Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1928, Blaðsíða 5

Æskan - 01.06.1928, Blaðsíða 5
Æ S K A N 45 „Jú, og jeg er þjer þakk- látur fyrir. að þú gjörðir þetla fyrir mig. — Sjerðu hvíta húsið þarna? Þar býr gömul geð- stirð kerling. Hún vill fá blaðið inn i stofu til sin, en annarstaðar má láta þau í póstkassann við dyrnar. Þetta koslar mig 10 skref á hverju kvöldi, og það er alls ekki svo lítið“. „Þegar þú kemur í sveitina, lætur þú J)ig ekki nnina um hver tíu skrefin, hugsa jeg“, sagði Jens lilli hlægjandi. „Hvar er svo næsta hús?“ „Það er rauða, fallega liúsið þarna. — Jeg sje annars, að þú hefir aldrei l)orið út blöð fyrri, því að annars sæir þú, að 10 skref á hverju kvöldi er löng leið eftir heilt ár. — Það lærist fljótt að fara beint, — klifra yfir girðingar og stelast yfir grasbletti“. sjcrð, að hjer hefur verið gcngið áður“. Jens litla fanst þetta saint sem áður ekki rjett, og um kvöldið spurði hann mönimu sína ráða. Hún lagði ríkt á við hann að láta ekki aðra drengi koma sjer lil að gjöra neitt, sem honum sjálf- um fyndist ekki rjett. Daginn eftir bar Jens einn út blöðin. Hann gætti þess vandlega að fara alt af gangstigana, þótt hann þyrfti að fara króka og blaðapokinn væri þungur á öxlinni. Hann hafði nauman tíma og varð því að hlaupa í einum spretti. Sið- asta húsið stóð eitt sjer uppi á dálitilli hæð. Þegar hann kom þangað. stóð húsráðandinn á tröppunum og beið eftir blaðinu. Jens liraðaði sjer enn Litli blaðadrengurinn. Sagan gerist i stórborg erlendis. Tveir drengir gengu eftir óhreinum og sóða- leguin götunum í útjaðri borgarinnar. Annar hjelt á stórum blaðabunka undir hendinni, en hinn var með dálitla vasa- bók og merkti við nöfn kaupendanna, jafnótt og þeir fengu blöðin. „Þú hefir þá ekki fengið neina at- vinnu ennþá, Jens“, sagði Jakob — svo hjet hinn drengurinn. „Nei, og einmitt þess vegna hel'i jeg boðist til að bera út blöðin fyrir ])ig þennan hálfa mánuð. Hlakkar þú annars ekki til sumarleyfisins?“ Um lcið og liann sagði þetta, hljóp hann yfir yndislega grasflöt framan við húsið. Jens fór hikandi á eftir. „Jakob!“ kallaði hann, „það er ljótt að troða niður grasið; ekki mundum við vilja það, ef við ættum flötina“. „Uss! Þetta gjöra allir, hversvegna skyldum við þá ekki gjöra það líka? Þú

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.