Valsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 20

Valsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 20
16 VALSBLAÐIÐ íeikii ijkkur Eplakappát Epli eða pylsa eru hengd í snúru í hæfilegri hæð. Keppendurnir eiga svo að borða eplið eða pylsuna, með hendur fyr- ir aftan bak, sbr. mynd. Sá sem hefur fyrr lokið átinu er auðvitað sigurvegari. Þessi leikur er skemmtilegastur með því að nota eplið. Sykurmolakeppni Tveir flokkar keppa. Fjöldi þátttak- enda fer eftir plássi því sem fyrir hendi er. Hver þátttakandi fær teskeið. Sykur- molinn er settur á skeiðarblaðið, en skeiðarskaftinu stinga þátttakendur upp í sig. Keppnin er svo fólgin í því að flytja molann af einu skeiðarblaðinu á annað, og sá flokkur sem fyrstur kemur molanum á leiðarenda, án þess að hann detti útaf blaðinu, hefur sigrað. Detti molinn hins vegar af, verður flokkurinn að byrja að nýju. i Kattakapphlaup Köttur klipptur úr pappa, síðan er snúra þrædd í gegnum hausinn á honum og annar endi henriar bundinn við stól- fót. Snúaran þarf að vera um ein stika á lengd. Keppendurnir ræsa knöttinn frá ákveðnum stað, t. d. krítarstriki, sem strikað er á gólfið. Með því að rykkja í snúruna hreyfist hann jafnt og þétt frá marklínunni að stólfætinum. Síðan skal hann aftur hreyfður þaðan með sama hætti og að marklínunni. Sá sem fyrstur er að koma kettinum fram og aftur, hefur sigrað. ^ Dýfingarkeppni Fáið ykkur fötu, helzt þó lítirin bala, sbr. mynd. Fyllið liann af vatni. Látið svo epli í sitt hvoit ílátið. Tveir keppa síðan í senn um það hvor geti verið fyrri til að ná eplinu og borða það, án þess að snerta það með höndunum. Sá sem er á undan ber auðvitað sigur úr býtum.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.