Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1928, Blaðsíða 2

Æskan - 01.06.1928, Blaðsíða 2
42 ÆSKAN Maraþonshlaupari íslands. ' Hlaup er gömul iþrótt, eins og að lík- um lætur. Jafnskjótt og mennirnir fóru að iðlta líkamsment, varð hlaup ein aðaliþróttin. Egyptar, sem voru uppi fyrir sjö þi'tsund ártun, iðkuðu mikið hlauþ. Grikkir stóðu framarlega í þeirri iþrótt, eins og öðrum. Hjcr er dæmi því til sönnunar: Eitl sinn áttu Grikkir í ólriði við Persa, sem þá voru voldugasta þjóð heimsins. Herir þeirra mættust á völl- um nokkrum, sem Maraþonsvellir heita. Þar stóð orusta mikil og unnu Grikkir frægan sigur, þótt við ofurefli væri að etja. Frá Maraþonsvöllum lil Aþenu er langur vegur, um 40,2 km., en þangað jjurfti að konia boðunum um sigurinn. Var nú leilast fyrir um það, á hvern veg fljótast mætti koma þessum gleði- tíðindum heim til Aþenu. Bauðst þá maður einn úr liði Grikkja til þess að hlaupa þessa leið og læra Aþeningum fregnina. Boðinu var tekið og garpur- inn hljóp af stað heiin lil Aþenu. Þang- að komst hann og var afrek hans mjög í minnum hafl. Þetta cr hið fyrsta Maraþonshlaup. Það hefir ætíð síðan þólt hreysliverk mikið, að hlaupa jafnlanga vegálengd og Maraþonshlauparinn griski gerði. Á Olympsku leikjunum, þar sem íþrótla- menn koma saman lrá fleslum löndum hins mentaða heims, keppa hlaupaiar í Maraþonshlaupi. Verður sá er sigur hlýtur, lrægur um hcim allan. Þykir það fremd mikil að taka þátt i þessu hlaupi og er sá, er það gerir, mjög í heiðri hafður. — Það væri því gaman fyrir okkur íslendinga, ef við gætum senL mann á Maraþonshlaup. Og það \ill svo vel til, að Æsk- an getur hjer hirt mynd af fyrsta og eina íslendingnum, sem hlaupið hefir jafnlanga og lengri vegalengd, heldur en hlaupið er í Maraþonshlaupi. Maður þessi er Magnús Guð- hjörnsson, hlaupagarpur. Al- drei hefir Magnús átt kost á að reyna sig við útlenda hlaupara á Olympsku leikj- unum. En — hann hcfir kcpst við sjálfan sig, og alt af tekið framförum. 17. júní í fyrra, hljóp Magnús frá Þingvöllum til Reykjavikur. Er sú vega- lengd 50 km., og hljóp Magnús hana á 4 klst. 15 mín. 10 sek. Geta má þess, að þetta þykir hart riðið á (3 klst., þótl valdir sjeu hestarnir. Einu sinni hljóp Magnús af Kambabrún til Reykjavíkur. Auk þess hefir hann, hvað eftir annað unnið 1. verðlaun í langhlaupi. Þið sjáið bikarana og verðlaunapeningana á myndinni. Þetta eru alt saman vinn- ingar. Það er ekkert smáræðí. -— — Þegar Magnús var lílill drengur, var hann ekki hlaupalegri cn aðrir drengir. Nú er hann þolnari cn nokkur fákur' og hefir getið sjcr þjóðfrægð fyrir af- rck sín. Magntís Guðbjörnsson.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.