Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1928, Blaðsíða 7

Æskan - 01.10.1928, Blaðsíða 7
ÆSK AN 79 ***************************************** * * * á^2ns]$if&ing'uvinn. * * Eftir Se/mu Lagerlöf. (Framh.) AJ. Jónsdóttir þýddi• * * ♦ ***************************************** Enn liðu nokkur ár. Þá bar svo til eina sumarnótt, að eldur kom upp á bóndabýlinu. Þegar fólk vaknaði, voru öll her- bergi full af reyk, bærinn stóð í björtu báli. Það þýddi ekki að hugsa til, hvorki að slökkva eldinn eða að bjarga neinu. Menn reyndu aðeins að forða lífi og limum. Bóndinn var kominn út og horfði á bæinn sinn brenna: „Jeg vildi feg- inn vita, hver valdur er að þessu slysi?“ sagði hann. „Hver ætli að það sje, nema um- skiftingurinn“, sagði einn vinnumað- urinn. „Hann hefir nú langa lengi ekki liaft annað fyrir stafni en að tína saman spýtur og rusl og kveikja svo í því, bæði úti og inni. I gær var hann búinn að búa til stóra hrúgu, og var i þann veginn að kveikja i henni, þegar jeg sá hann og fekk af- stýrt því. En svo hefir hann gert það undir háttatímann i staðinn“, sagði vinnumaður. „Þú getur reitt þig á, að hann er orsök i öllu saman“. „Ef liann aðeins brynni þá sjálfur inni“, sagði bóndi, „þá skal jeg vera þakklátur, þótt gamli bærinn minn brenni“. í þessum svifum kom konan út og dró strákinn á eftir sjer. Þá þreif bóndinn umskiftinginn af henni og fleygði honurn inn i eldinn aflur. Eitt augnablik stóð konan náföl af ótta og horfði á mann sinn. Eldurinn blossaði nú út um þak og glugga. Þá sncri hún sjer við og flýtti sjer inn í húsið á eftir barninu.--- „Þú mátt þá brenna Iíka“, hrópaði bóndi. En hún kom nú samt út aftur, og drenginn hafði hún með sjer. — Hún var brunnin mjög á liöndum, og hárið var sviðnað. Enginn yrti á hana er liún kom út. Hún gekk að brunn- inum og slökti neistana í klæðum sinum, svo settist hún niður og snöri haki við brunarústunum. Umskiftingurinn lá við knje henn- ar og sofnaði brátt, en liún sat uppi og starði angurvær út í bláinn. Hún varð vör við, að menn gengu fram hjá henni, í flýti. Allir vildu komast að brunanum, en enginn mælti orð við hana. Þeim virtist liún án efa svo ósköp ljót og ógeðsleg. Um morguninn var bærinn brunn- inn til kaldra kola, þá kom maður- inn til hennar: „Jeg get ekki lifað við þetta lengur“, sagði hann. „Þú veist, að mjer er ekki ljúft að yfirgefa þig, en jeg bý ekki lengur undir sama þaki og tröllið. Jeg fer nú leiðar minnar, og við sjáumst aldrei fram- ar“. Þegar konan heyrði þessi orð og sá að maðurinn gekk á brott, þá fann hún sársauka í hjartastað. Hún ætlaði að flýta sjer á eftir honum, eu umskiftingurinn lá svo þungt í skauti hennar, að hún hafði ekki þrótt til þess að lyfta lionum burtu. Hún gat hvorki lireyft legg nje lið og sat því kyr sem áður. Frh.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.