Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 3

Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 3
Litið yfir liðna tíð i. Árið 1942 er liðið. Það var á margan hátt viðburðaríkt og lærdómsríkt fyrir oss Islendinga, sem aðrar þjóðir. Heimsstyrjöld geisaði í algleymingi, þúsundir, hundruð þúsunda og milljónir manna létu lífið á vígvelli, óbreyttir borg- arar biðu bana í loftárásum, eldi og brenni- steini rigndi. Vér íslendingar sluppum að mestu við beinar árásir og ógnir þeirra. Guldum vér þó herguðinum vorn skatt, því að margir hraustir sjómenn létu lífið af völdum stríðsins, margar konur urðu ekkjur og mörg börn föðurlaus. II. í innanlandsmálum vorum gerðust margir merkilegir hlutir, en ekki voru þeir allir að sama skapi happadrjúgir þjóðinni, enda mun ekki til margra þeirra hafa verið stofnað með það fyrir augum. Árið hófst með því, að Framsóknar- og Sjálfstæðismenn settu lögin um gerðar- dóminn, þrælalögin svonefndu, í því skyni að berja niður með ofbeldi alla viðleitni hinna lægst launuðu til þess að bæta ofur- lítið kjör sín, á þeim mestu auðsöfnunar- tímum, sem yfir þetta land hafa gengið að fornu og nýju. Fyrir forgöngu og for- ystu Alþýðuflokksins var þessari árás mætt með gagnsókn af hendi verkalýðs- ins, sem orltaði að eyðileggja með öllu þessi lög, svo alþingi sá sér þann kost vænstan, að nema þau úr gildi að veru- legu leyti. Eins og kunnugt er, sat hér að völdum yfir sumarmánuðina stjórn Sjálf- stæðisflokksins. Helzta afrek hennar, og sem lengi mun verða í minnum haft, var að hleypa þeim fítonsanda í dýrtíðina og verðbólguna hér í landi, að dýrtíðarvísi- talan hækkaði á þessum mánuðum um hvorki meira né minna en 91 stig. Ýms önnur smærri afrek vann hún einnig, þó að Kyndill hafi ekki rúm til þess að telja þau öll upp. Minna má þó á afnám Bif- reiðaeinkasölunnar og bílapólitík og kassa- úthlutanir fjármálaráðherrans. — Heyrzt hefir að síldarmjölið hafi runnið í óvenju- lega stríðum straumi í viss kjördæmi landsins o. s. frv. ' En þó að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- ins færi með völd í stuttan tíma, mun hennar lengi minnzt sem vesælustu og úr- ræðalausustu stjórnar, : sem farið hefir með völd í þessu landi. Það var ekki eitt heldur allt í fari hennar og stjórnarhátt- um, sem orsakar slíkan dóm. III. í þeim tvennum alþingiskosningum, sem fram fóru á árinu, vakti fylgisaukning 1 IC Y N D I L L

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.