Valsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 26

Valsblaðið - 24.12.1959, Blaðsíða 26
22 VALSBLAÐIÐ liðiS aftur. Ég var kominn yfir þrítugt, er ég fékk aftur tækifæri til að leika gegn Svíum og þá sigr- uðum við einnig, 3—1. Á hinn bóg- inn hef ég alltaf af einhverjum ástæðum leikið fremur lélega gegn Norðmönnum. Ég hef unnið og tapað en aldrei verið ánægður með frammistöðu mína. Annars er það yfii-leitt þannig, að ég hef leikið því betur, því sterkari sem mót- herjarnir voru. I Moskva, þar sem okkur gekk illa, lék ég minn bezta landsleik, og í Vín,þar sem við töp- uðum einnig með miklum mun, fékk ég ágæta dóma. I Glasgow töpuðum við „aðeins“ 1—3, en vor- um vafalaust mun iakari — þar fékk ég ágæta dóma í skozku dag- blöðunum. Yfirleitt hafa erlendir blaðamenn verið mér hliðhollari en innlendir. Það er líkast til vegna þess, að við fyrstu sýn verður mað- ur svo hissa á því, að slíkur gíraffi skuli geta leikið knattspyrnu, að maður ofmetur frammistöðu hans. Þannig eru beztu vitnisburðir mín- ir komnir frá Skotlandi, Englandi, Austurríki, Sovétríkjunum, Spáni og Belgíu. Talsverðan hluta af þeim hef ég aldrei getað lesið af eðlilegum ástæðum. Og því miður hætti ég að halda þessum úrklippum saman fyrir mörgum árum síðan. Ég vildi óska, að ég hefði geymt enska blaðið, sem sagði í fyrirsögn, að ég gæti gert allt með knöttinn, að því und- anskildu að fá hann til að tala. Eðlilega hef ég fengið öðru hverju tilboð um að gerast atvinnumaður. Ég sé þó enga ástæðu til að harma það, að ég tók ekki neinu þeirra. Atvinnuknattspyrna hefði varla verið mér að skapi og ég er mjög hræddur um, að hún hefði rænt mig leikgleðinni. En hana vil ég ekki selja við nokkru verði, ekki einu sinni í dag. Það tilboð, sem kitlað hefur hégómagirnd mína hvað mest, barst mér frá Barce- lona fyrir ekki svo mörgum árum síðan, þegar ég var kominn tals- vert á fertugsaldur. Knattspyrnu- maður að nafni Kubola, ungversk- ur flóttamaður og spönsk þjóð- hetja — Spánverjarnir álíta hann betri en Puskas og hafa reist hon- um myndastyttu í Barcelona — hafði orðið alvarlega veikur. Eg var því spurður, hvort ég gæti ekki komið og verið staðgengill hans í nokkra mánuði, þar til hann væri heill heilsu. Gjarnan sem á- hugamaður, og skyldi ég ákveða þóknunina sjálfur. Þetta var ekki fyrir mig. Ég vildi gjarnan vera á Spáni sem ferðamaður og líka mjög gjarnan sem knattspyrnu- maður með dönsku liði. En ég held ekki, að það mundi eiga vel við mig að vera þegn Franeo, jafnvel þó það væri ekki nema um nokkra mánaða skeið. Alls staðar þar sem ég hef fengið góða dóma, hefur einkum verið bent á hugkvæmni mína og góða yfirsýn. Allir hljóta því að sjá, að geta mín byggist ekki á hraðanum. Þess vegna hef ég oft erlendis verið spurður ráða í taktiskum vandamálum. Það broslegasta, sem ég minnist í því sambandi er ítali nokkur, sem ein- faldlega vildi fá uppskriftina af hinu fullkomna marki, allt frá frumspyrnu, þannig að engin vörn gæti komið í veg fyrir það. Það tók næstum því klukkutíma að skýra það fyrir honum, að um leið og slík áætlun hefði heppnast einu sinni — og þó væru margir örðug- leikar í vegi þess — þá mundi sæmilega athugul vörn vara sig á þessu í næsta skipti. Það hefur líka oft komið fyrir mig, að drengir hafa spurt að því, hvernig þeir gætu orðið landsliðsmenn. Það eru ekki allir, sem geta það. En það eru ótrúlega margir, sem hafa hæfileika til þess, ef þeir í raun og veru hafa gaman af að leika knattspyrnu og gefa sér tíma til þess. Það er enginn efi á því, að maður hefur gagn af því að iðka fleiri íþróttir. Ég hefði ekki leikið svo marga knattspyrnulandsleiki, ef ég hefði ekki leikið handknatt- leik og körfuknattleik. Það eru vafalaust margir, sem hafa haft jafn mikla leiklöngun og ég, en látið eitthvað hindra sig í að full- nægja henni. Það er ekkert eins- dæmi, að drengi á öllum aldri langi til að leika knattspyrnu á hverjum degi. Og ég þekki bæði smásnáða og sextuga embættismenn, sem gefa sér tíma til þess. En það eru ótrúlega fáir leikmenn úr 1. liðum félaganna, sem hægt er að segja það sama um. Þó hafa þeir meiri ánægju af þessu en hinir — og meiri ánægju af kappleikjunum, því meir sem þeir láta það eftir sér að leika knattspymu daglega. Við höfum þó öll nægilegar tóm- stundir til að fórna einum klukku- tíma daglega til góðrar tómstunda- iðju. Annars held ég, að mest sé þörfin fyrir þetta, þegar vinnan er erfiðust. Og það á ekki aðeins við um þann, sem stundar andlega vinnu. Iþróttirnar geta líka hjálp- að til, þegar um líkamlegt erfiði er að ræða. Ég minnist þess, að ég vann einu sinni í sumarleyfi mínu við að jafna sand undir járn- brautarbita frá kl. 6 að morgni til kl. 6 að kvöldi. Að loknum vinnu- tíma þá fórum við Torben Jörgen- sen og ég, 15 km. leið á reiðhjólum til þess að leika handknattleik. Svo mikil er leikgleði margra drengja. En af einhverjum ástæðum er það fyrir neðan virðingu flestra full- orðinna manna, sérstaklega þegar menn eru komnir á fertugsaldur og hafa mesta þörf fyrir hreyf- ingu. Við komumst báðir í hand- knattleiksliðið, Torben og ég, ekki vegna erfiðisins með bitana, því það stóð ekki lengi. Og ekki heldur vegna handknattleiksins, sem við lærðum að afloknum 12 tíma vinnudegi, heldur vegna þeirrar leikgleði, sem við áttum — og vegna þess, að við vorum ekki feimnir við að sýna það, að okkur þótti gaman að vera með í knatt- leik, þó að við værum komnir yfir tvítugt. Drengir og unglingar hætta tíðum vegna þess, að um tíma gengur þeim illa eða vegna þess — eins og þeir orða það — að þeir hafi ekki tíma til þess. Hið síðastnefnda er léleg afsökun, sem við því miður heyrum foreldra oft nota. Börnin þurfa að nota allar tómstundir sínar til heimavinnu vegna námsins, segja þeir. Ef að svo er, þá eru börnin ekki í réttum bekk. Þau geta notað sínar tóm- stundir til margs annars en knatt- leikja. En tómstundir eiga að vera mannréttindi — líka fyrir drengi — í þjóðfélagi, þar sem vinnudagur hinna fullorðnu verð- ur stöðugt styttri og styttri. vhá þýddi.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.