Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1897, Blaðsíða 30
—22—
hafði aptur saineinazt tveimur börnum
sínum. Hann bveiddi út faðminn og hröp-
aði: „Ó, móðir mín, og systir mín, og
bróðir minn, jeg er hjerna! lofið þið mjer
með ykkur!“ „Ekki enn,“ svöruðu þau.
Og stjarnan tindraði, eins og vant var.
Nú liðu nokkur ár, og drengurinn var
orðinn roskinn maður, oghárhans var tek-
ið að grána. Hann sat á stól við eidstæð-
ið, hryggur í hjarta og með andlitið baðað
í tárum;—þá opnaðist stjarnan fyrir sjón-
um hans, einu sinni enn.
Engil-systir hans sagði við leiðtoga
fólksins, sem að streymdi: „Er bróðir minn
kominn?"
Og hann svaraði: „Ekki hann, held-
ur liún dóttir hans.“
Og maðurinn, sem áður var drengur,
sá dóttur sína. sem hann var ný-húinn að
missa í blóma lífsins, standa þarna meðal
hinna annarra hurtförnu ástvina hans, eins
og himneska veru. Og hann sagði við
sjálfan sig: „Dóttir mín hallar sjer upp
að brjósti systur minnar ; hún hefur hand-
legginn utan um liálsinn á móður minni,
og hún brosir niður til hans iitla bróður
míns, sem stendur fyrir framan hana.