Ísland - 29.08.1936, Qupperneq 2
2
ISLAND
29. ágúst 1936.
Það er barist um marxismann, sem er rán,
morð og ofbeldi — og um fascismann, sem
er eining þjóðarinnar og farsæld.
I5LAHD
Útgefandi:
Flokkur þjóðernissinna.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Jens Benediktsson.
Grundarstíg 3.
Sími 4798. — Pósthólf 433.
Afgreiðsla í Tjarnargötu 3.
Opin laugardaga allan daginn,
aðra daga. 11—12 og 5—7 e. h.
Verð: 1 lausasölu 15 aura. 50
aura á mán. Árg. 6,00.
Steindórsprent h.f.
því skipað í það starf á næst-
unni.
Það er nú talið fullvíst,
að Sigurður Einarsson,
fréttasnápur útvarpsins,
verði skinaður prófessor í
guðfræði við Háskólann,
eftir því sem hann segir
sjálfur kunningjum sín-
um.
Að vísu er Sigurður ómerki-
leg heimild, en ætla mætti þó,
að hann vissi gjörla, hvaða bein
eru á borð fyrir hann borin.
Frá hinum „æðri stöðiun“
hefir líka frétzt um þessa ófé-
legu embættisveitingu, og tek-
ur það af allan vafa.
Sigurður er, eins og kunnugt
er, pólitískur þurfalingur, sem
hefir selt öllum stéttaflokkum
þessa lands, jafnvel íhaldinu,
atkvæði sitt.
Og með skipun hans
sem prófessors yrði Há-
skólanum sýnd sú megn-
asta svívirðing, er nokk-
ur viðurkennd mennta-
stofnun hefir orðið fyrir.
Hér verða kennarar og
nemendur að taka til sinna
ráða og hefja öfluga bar-
áttu, sem ekki má linna
fyrr en fullt sjálfstæði
Háskólans verður tryggt
í framtíðinni.
Fyrir skömmu hitti Guð-
brandur Jónsson, siðameistari
ríksisstjórnarinnar og prófessor
að nafnbót, vin sinn Sigurð Ein-
arsson á förnum vegi.
„Þeir ætla að gera þig að
prófessor,“ sagði Guðbrandur
við Sigurð.
„Já. Von á ég á því. Það er
þó alltaf betra að vera raun-
verulegur prófessor, en prófes-
sor að nafnbót,“ svaraði Sigurð-
ur hróðugur.
„Ekki er ég viss um það. Síð-
ur er þó hætta á að fákunnátt-
an komi í Ijós þannig,“ sagði
Guðbrandur þá og glotti við
tannbrotin.
Varla er nú rætt meir um
nolckurt land í heiminum en
Spán og hið pólitíska ástand
þar. Fyrst og fremst er talað
um byltinguna og þá viðburði,
er af henni hafa leitt. Ætla ég
þess vegna að drepa með nokkr-
um ofðum á ástandið fyrir bylt-
inguna, ástandið á þeim tíma,
er hin rangnefnda Alþýðufylk-
ingarstjórn fór með völdin.
Eftir að konungdæmið féll 1931
var mynduð vinstriflokkastjóm
á Spáni og stóð hún þar til 1933,
er hægri flokkamir unnu kosn-
ingarnar og mynduðu stjórn.
Leið svo fram á haust 1934, en
þá þoldi marxistaskríllinn ekki
að vera lengur í minnihluta og
gerði uppreisn „gegn hinni lög-
legu stjóm landsins“, eins og
Alþbl. kallar það. Þá fannst Al-
þýðublaðinu ekkert athugavert
við uppreisnina, þá talaði það
ekki um, hve mörg börn hefði
orðið foreldralaus, þá var allt í
lagi, fyrst að marxistaskríll átti
hlut að máli. En eftir eina viku
var marxistaskríllinn uppgefinn
og öll mótspyma af hans hálfu
brotin á bak aftur. Þetta var
mikill ósigur fyrir marxismann
og þess vegna var nú unnið af
öllum kröftum að því,. að vinna
aftur hið tapaða. III. Inter-
nationale í Moskva lagði mikla
áherzlu á að koma Spáni undir
ok kommúnismans, og þess
vegna var fundið upp á sam-
fylkingu allra marxistískra
flokka í landinu, sem átti að
ryðja skrílræðinu braut inn í
landið. Óhemju gullsendmgar
streymdu frá Moskva til Madrid
Marxistar fóm að gefa út ný
blöð og fjölga útgáfudögum
annarra blaða sinna. Bela Kun,
morðvargurinn frægi frá Ung-
verjalandi, sem laumaðist yfir
löndin í kvenmannsfötum, var
sendur á vettvang, til þess að
skipuleggja og stjórna bylting-
unni. Öll vélin var sem sé kom-
in í gang. Árangurinn var líka
farinn að koma í ljós, því að allt
af jukust óeirðimar og óróinn.
Svo rennur upp hinn mikli dag-
ur skrílfylkingarinnar, 16. febr.
1936. Það var kosningadagui og
skríifylkingin sigraði með kosn-
ingaloforðum, sem slá út 4-ára-
áætlunina hér og þá er nú mik-
ið sagt. Nú var mynduð stjóra,
en það einkennilega við stjóm-
armyndunina var það, að eng-
inn kommúnisti eða „jafnaðar-
maður“ átti sæti í henni, held-
ur ,,frjálslyndir“, borgaralegir
vinstriflokkar, er nutu stuðn-
ings marxista. Strax eftir þenn-
an atburð jukust allar óeirðir
og gripdeildir um allan helming
og réði stjóruin ekkert við menn
sína. Stjórnin var á milli
tveggja elda, annars vegar
hinna ,,frjáislyndu“ borgara-
flokka, er heimtuðu óeirðirnar
bælaar niður, og hins vegar /ar
hún bundin málefnasamningi
við „Alþýðufylkinguna", sem
helzt vildi láta stjórnina lafa
við völd eittnvað fram eftir með
aðstoð borgaraflokkanna, með-
an jarðvegar byltingarinnar
yrði betur undirbúinn og siðan
yrðí stjórninni steypt af marx-
istum og stofnað „alræði öreig-
anna“. Það var vegna þessa
innbyrðis ástands í stjórnar-
flokkunum, að kirkjubrennur,
morð, rán, gripdeildir og óeirðir
voru látnar eiga sig. Og auð-
vitað féll atvinnulífið að miklu
leyti niður, er þannig var ástatt,
atvinnuleysið jókst og hagur
allrar alþýðu versnaði stórum.
Stjórnin hafði hvorki tíma, vilja
né getu til þess að framkvæma
hin gullnu kosningaloforð sín og
þess vegna snéri verkalýðurinn
að miklu leyti baki við stjórn-
inni og hóf verkföll, krafðist
réttar síns. Spænskir þjóðernis-
sinnar unnu fjöldan allan af
verkamönnum inn í verkalýð-
félög sín og þau hófu harða
baráttu gegn stjórninni. Jafn-
framt harðnaði barátta marx-
ista og voru nú stöugir árekstr-
ar milli þjóðernissinna og marx-
ista. I þeirri baráttu hafa marx-
istar hagað sér svo skepnulega,
að flest það, sem áður var þekkt
af slíku tagi, kemst ekki í hálf-
kvisti við það. Skal hér bent á
nokkur dæmi: I spænska þing-
inu birti foringi kaþólska
flokksins þann 15. júní ákæru
á marxista, þar sem sagt er, að
á síðustu 48 klst. hafi þeir
brennt til grunna 36 kirkjur og
eyðilagt 48 hús og ennfremur,
að hinar stöðugu óeirðir hafi þá
kostað 269 manns lífið og 1500
hafi særst, og að mikill efnis-
legur skaði hafi átt sér stað í
hinum 340 verkföllum, sem út
höfðu brotist frá því er stjóm-
in komst til valda. Til þess að
gefa lesendum tækifæri til að
sjá framkomu marxistaskríls-
ins við eyðileggingu kirkna o.
fl., skal hér tekin upp lýsing
franska blaðamannsins Pierre-
Francois Arminjou, þegar kirkj-
ur í Yekla, sem er í héraðinu
Murcia, voru eyðilagðar:
„Við eyðileggingu kirknanna
í Yekla hafa hinir rauðu glæpa-
hundar komið fram með dæma-
lausri spillingu. Fyrst var kirkj-
an Saintes-Especes skemmd,
þar sem kommúnistakvennsnifti
gengu sérstaklega vel fram í
eyðileggingarstarfseminni. Mér
er ómögulegt að lýsa því með
orðum, hvernig hinir heilögu
gripir voru lítilsvirtir og saurg-
aðir. Kirkjan La Purissima,
kirkja Hins Heilaga Jesú, Erlös-
kirkjan, kirkjurnar í Gayentano,
San Francisco, San Iuan, Santa
Barbara og San Roque, klaust-
urkirkjan Conceptionnistes Re-
collets og kirkja klaustursspít-
alans de la Virgen de Los voru
allar eyðilagðar og svívirtar.
Hin heilaga kirkja E1 Castillo,
sem geymir í kapellu sinni
verndardýrðling borgarinnar,
ásamt hinu litla íbúðarhúsi að-
stoðarprestsins, var algerlega
jafnað við jörðu. Kirkjuskraut-
ið var svívirt á alla lund. Það
var drukkið ur kaieik kirkjunn-
ar og trampað á myndum af
dýrðlingum, og í hinum f jórum
hornum kirkjunnar og í kapell-
unni voru framdar hinar gróf-
ustu svivirðingar. I kirkjuuni
San Francico höfðu um 1000
kommúnistar á einum einasta
eftirmiðdegi hinar andstyggi-
legustu eftirhermur í frammi
eftir helgum siðum.
22 ára gamall maður, er hét
Ortuno, ætlaði að reyna að
hindra kirkjuspjöllin í La
Purissima, varð sakir hetjudáð-
ar sinnar að gjalda með lífinu.
„Fascisti! Fascisti! æpti skríll-
inn úr öllum áttum og ruddist
á hann. Með naumindum tókst
Ortuno að flýja inn í hús eitt
þar nálægt, en hinn örvinglaði
húseigandi bað hann fara burtu,
því hann kæmi sér í mikil vand-
ræði með nærveru sinni. Og hinn
ungi maður fór hugdjarfur út á
götuna f von um að finna ann-
an griðastað, en ekki var hann
fyr kominn út en kúla fór gegn-
um fót hans. Hann féll niður og
var drepinn af hníf stungum, fót-
spörkum og grjótkasti hins
brjálaða, rauða marxistaskríls.
Þarna lá hann lengi dags og
spörkuðu margir í dauðan búk-
inn. Síðan dróg skríllinn hinn
óþekkjanlega líkama út í götu-
ræsið, þar sem hann lá allan
daginn. Prestinn batt skríllinn
á planka og bar um göturnar,
rifu af honum klæðin og stungu
hann með löngum nálum þar til
hann var örendur.
Þannig stjórnar „Alþýðufylk-
ingin“ á Spáni!
Þannig mælir þessi franski
blaðamaður og þannig mæla
þúsundir annara; t. d. skeði, 4.
júní 1936, í þorpi einu í Kata-
loníu eftirfarandi atvik:
Marxistiskur skríll fór fylktu
liði heim til prestsins, tók hann
með valdi og batt saman fætur
hans. Síðan var hann bundinn
aftan í bíl og dreginn um göt-
urnar þar til blóðið lagaði alls-
staðar úr honum og var loks-
ins leystur, nær dauða en lífi.
Þá var helt á hann benzíni og
Frh. á 3. síðu.