Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1927, Blaðsíða 6

Æskan - 01.07.1927, Blaðsíða 6
54 ÆSK AN þér gleraugu þessi, og skaltu nota þau eins og ég nú segi þér“. A6 svo mæltu dró dvergurinn fram gleraugu, öll gulli búin, og rétti konungi, og um leið hvísl- aði hann nokkrum orðum að honum um notkun þeirra. Við þetta varð kon- ungur glaður mjög, og gaf dverginum mikið af gulli í staðinn. Dvergurinn þakkaði gjöfina og sagði honum að nefna sig, ef hann þyrfti með. Að því búnu kvöddust þeir með mestu virkt- um og hvarf dvergurinn inn i steininn, en konungur fór til manna sinna og veiddi dýr það sem eftir var dagsins, en gat ekki um gjöf dvergsins við neinn. Nú Jiðu nokkur ár án þess að nokk- uð bæri til tiðinda. En þá er konungs- dóttirin var gjafvaxta orðin og orðróm- urinn um hana barst út um víða ver- öld, streymdu til hennar synir höfðingja og konunga nágrannalandanna og báðu hennar, en hún tók engum. Menn sögðu, að þá er konungur léti leiða fram fyrir sig biðla dóttur sinnar, hefði hann ávalt mikil og fögur gleraugu með skýlituðu gleri, og undruðust menn það, því að jafnaði bar hann ekki gleraugu. Þá er þetta hafði gengið um hríð og margir biðlar höfðu aftur snú- ið með brotið bak, lét konungur það boð út ganga, að hver sá, sem færði sér hina dýrmætustu perlu, skyldi fá dóttur sina fyrir konu og konungsrík- ið eftir sig. Mörgum þótti þetta undar- legt, en við það hitnaði mörgum unga manninum um hjartaræturnar og leit- uðu því dýrra og fagurra perla. Þeir, sem heima áttu við Miðjarðarhafið og í nánd við það, reru út á það og vildu ná þar í fallegar og dýrmætar perlur, þvi að um langan aldur höfðu menn hafið upp frá botni þess skeljar, sem geymdu innan í sér hinar fegurstu perlur, sem menn vissu um, en nú var orðið lítið um þessar skeljar nema á einstaka stað, svo að leitin var örðug, og þeir, er köfuðu eftir skeljunum og urðu svo hepnir að ná í þær, komust sjaldan alla leið upp með þær, því að þá lenti oft öðrum, sem voru í sömu erindum, saman við þann, sem náð hafði i perluskel, og urðu þá kaffæring- ar og bardagar tíðir milli þeirra, sem enduðu með því, að fáum féll nokkur perluskel í skaut og fáir gripu perlur þær, er hafið hafði geymt og geymir um aldur og æfi. Víða leituðu menn perla, því að allir vildu ná i hina góðu og fögru konungsdóttur. Þeir, sem urðu svo heppnir að ná í dýrar og skraut- Jegar perlur, héldu glaðir heim í kon- ungsríkið, en allir fóru þeir til einskis. Þegar þeir komu til hallarinnar hafði konungur það fyrir vana, eins og fyr er frá sagt, að setja upp gleraugun frá dvergnum áður en biðlarnir voru leiddir fyrir hásæti hans, þar sem hann sat ásamt drotningu sinni og dóttur. Biðlarnir streymdu að úr öllum áttum, gengu fram fyrir konung, sögðu nafn sitt, ætterni og svo frá hreystiverkum þeim, er þeir höfðu unnið, en alt kom fyrir ekki, enginn varð sá útvaldi, eng- inn þeirra hafði meðferðis perlu þá, sem konungur taldi dýrmætasta. Fólk fór að segja ýmsar sögur af konung- inum, um að hann mundi ekki vera sein heilbrigðastur á sálinni, að vilja ekki gifta dóttur sína hinum gerfileg- ustu og auðugustu prinsum, sem höfðu beðið hennar. Það liti ekki út fyrir að hann vildi velja þeim kon- ung, áður en hann dæi; það hlyti að vera eitthvað bogið við það. Þannig skröfuðu þegnarnir aftur og fram um konung sinn. En lofum þeim að skrafa. Við skulum sem snöggvast yfirgefa Diðrek konung og þegna hans. (Nlðurl).

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.