Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1928, Blaðsíða 4

Æskan - 01.06.1928, Blaðsíða 4
4i Æ S K A N Að svo niæltu fór hún sína leið. Hringur greip skóflu, og mokaði sem mest hann mátti, en hann sá skjótt að það var árangurslaust. Engum menskum manni var fært að ljúka þessu verki á einum degi. Hann fleygði sjer niður ut- an við stíuna og bljes mæðinni. í sama bili kom Hlaðbjört þar og spurði, hví hann væri svo hnugginn í bragði. „Jeg hefi litla ástæðu lil að vera í góðu skapi“, svaraði Hringur, „því að nú hefir hafgúan skipað mjer að hreinsa svínastíuna og þrífa hana, svo að hún verði eins og þursleiktur ask- ur. Þessu á að vera lokið fyrir sólarlag i kvöld". „O, sei, sei“, svaraði Hlaðbjört. „Ann- að eins heíir nú tekist. Jeg skal hjálpa þjer, og ef þú ekki svikur mig, skal jeg ekki svíkja þig“. Síðan tiplaði hún á tánum inn í stí- una og stiklaði þar sem þurrast var. Ivomst hún þangað, sem gamall göltur lá í hálfu kafi í forinni. Hlaðbjörl gerði gælur við hann, og söng: „Hreinsaðu bælið, Bokki grá, — síðan skaltu frelsi fá“. Ekki hafði hún fyr slept orðinu en Bokki hentist á lappir og rauk af stað í stíunni, ærðist og ólmaðist og' rótaði og sparkaði bæði með trýni og klaufum, svo að leðjan og forin slettust langa leið út úr stíunni. Kóngssonur og kóngsdóttir forðuðu sjer undan hið skjótasta. Ekki leið á löngu að stían yrði þur og þokkaleg eins og nýsleiktur askur, og öll svínin hrinu hástöfum af ánægju. Þá var gamli gölturinn búinn að vinna sjer frelsi, og mátti halda hvert sein hann vildi. En Hringur og Hlaðbjört settust út í túnið og þau spjölluðu saman um alla heima og geima. Áður en þau skildu bað hún hann að þegja um það, að þau hefðu verið saman. Hún fór svo leiðar sinnar, skömmu fyrir sólarlag, og rjett á eftir kom haf- gúan þjótandi. „Er svínastían mín þur og þokkaleg eins og sleiktur askur?“ spurði hún höstug. „Já, víst er luin þur“, svaraði Hring- ur. —- Hafgúan snuðraði í hvern krók og kima, en hvernig sem hún leitaði, fann hún hvergi nein óhreinindi. Loksins sá hún, að gamli gölturinn grái var horf- inn, og þá sagði hún: „Ekki ert þú einn í ráðum, og þetta hefir Hlaðbjört kent þjer“. Næsta morgun sendi hún enn cflir kóngssyni. „Nú hefurðu leyst allar þrautirnar, og nú skaltu fá laun þín“, sagði hún. Ivomdu með mj§r, og þú skalt sjálfur fá að velja“. Siðan leiddi hún hann inn í stóran sal, sem hann hafði ekki fyr komið í. Þar var afarskrautlegt inni, alt skreytt og skorið, bitar og súlur, og gulli rend- ur skurðurinn. Þar úði og grúði af allskonar dýrum, ormum, pöddum, uglúm og köttum, og mörgu fleira, sem of langt yrði upp að telja. „Hjer sjerðu nú allar ungu stúlkurn- ar, fósturdætur mínar“, sagði hún, og þú mátt velja þá, sem þjer sýnist; hún skal verða kona þín“. Þegar Hringur virti fyrir sjer öll þessi kvikindi, varð hann alveg ringl- aður, og langaði mest til að rjúka á dyr, svo andstyggileg voru þau. En þá varð honum lilið á gráan kött, lítinn og vesaldarlegan; rófan á honum var svið- in og klipt upp í vinstra eyrað. Hann ið- aði skottinu og bar sig svo eymdarlega, að Hringur gekk til hans og strauk uiji hrygginn á honum. „Það er víst best að jeg velji kisu greyið“, sagði hann. Frh.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.