Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1928, Blaðsíða 6

Æskan - 01.11.1928, Blaðsíða 6
86 ÆSK AN það segirðn salt. Hún liggur einmitt þar, sem hesturinn hljóp til hliðar“, sagði Þórður. Þeir flýttu sjer alt livað af tók. Og þarna á veginum fundu þeir græna flösku, hálffulla af einhverju. Hvað skyldi það vera? Það var stór miði á flöskunni og eitlhvað stóð á hon- um. Þórður reyndi að stafa sig fram úr því, en varð litlu nær. Þeir tóku tappann úr flöskunni og þefuðu til skiftis af stútnum, hvað eftir annað. „Veist þú, livaða lykt þetta er?“ spurði Þórður. „Það er brennivínslykt“, svaraði Pjetur. „Smakkaðu á þvi“. „Er það ekki eitrað?“ spurði Þórð- ur. „Þú ert sjálfur eitraður. Jeg skal þá smakka á því, úr þvi að þú þorir það ekki“, sagði Pjetur. „Ertu frá þjer. — Þú mátt það ekki!“ kallaði Þórður. „Aðeins örlítið bragð. Það gerir þó ekkert til. Sjáðu nú!“ Pjetur drakk gúlsopa. Hann gretti sig ákaflega og svegldist á. „Jeg er viss um að þelta er brenni- vin og ])að ósvikið. Það rcif lieldur en ekki í liálsinn“, sagði Pjetur. Aug- un flutu í tárum. „Er það gott á bragðið?“ spurði Þórður. „Ó, ekki get jeg nú sagt það, en það er bragðmikið. Reyndu líka!“ sagði Pjelur. „Ja, jeg má smakka á því líka, úr því að þú gerðir það“, sagði Þórður litli. „Þú verður að drekka stóran soj)a og renna þvi niður strax. Annars fer alt út um þúfur“, sagði Pjetur. Þórður ljet aftur augun og saup á. „Yss! Þetta er aumi óþverrinn“, sagði liann, þegar liann loksins náði andanum. „Hvað? .Teg get vel drukkið annan sopa til“, sagði Pjetur mannalega. IJann tók flöskuna og saup á. „Það gekk betur núna“, sagði hann og hrosli. „Reyndu, Þórður! Það er mik- ið auðveldara í annað sinn. „Er það?“ „Reyndu, það er alveg óhætt“. Þórður drakk. „Nú saup jeg tvo sopa“, sagði liann og þóttist mikill maður. „Ger þú það eftir“. „Ætli við verðum nú ekki fullir?" „Hvað skyldi það gera til. Það væri hara gaman“. Þeir drukku til skiftis úr flöskunni, ]>angað til hún var að mestu tæmd. Þá fóru þeir að þrátta um það, hvor mcira liefði drukkið. „Jeg drakk meira“, sagði Þórður. „.Teg hefi dru-dru-drukkið ma-ma- marga so-sopa“. „Sta-sta-mar þú“, sagði Pjetur ertn- islega. „Þe-þe-þegiðu, annars s-s-slæ jeg þig“, stamaði Þórður. IJann var orð- inn rámur og digurmæltur. „Jeg he-he-hefi dru-rukkið a-a-al- veg eins mi-mi-kið og þú“, hikstaði Pjetur. „Þú sta-sla-stamar þá lí-lí-ka“. „Þa-það er e-e-kki sa-satt“. Þannig hjeldu þeir áfram aö þræta. Báðir voru orðnir óstöðugir á fótunum. Alt í einu tók Pjetur báðum hönd- um um magann. „Je-jeg lield a-að mje-mjer sje að verða óglatt“. Um leið og liann sagði þetta, slagaði liann útaf veginum, út i lyngið. Þar datt liann á grúfu ná- fölur. Þórður stóð eftir á veginum. Honum sýndist alt hringsnúast i kring um sig, skógurinn, þúfurnar og,veg- urinn. Alt var þetta á fleygiferð. IJon- um fanst maginn í sjer botnveltast og hann fann til verkjar um sig allan.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.