mér þetta. Á þessari stundu liggur hann á knján- um í lestrarstofu minni með bænaá- kalli til Drottins hersveitanna um að bjarga barni hans frá eilífri glötun“. „Faðir minn!“ sagði Theódór. „Hvern- ig veit hann um ástand mitt?“ „Því talar þú svona?“ spurði. piæst- urinn. „Hefir þú ekki skrifað föður þínum sjálfur og sagt honum — —“. „Skrifað honum!“ greip stúdentinn fram í. „Það bréf liggur enn þá hérna á borðinu hjá mér!“ Hann las svo í flýti utanáskriftirnar á bréfunum, sem lágu á borðinu, en lann ekki það, sem hann leitaði að. „Nú dettur mér nokkuð í hug“, sagði hann alt í einu. „Bréfið til föður mins

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.