Vörður


Vörður - 28.02.1925, Page 4

Vörður - 28.02.1925, Page 4
4 VÖRÐUR Framh. frá 1. siðu. þessum atvinnuvegiog öðrum. En Til þess að sjá, að hjer er skerð- ing á frjálsri verslun þarf ekki annað en að lita á það, að þeg- ar tóbakseinkasalan tekur tii starfa leggjast niður margar verslanir og aðrar skerðast stór- lega. Alt voru þetta fuilkomlega lögiegar verslanir og sala þess- ara vara er ekki bönnuð, held- ur að eins skert verslunarfrelsið f þessari grein. Þá sagði þessi sami háttv. þm. að andstæðing- ar verslunarfrelsis væru ekki til í hinum stærri flokkum þings- ins. Hann mun nú með rjettu telja Framsóknarfl. þar með. En bvað sagði sá háttv. 2. þm. Rang.? Hann sagðist ekki vera á því að landið ætti að svo komnu, að svo komnu, (hann tvftók það) að taka að sjer alla verslun landsins. I sama streng tók háttv. 1. þm. Sunnm. (Sv. Ól.) og háttu. 2. þm. Árn. (Jör. B.) varði síðari hálftíma sinnar ræðu til þess að sýna fram á skaðræði frjálsrar verslunarsam- kepni. Rað eru einmitt til and- stæðingar frjálsrar verslunar í næst stærsta flokki þingsins. Jeg held að mörgum sje ekki líkt því nógu ijóst, hvað felst í þessu hugtaki frjálsrar verslun- ar. Það er oft eins og menn haldi að frjáls verslun sje eigin- lega einskonar hagsmunamál kaupmanna einna. En þeir, sem það gefa í skyn, fara með stór- lega rangt mál. Verslunarfrelsið er einmitt gegnum harða bar- áttu heimt úr höndum verslun- arstjettar, sem sat uppi með allskonar sjerrjetlindi. Og enn er það einmitt þessi stjett, og aðrar skyldar stjettir, sem ógna verslunarfrelsinu sumstaðar að eyðileggja það í reyndinni þótt það gildi á pappírnum, með stórfeldum samtökum. Má vel kannast við hina stóru hringi og samsteypur, sem sölsa undir sig verslun með ákveðnar vörur. Hitt er annað mál að allur fjöldinn af þessari stjett heldur fram verslunarfrelsi. Verslunar- frelsið var upphaflega sótt til hagsmuna fyrir þjóðirnar, fyrir almenning allan, og höfuð hags- rounir þess eru enn þá þar, sem neylendurnir eru. Frjáls samkepni, með öllum hennar stóru og mörgu annmörkum er enn sem komið er, besta lausn- in sem menn hafa fundið á þessu vandamáli, hvernig allur almenningur verði best varinn gegn okri á þeim vörum, sem kaupa þarf. Það er því meira en lítil fjarstæða, að það sje einhver kaupmannapólitík, sem verið sje að reka, þegar barist er gegn einkasölu, eins og mjer viitist koma fram í ræðu háttv. 1. þm. S. Mýl. (Sv. Óiafsson). Það er hagsmunamál almenn- ings, sem hjer á landi sem ann- arsstaðar helir stunið undir ó- frjálsri verslun, sem hjer er um að ræða. Hitt tel jeg aukaatriði. en engan veginn fagurt, að vilja helst hafna þessu hnossi fyrir almenningshönd af ofsjónum yfir því að nokkrir af borgurum þjóðfjelagsins fá lifvænlega at- vinnu við þessa dreifingu var- anna til neytenda. I þessu sambandi er næst- um brosleg söguheimspeki háttv. þm. V.-ís., um framsóknaflokka allra alda. t*að er salt, þeir sóttu þetta hnoss verslunarfrels- isins í hendur sjerrjettindastjelt- arinnar og afbentu það þjóðun- um, og vel sje þeim fyrir það. En hverjir eru nú arfþegar þess- ara framsóknarflokka: þeir sem vilja 14fa þjóðirnir njóta áfram ávaxtanna af sveita þessara bar- dagamanna, eða þeir, sem vilja taka hnossið af þeim aftur? Háttv. þ'm. svarar því hiklaust: Pað eru þeir, sem nú berjast á móti hugsjón þeirral Svo hart á vindhaninn að snúast, að það sem fyrir skemstu sneri í austur snúi nú í vestur. Pelta er alveg rjett athugað ef um vindbana er að ræða, en það er engin fyrirmyndar pólitík og hefir aldrei þótt það. Og það verða menn að muna, að nöfn ein og álímdir miðar eru heldur lítils virði. Enginn verður spek- ingur við það eitt, að heita Sól- on eða Sókrates. Pótt einhver flokkur taki nú upp nafn frelsis- hetjanna gömlu þá er það fá- nýtt ef sá sami flokkur berst á móti hugsjón þeirra. Pað má líma glæsilegan miða á Ijelega vöru. Þegarverslunarfrelsið en þann- ig rjett skoðað, sem hagsmuna- mál almennings verður það auð- vitað því dýrmætara og nauð- synlegra, sem um meiri nauð- synjavöru er að ræða, og þess vegna get jeg sagt, áð þetta at- riði sje mjer ekkert stórt atriði um afnám tóbakseinkasölunnar. En það er þó nokkurs virði vegna þess, að þessi vara er nú orðin mörgum nauðsyn, og það engan veginn ætíð þeim, sem ríkastir eru. Háltv. þm. V.-ísfirðinga tók tóbakseinkasöluna sænsku til dæmis um það, að ekki væri litið á hana sem brot á frjálsri verslun. Jæja. Jeg held nú að þetta sje nákvæmlega öfugt. Eða hvers vegna var, þegar sænska tóbakseinokunin var sett á 1915, leyfður innflutningur fram hjá einkasölunni? Það var yfirlýst, að það væri til þess, að þjóðin færi ekki á mis við kosti frjálsrar verslunar, að því er snerti vöru- verð og vörugæði. í’essi inn- flutningur var að vísu væng- stýíður með örðugum skilyrðum, en samt væntu menn sjer þessa af honum. Og hvers vegna var tó- bakseinkasalan sett á sem hluta- fjelag, sem tóbakskaupm. máttu eiga hluti í? Af því að það var viðurkent, að þetta væri slíkt brot á fijálsri verslun, að það yrði að draga úr því með þessu. Og af sömu ástæðum hefir tó- bakseinkasalan borgað miljónir í skaðabætur til beildsala og smá- sala til þess, að bæta þeim upp það tjón, sem þeim var gert með þessari skerðingu á verslunar- frelsinu. Háttv. þingm. V.-ísf. þekkir þelta auðvitað, þar sem hann fyIgist svo vel með í sænsk- um blöðum og sænskum stjórn- málum. Svíar eru taldir með þroskuðustu þjóðum í viðskifta- málum og peningamálum. Og þeir hafa nú þessa skoðun á tóbakseinkasölu og verslunar- frelsi. Pá kem jeg loks að þiiðju á- stæðunni, sem getur verið með og móti einkasölu ríkisins á tó- baki. Pað hefir ekki verið nefnt en það er fyrir mjer böfuðat- riði. Og það er, að jeg telþessa aðferð rikisins til þess að afla sjer tekna óheppilega og ranga. Pað er röng skattapólitík. Ríkið getur valið sjer mjög margar og nálega allar leiðir til þess að afla sjer tekna. Vald þess í þeim efnum er nær ótakmarkað. Og þá tel jeg hiklauet, að það eigi að taka þá leiðina, sem næst liggur, er áhættuminst, einföld- ust, vissust og hefir minsta ókosti, en það er að leggja á menn skatta og tolla. Ríkið á ekki að vera að seilast inn á krókaleiðir þær, sem ein- staklingarnir verða að þræða. Pað á ekki að reka verslun, iðnað, fiskvéiðar eöa landbúnað i því skyni að ná í tekjur. Tekjur sínar á það að taka með því valdi sem það eitt hefir, að segja mönnum að borga. Jafn- vel eins lílill vísir og tóbaks- einkasalan okkar sýnir hvílikir örðugleikar það eru, sem rikið bakar sjer að óþörfu. Það fær ekki meiri tekjur. Jafnvel árin 1912 — 1916 eru tolltekjurnar meiri en meðalár tóbakseinka- sölunnar, 1923, gefur í toll og á- góða til samans, sje reiknað með rjettri visitölu verðlags og mann- fjölda. Tóbakið verður ekki ó- dýrara að minsta kosti. Eilífar grunsemdir og dylgjur ganga í blöðum og á mannfundum um þessa stofnuu. Ríkið verðurvegna samkeppninnar að halda þarna menn sem það launar ósam- bærilega hátt á móts við em- bætlismenn sína, og vekur með þvf, eins og von er, óánægju og óróa meðal annara starfsmanna sinna. í*að fær áhættu með fyr- irtækinu.sem aldrei verðurtil fulls metin. Hættan á smyglun verður ávalt meiri og erfiðari viðfangs. Háttv. 1. þm. Árn. (M. Torfa- son), tók það rjettilega fram að smyglunarlöngunin ykist í hlut- falli við smyglunarágóðann og alt sem miðar til þess að gera vöruna dýrari ýtir því undir smyglun. En svo er enginn efi, að það er enn erfiðara að verj- ast smyglun, þegar einn kaup- maður er í landinu, heldur en þegar þeir eru fleiri, dreifðirum landið og gæta talsvert hver að öðium. Trygging sú, sem er í álímdum miðum tóbakseinka- sölunnar verður heldur lítil, því jeg hefi sjeð miðalausa kassa af vindlum frá landsversluninni, og úr því að þeir eru til, er verndun öll að engu orðin. Og alt þetta fyrir enganvinn- ing. t*að er röng skattapólitík, og það er mín aðalástæða fyrir þvf að jeg vil láta snúa út af þessari braut, enda þótt bæði hin atriðin sjeu og nokkurs virði í huga mfnum. LeKIn að togurnnum. Um síöustu helgi ákváðu út- gerðarmenn' að enn skyldi hafin leit að Leifi heppna og Robertson. Var þess óskað, að Fylla tæki þátt í leitinni. — Varð foringi skipsins vel við þeirri málaleitan, og er það kunnugra manna mál, að hann verðskuldi alþjóðar- þökk fyrir framkomu sína í leitar-málinu alt frá byrjun. Pegar foringi Fyllu hafði heitið þvf, að taka að sjer forustu leitarinnar, ákváðu útgerðar- inenn, að senda tvo ísl. togara honum til aðstoðar, þá Arin- björn hersir og Skúla fógeta, en Mr. Hellyer í Hafnarfirði bauð fram tvö skipa sinna, þau James Long og Ceresio. Jafn- framt simaði hann til bresku stjórnarinnar, skýrði frá öllum málavöxtum og mællist til að hún sendi herskip í leitina, þar eð nokkrir breskir þegnar voru á Robertson. Málaleitan þeirri var svo fljójt og vel svarað, og fóru tvö ensk herskip til móts við hin fimm skipin, er að framan getur. Skipin hófu leitina að morgni hinn 24. þ. m. Sigldu þau fyrsta sólarhringinn í vestur, en síðar í norðaustur, alt norður og austur fyrir Horn. Þaðan skyldi haldið til vesturs, suður af ísbeltinu. Leitarskipin hreptu ill veður í hafi og hefir ekkert markvert af þeim frjest. — En þúsundir manna fylgja ferð þeirra með heilum hug og einlægri ósk þess, að þeirn auðnist að finna skipin, sem að er leitað. Alþingi. Stjórnin flytur frumvarp um stofnun dócentsembœtlis við há- skólann i mátfrœði og sögu ísl. tungu. Hefir dr. Alexander Jó- hannesson undanfarandi ár gegnt kenslu í þessum greinum við háskólann, og er honum ætlað embættið. Halldór Stefánsson og Árni Jónsson flytja frv. um breytingu á kosningalögunum. »Sýslunefnd er heimilt, þegar ástæður eru fyrir hendi, svo sem mikill kjós- endafjöldi, víðátta, torfærur á leið til kjörstaða og þvílíkt, að skifta hreppi í tvær eða þrjár kjördeildir«, segir 1. gr. Jóhann Jósefsson flytur frv. er heimilar bæjar- og sveitar- stjórnum, þar sem sund er kent á kostnað hins opinbera, að gera reglugerðir er skyldi alla heim- ilisfasta unglinga frá 10 — 15 ára aldurs að stunda sundnám alt að tveirn mánuðum ár hvert. Jón Balduinsson flytur frv. um einkasölu ú úlfluttri síld. Frv. þetta var felt á síðasta þingi. Tryggvi Pórhallsson flytur frv. um tilbúin áburð. 1 gr. Á tímabilinu 1926 —1930, að báðum árum meðtöldum, ann- ast ríkisstjórnin, eða lætur ann- ast, í samráði við Búnaðarfjel. íslands, útvegun á tilbúnum á- burði fyrir hreppa- og bæjar- fjelög. búnaðarfjelög og sam- vinnufjelög bænda. 2. gr. Með- an rikisstjórnin annast útvegun tilbúins áburðar, skulu skip rikisins annast flutning hans endurgjaldslaust bæði frá útlönd- um og milli og til allra þeirra hafna, sem þau annars koma við á. 3. gr. Sje verð hins keypta áburðar greitt við móltöku, selst varan álagníngarlaust á öll- um viðkomustöðum skipanna. Heimilt er að lána vöruna í alt að 6 mánuði, og má þá leggja á 5°/«. 4. gr. Bánaðarfjelag ís- lands skal gefa út nákvæman leiðarvísi um notkun tilbúins áburðar. Búnaðarfjelag Islands og búnaðarfjelög landsins skulu úlbýta leiðarvísi þessum ókeypis. Kostnaður við útgáfu og út- sending greiðist úr ríkissjóði. 5. gr. Ríkisstjórnin auglýsir ár- lega, í samráði við Búnaðarfje- lag íslands, áætlað verð á til- búnum áburði. 6 gr. Pantanir á tilbúnum áburði skulu komn- ar til rikisstjórnar fyrir 1. jan. ár hvert. 7, gr. Fjelög þau, er áburð panta samkvæmt lögum þessum, leggi fram tryggingu fyrir fullri greiðslu, sem ríkis- stjórn tekur gilda. 8. gr. Rekstr- arfje lil verslunar þessarar og allan kostnað við framkvæmd laga þessara greiðir ríkissjóður. 8. gr. Nánari ákvæði um fram- kvæmd einstakra atriða í lögum þessum getur ríkisstjórnin sett í samráði við Búnaðarþing íslands. 10 gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1925 og koma að öllu leyti til framkvæmda á árinu 1926. Magnús Jónsson flytur frv. um sölu á kolum eftir máli. »það er alkunnugt, að kol eru iðu- lega geymd undir beru lofti, og verða kaupendur þeirra þá fyr- ir miklum halla, er þeir kaupa þau eftir þyngd með eins miklu af vatni og í þeim getur toIlað«. segir í greinargerð frv. Tryggvi Pórhallsson og Pjétur Oltesen flytja frv. um bann gegn ófengisauglýsingum. Er frv. bor- ið fram samkvæmt ósk Stórstúku íslands. 1. gr. Enginn má festa upp auglýsingar í búð sinni eða veitingasölum, sýna opinberlega, kunngera í rituðu eða prentuðu máli, eða á annan hátt birta almennÍDgi, að hann hafi til sölu áfengisvökva, sem ekki hefir verið gerður óhæfur til drykkjar. Pó nær þetta ekki til þeirra auglýsinga, sem birtar eru að tilhlutun ríkisstjórnarinnar. Jónas Jónsson, þorleifur Jóns- son, Ingvar Pálmason, Hákon Kristófersson, Halldór Stefáns- son og Árni Jónsson flytja svohljóðandi þingsályktun um strandferðir: Alþingi skorar á ríkisstjórnina, að hún í samráði við forstjóra Eimskipafjelags íslands og sam- göngumálanefndir Alþingis taki til athugunar, hvort eigi sje til- tækilegt að breyta skipulagi strandferðanna nú á þessu ári og framvepis eins og hjer segir: Á. Að fjölga hraðfeiðuin strand- fetðaskipsins Esju. B. Að halda úti hæfilegu skipi til strandferða og flutninga- ferða milli Hornafjarðar og Austfjarða alt að Skálum á Langanesi. C. Að láta »Suðurland« fara að m. k. einu sinni í mán- uði strandferð um Breiða- fjörð. D. Áð leigja ca. 300 smálesta skip til flutningaferða með ströndum fram frá seplem- berbyrjun lil ársloka. Slúdentafjelaglð hjellfund laust fyrir siðustu helgi og var rætt um háskólann. Vilhjálmur P. Gíslason hóf ura- ræður með .langri tölu, fann há- skólanum sitthvað til foráttu og skýrði frá breytingum þeirn á starfsemi heimsspekisdeildaiinn- ar, sem hann hefir stungiö upp á í bók sinni: »Islenskþjóð/rœði«. t*eir Guðm. Finnbogason og Ag. H. Bjarnason tóku báðir svari háskólans í snjöllum ræðum, bentu-m. a. á hve miklum rit- störfum margir af prófessorum háskólans hefðu afkastað (Ein- ar Arnórsson, Páll E. Ó ason, Jón Aðils, Ag. H. Bjarnason) og hvernig háskólinn hetði fært út kviartungunnar.meðþvfað auðga orðaforða íslensks vísindamáls. En bæði G. F. og Á. H. Bj. töldu sig í aðalarriðum sammála til- lögum V. t*. G. í ísl. þjóðfræði, Prentsmiöjan Gutenberg,

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/375

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.