Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1928, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1928, Blaðsíða 8
6 Æ S K A N sjera Magaús, skuluð þið bara spyrja kennara ykkar um hann. Þeim þykir áreiðanlega gaman að segja ykkur frá sjera Magnúsi, sínum ágæta skólastjóra og kennara. G. G. & Töfrafiðlan. i. í borg' einni á Þýskalandi var einu sinni í fyrndinni litill drengur, er Frið- rik hjet. Hann átti heima hjá gamalli, geð- vondri kerlingu. Þegar Friðrik litli var úti að leika sjer, nam fólk stundum staðar og spurði: „Hver á þennan indæla dreng?“ Ef einhver nágranni var viðstaddur, þá var svarið: „Hann á hvorki föður nje móður, hann er alveg munaðar- laus“. En Friðrik var liinn kátasti fyrir því. Hann mundi ekkert eftir foreldr- um sínum. En hann var ofurlítið einrænn drengur. Þegar aðrir drengir fóru í boltaleik, eða þegar hinir drengirnir settu bátana sina á flot á tjörninni, þá labbaið Friðrik út í skóg, og herindi eftir kvaki fuglanna og hljóði skógar- dýranna. Hann gerði það svo vel, að fuglarnir komu jafnvel fljúgandi og dýrin ltomu hlaupandi til hans. í skóginum kyntist hann líka Kláusi gamla skógarverði. Kláus tók við hann mesta ástfóstri, og þeir urðu alda vinir. Kláus þekti hvern krók og kima í skóginum, og hann kunni líka að leika á fiðlu. Einu sinni gaf hann Friðriki litla gamla og ljelega fiðlu í afmælisgjöf, og hann kendi honum líka að leika á fiðluna. Friðrik litli var námfús drengur. Að mánuði Hðnuin kunni hann að spila þrjú lög, eins vel og kennarinn sjálfur. Skógarvörðurinn gamli var harðla ánægður og sagði: „Friðrik, jeg held þú verðir einhvern- tima frægur fiðluleikari“> Þegar Friðrik var koniinn yfir ferm- iilgu, kölluðu nágrannar hans hann fyrir sig. Þeir sögðu, að nú væri tími til þéss kominn, að hann lærði ein- hverja iðn, svo að hann gæti sjeð fyrir sjer sjálfur. Þegar þeir spurðu hann, hvað hann langaði til að verða, þá svaraði dreng- urinn: „Jeg vil verða fiðluleikari“. „Fiðluleikari! Ekki nema það þó“, sagði fólkið. „Það er gagnslítil vinna, aldrei getur þú lifað á því“. Þá stóð á fætur stór og digur, rauð- birkinn karl. Hann tók í höndina á Friðrik og sagði: „Látið þið rpig fá drenginn. Jeg skal kenna honum arðsama vinnu“. Fólk sagði, að Friðrik hefði verið heppinn að fá svo góðan húsbónda. Þetta var rakari, sem allir þeklu. Hann dróg ltka út tennur. En stund- um tók hann heilbrigðu tennurnar í misgripuin. Þá voru ekki allir ánægðir við hann. I" riðrik fór nú lieim með þessum lnisbónda sínum, og byrjaði undir eins að vinna. Hann var í snúningum hjá húsbónda sínum. Seinna fór hann að slípa rakhnífinn og bera sápuna á vanga viðskiftamannanna. Og með timanum lærði hann einnig að raka. En fiðluna sína mátti hann aldrei snerta. Húsbóndi hans var lílið gefinn fyrir hljóðfæraslátt. Hann harðbann- aði drengnum að spila á fiðluna.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.