Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1928, Blaðsíða 6

Æskan - 01.10.1928, Blaðsíða 6
ÆS£ AN 78 þeir þegar við eins og örskot, Jón bróðir hennar og Stefán, orða- og umsvifalaust. Varð Jón fyrri til nið- ur á’hnausinn, fleygði sjer þar flöt- um og náði i fótinn á systur sinni rjett í því, að liún var að berast með öllu í kaf. Stefán litli stökk þegar á eftir frænda sínum og lagðist ofan á fætur hans til þess að veita iionum viðnám. Náði hann brátt í hinn fót- inn á Maríu litlu, og hjálpuðust svo drengirnir báðir að því að draga hana þannig úr greipum dauðans. Það er óhætt að fullyrða, að ef dreng- irnir hefðu iiikað eða tafið 2—3 sek- úndur, hefði björgun verið óhugs- andi. Einnig má telja það víst, að þegar Jón var húinn að ná í systur sína, þá hefði hann runnið á eftir henni út í strenginn af blautum og sleipum hnausnum, ef Stefán hefði ekki jafnskjótt komið honum til stuðnings og aðstoðar. Annars segja þeir, sem til þekkja þarna, að lítt sje skiljanlegt, að ekki skyldi verða slys að þessu fyrir börnin öll. Er sem hulinn verndarkraftur liafi verið að verki i þessum ægilega leik barn- anna við dauðann, þar sem björgun og líf valt á einu augnabliki. Þó að fólk frá bænuin væri nærri, er at- burðurinn gerðist, hefði lijálp frá því komið um seinan. Var María litla búin að drekka allmikið, er drengirnir björguðu henni, en var annars hin liressasta, þegar björgun- armennirnir komu með hana milli sín lieim að bænum. Má geta nærri, að foreldrar og vandamenn hafi þótst heimta börnin úr helju, er þeim var kunnugt um hættu þá, er þau höfðu umflúið með svo skjótum og snar- ráðum hætti. Sv. S. (Eimreiðin). Steinunn Helgadóttir Þórustöðum Vatnleysuströnd. Hún er fœdd a'ð Litlabæ i Mýrasýslu, 17. nóveniber 1857. Fiuttist 12 ára gömul suður á Valnslej'suströnd til föður síns. Giftist 21 árs gömul, Eyjólfi Jónssyni á Þórustöðum, og hefir búið á sama býlinu í 50 ár. Þau hjón hafa eignast eitt barn, en aldrei hefir heim- ilið verið barnlaust, þvi G börn hafa þau alið upp, og er eitt hjá þeim ennþá. Þið ungu lesendur „Æskunnar", hjer sjáið þið 71 árs gamlan kaupanda hennar. Hún er ein af hinum tryggustu sloðum blaðsins, hefir æfinlega verið útsölukona þess frá því það fyrst lióf göngu sína. Kaupendur hennar eru nú nálægt 40, og er það mikið í ekki fjöl- mennari sveit. Og þó árin sjeu þetta mörg, sem Steinunn Helgadóttir hefir að baki sjer, þá er hún enn ung i anda og ljett á fæti. Ellinni heldur hún frá sjer, en æskuna dregur hún til sín. Og má þó eiga það vist, að einhverntíma hafi kaldur andblær leikið um kinnar hennar, á hinni löngu leið, eins og svo margra annara, seni langan veg eru búnir að fara. Við þökkum henni liðnu árin og það, sem hún hefir gert fyrir „Æskuna“, og vonum að mega njóta sem lengst hennar tryggu við- skifta. Þakksamlega mundum við taka á móti nýj- um kaupendum frá henni, eins og öllum öðr- pm um næstu áramót. st J. Ö. 0.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.