Alþýðublaðið - 17.04.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.04.1923, Blaðsíða 2
2 Alirfðubðkasafnið. f*egar togararnir voru seldir hóðan til útlanda á stríbsárunnm, setti landsstjórnin það sem skilyrði, að nokkrum hluta andvirðis þeirra yrði varið til þess að bæta verka- lýðnum atvinnumissi og annað tjón við þá sölu eftir nánari ráð- stöfun bæjarstjórnar. Um 100 þús. kr. af fénu var síðan lagt í slysa- tryggingarsjóð Aíþýðusambaiidsins, sem nú hefir starfað í 3 ár og veitir meðliinum verkiýbsfólaganna í Aiþýðusambandinu styrk, er slys eða langvarandi heilsuleysi ber að höndum. Eftirstöðvarnar, rúmar 20 þús. kr., voru iagðar í sjóð, er stofna átti með Alþýðubókasafn. Safnið heflr verið lengi á leiðinni, en málið er nú komið svo langt, að samþykt var reglugerð 5 maiz þ. á. af bæjarstjórninni, og verður safnið eign bæjarins. Bærinn hefir lagt því til fó til rekstrar þetta ár og mun gera það framvegis, en ekki til bókakaupa fyrst uin sinn. Til þess og stofnkostnaðar verður sjóðnum varið. Alþýðuhókasafnið hefir leigt 2 ’stór herbegi á Skólavörðustíg 3 niðri, undir Hagstofunni. Annað þeirra er lestrarsalur og verður opið frá 19. apríl Kl. 10 f. h, til kl. 10 e. h. nema á sunnudögum frá kl. 4— 10 e. h. Öllum, einnig börnum, stendur salurinn opinn til afnota að kostnaðarlausu, og geta menn lesið þar í hlýju og vistlegu herbergi það af bókum, sem þar er til. Hitt herbergið verður aðalbókasafnið, og þar verða útlán. Hver sá, sem er 16 ára og bú- settur í Reykjavík eða hefir ábyrgð manns, sem geldur til bæjarins, getur fengið lánsskírteini og þar meö rétt til ab fá lánaðar í einu 1 — 2 bækur. Maðurinn getur haldið hverri bók í 10 daga, en skili hann henni seinna, greiðir hann 5 aura sekt fyrir hvern dag. Að sjálfsögðu getur hann fengið lánstímann framlengdan, ef aðrir hafa ekki fengið loforð fyrir bók- inni. Komi upp næm veiki á heimili lánþega, er hann skyldur að skýra frá því, og verða þá bækuinar teknar og sótthi einsaðar eða brendar honurn að kostnáðar- lausu. ALÞYÐUBLA ÐIÐ Sá, sem fær bók að láni, ber auðvitað ábyrgð á því, að hún skemmist ekki fram yfir venju- legt slif. Bókavörður safusins er ráðinn Sigurgeir Friðriksson, sem stundað hefir bÓKasafnsnám erlendis og starfað þar víð alþýðubókasöfn. Gefur hann öllum leiðbeiningar um notkun safnsins, þeim, sem þess æskja. Enn þá er safn þetta lítið. Það hefir þó keypt bókasafn Bjarnhéð- * ins heitins Jónssonar járnsmiðs, sem hefir að geyma margar góðar bækur, og á n^estunni verða flestar venjulegar íslenzkar bækur útveg- aðar í sumar bætist við allmikið af útlendum bókum, og mun safnið þá ‘verða hentugra og áð mörgu leyti fyllra og aðgengi- lega heldur en Landsbókasafnið fyrir alþýðu. Má vænta þess, að það verði og í betra, lagí heldur en flest. önnur hérlend bókasöfn og verði með tímanum að mið- stöð allra íslenzkra, alþýðubóka- safna, er nái sambandi við sýslu- bókasöfn og lestrarfólög úti um land. Tilraunir munu verða gerðar með að lána bókakassa til reyk- vískra verkamanna, sem vinna utanbæjar í flokkum, svo sem á togurunum. Af Alþýðubölcasafninu má vænta alls hins bezta, en mestu varð- andi um áhrif þess og framtíð er þó ab, að alþýðan í bænum noti safniö eins mikib og unt ei'. Munið það, alþýðufólk, að safnið verður opnað fimt.udaginn 19. þ. m., — á 8umardaginn fyrsta! Héðinn Taldimarsson. Hjá borgarstjúra. Ég er búinn að vera helsulaus í tvö ár, og þar að auki rann bifreið yfir mig lyrir nokkium mánuðum, og þegar þess ergætt, að ég er búinn að lita nærri hálfa öld (faeddur í Pálshúsum 1874), þá mud fáum skyberandi mönnum þyki undarfegt, þó ég sé farinn að láta á sjá, hvað líkamlegt þrek snertir. Þegar það brestur, er það skoðun mín, að andle.gt stolt og stærilæti verði eiunig að láta í minni pokann, og hvað mér við- víkur, þá sýndi þáð sig í dag klukkan að ganga þrjú, því þá braut ég nafnið rnitt af oflæti mínu og labbaði niður á borgar- stjóraskrifstofu og gerði boð fyrir Knút. Ekki skuluð þið samt hugsa, að ég ætlaði að biðja um skerf úr því Herjans lekahripi, aurabauk bæjarins. Mín ætlan var að bjóða bæn- um mig til vika eða einhvers stárfa, sem étr, brjóstveill maður, gæti, í té látið. Þetta gerði ég vegna þess, að mér lætur illa iðjuleysið, — álít það til .skaða og spillis einstaklingnum og allri þjóð. Ég hefi aldrei hatt löngun til slíks lifnaðar, enda freistingin ekki mikil, því ég hefi ekki átt það stóran höfuðstól, að ég gæti lifað af rentunum, enda er ég aunars eðlis en ormarnir, sem s tgt er frá í gömlu riddarasög- unum að lægju á gullinu, þar til það tæki að tútna og bólgna. Þessar ástæður færi ég fyrir því. að ég er enn þá ekki kom- inn í tölu hötðingjánna, en höfð- ingjar eru þeir ta'dir, sem hafa ráð yfir miklum fjármunum, þungri buddu, þrýstnum maga og gylta festi íraman á. En eitt þykir mér skrítið, og það er, hve þetta orð, höfðingi, hljómar einkennilega í eyrum mínum, en líklegá statar það af heyrnar- leysi mfnu, og fær þar engi að gert. Höfðingil Höfðingi! Er það sá, sem sýgur, plokkar, nagar og kroppar þjóðarlíkamann í dauðateygjunum? Ekki getur það verið, því hann minnir mann of mikið á nálús, tii þess að hann geti heitið því nafni, en nálús er miklu fyrirlitlegri skepna en vargurinn, sem Knúti ber að sálga á Suðurpóli. Annars hefi ég heyrt, að Knútur geti ekki tengið tig til að drepa neitt dýr, því hann sé svo góður maður. En hann er samt ekki svo góður. að hann geti ekki sagt nei, ef honum liggur mikið á, og hann er heldur ekki svo góður, að hann geti ekki skipað sínum >assistentum« að segja sig fjarverandi, ef hann þarf að vera í næði að tala við höfðingja, Nicolaj, Jón hérna cementz eða Gvend blesa. Þetta kann nú að vera bara þrekieysi, hjartaveikl-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.