Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1928, Blaðsíða 4

Æskan - 01.11.1928, Blaðsíða 4
84 ÆSK AN I>ú gætti Hringur sín ekki. „G(reyið Tryggur", sagði hann og klappaði hundinum. I>á var eins og fjötrar fjellu af hon- um, og hann vaknaði af svefni. Hann litaðist um, hálfringlaður. ;,Jeg skil ekkert í þessu“, sagði hann. „Mjer finst eins og einhver híði mín, en jeg sje ekki nokkra lifandi sálu hjerna“. Hann stökk af haki aftur, hljóp inn í höllina og fjell í fang foreldra sinna og vafði þau að sjer. Og nú urðu allir glað- ir, og klukkum var hringt um alt land, og hátíð haldin, því að kongsonurinn var laus undan töfrum hafgúunnar. En Hlaðbjört beið, og biðin varð löng. Loks sá hún, að svo hafði farið, sem hún hafði óttast, Hringur hafði brugðist henni. Hún reikaði sorgmædd inn í skóginn og lagðist loks niður við lind eina og grjet. Þetta var snemma morguns. Bóndadóttir úr koti einu kom og sótti vatn í lindina. Þegar hún laut niður, sá hún andlit Hlaðbjartar spegl- ast í vatninu, og hjelt að það væri sitt eigið. Hún fleygði fötunni, klappaði saman lófunum og hrópaði upp yfir sig: „Drottinn minn dýri! Ekki hjelt jeg að jeg væri svona falleg! Ekki dett- ur mjer í hug að þræla lengur hjá karlinum honum föður mínum, stein- blindum. Nei, nú sltal jeg taka til minna ráða“. Og hún Ijet ekki lenda við orðin tóm. Hún yfirgaf kotið og karlinn og hjelt út í víða veröld, heldur en ekki hnakkakert, svo að allir gætu dáðst að fegurð hennar. En Hlaðbjört fylti fötuna, fór inn í kotið og tók að hjúkra vesalings mann- inum, sem ekki vissi annað en að þetta væri sín eigin dóttir. En hann undraðist þó, hvað röddin var mild og mjúkar hendurnar, og skildi ekkert i, hvað hún var alt í einu orðin hugsunarsöm og góð. Og gamli maðurinn var ekki einn uin að dást að henni. Allir nágrann- arnir voru steinhissa, hvað telpan í kot- inu fríkkaði með aldrinum, og hvað hún væri kurteis og ástúðleg. Biðlar streymdu til hennar lir öllum áttum, cn hún hafði einhvernveginn lag á að bægja þeim frá sjer. Þá fekk hún fljót- lega orð fyrir að vera að minsta kosti eins drembilát og hún var fögur. Spurðist þetta heim í kongsgarð. Hirðmenn þrír veðjuðu um það, hver þeirra yrði l'yrstur til að ná ástum karlsdóttur. Skyldi hinn elsti reyna fyrst, og síðan hinir tveir, eftir aldri. Eitt kvöld labbaði svo hinn elsti þeirra út í kotið, prúðbúinn, slrokinn og skafinn. Og hann var svo stima- mjúkur við karlsdótlur og blíður og kurteis, að hún gat með engu móti hrak- ið hann strax burtu. Þegar langt var liðið á kvöld, og þau höfðu Iengi set- ið og spjallað saman, hrópaði hún alt í einu: „Æ, nú gleymdi jeg að draga lokuna fyrir opið á reykháfnum. Jeg verð að skreppa út og gera það, annars verður okkur kalt í nótt“. „Jeg skal gera það“, sagði hirðmað- urinn og spratt upp og hljóp út. í þá daga var þessum spjöldum lokað þann- ig, að stöng var fest við þau, og lá hún niður eftir þakinu og mátti seilast í neðri enda stangarinnar af hlaðinu. „Segðu mjer til, þegar þú ert búinn að ná í stöngina", kallaði hún á eftir hon- um. „Nú held jeg í hana“, kalláði hann aftur. Þá hló Hlaðbjört og svaraði: „Maður haldi loku og loka manni, uns lýsir af degi“. Um leið og hún sagði þetta var eins og hendur hirðmannsins greru fastar við stöngina. Og þarna hjekk hann og náði varla til jarðar. En verst var, að

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.