Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 7

Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 7
íiifinningar gagnvart börnum sínum? Var það mögulegt, að hann gæti nú hatað Ama- iiu, sem hann hafði elskað, þegar hann var ungur? Hann varð að viðurkenna, að hann hafði þessar tilfinningar bæði gagnvart Amalíu og börnunum. Tómas reikaði áleiðis heim eins og drukkinn maður. Hugsanirnar kvöldu hann. Þetta hatur, sem hann bar í brjósti til sinna nánustu, var nú grimmilegra en áður, þó að hann í hjarta sínu hefði við- bjóð á slíku. Skyldi hann vera verulega vondur maður, — fyrst hann hataði konu sína og börn þeirra? Það þjáði hann mest, hve einmana hann var. Og nú var hann á leið heim til Amalíu til þess að finna köld augu hennar hvíla á sér eins og skugga. Hann átti að sjá rann- sakandi augnaráð barnanna, — þau höfðu særandi sVip, þegar þau horfðu á hann, þó að hann gæti að minnsta kosti vænzt nokk- urrar hæversku af þeim, vegna þess að það var þó honum að þakka, að þau höfðu fengið tækifæri til þess að menntast. I þrjá mánuði hafði hann nú barizt við þetta brjálaða hatur og löngunina eftir að yfirgefa heimilið. En ennþá var sem á- byrgðartilfinningin gagnvart þeim væri sterkari en viðbjóðurinn, sem hann hafði á að umgangast þau. Að hann aðeins hefði verið áfram í Kanada! Ó, að þetta ömur- lega líf væri í þúsund mílna fjarlægð. Fyrir nokkrum mánuðum síðan hafði hann komið heim eftir fjórtán ára fjar- veru. Hann gat vel skilið, að árin hefðu myndað nokkuð bil milli hans og hinna fjögurra. A þessum tíma höfðu börnin vax- ið upp — nú voru þau öll yfir tvítugt, höfðu öll lokið stúdentsprófi og stunduðu framhaldsnám. En hann vissi, að Amalía átti sök á fyrirlitningunni, sem hann varð fyrir hjá börnunum. Því að frá þeirri stundu, er hann hafði sagt Amalíu, að hann kæmi heim sem fátækur maður. hafði hún stöðugt reynt að fjarlægja börn- in meira frá honum, af því að hann vildi ekki fara aft.ur. Stöðugt reyndi hún að fá þau til þess að hafa áhrif á hann með að fara aftur. Fyrir aðeins þremur dögum síðan hafði hann heyrt hana segja við Rut, að það væri lélegur faðir, sem vildi koma svona heim og vinna sem sorphreinsari. Eins og sú vinna væri óheiðarlegri en önnur! Og þó var Amalía ekki of fín til þess að éta sig metta fyrir þá peninga, sem hún í rauninni fyrirleit. Tómas var viss um, að hið slæma ástand á heimilinu var Amalínu sök, og átti rót sína að rekja til þess, að hún hafði. eins og þegar hann kynntist henni fyrir tutt- ugu og fimm árum, sjúklega þrá eftir þjóðfélagslegu áliti. Hún hélt mikið upp á fína kunningja og stóð í ströngu við að klína sér utan í fólk, sem þjóðfélagslega var hærra sett en hún. Að hann á sínum tíma fór burtu, var vegna hinna eilífu prédikana Amalíu um, að hann ætti að yfirgefa smiðjuna og skapa sér þá aðstöðu í hinu framandi landi, að börnin þeirra gætu fengið að menntast. í tvö ár hafði hún áreitt hann með þessu, þar til hann hafði farið vegna barnanna og til þess að losna við hið sífellda nauð um að hætta að umgangast verkamenn. Fyrir löngu síðan — áður en hann fór — höfðu þau hætt að heimsækja vinnufélaga hans og konur þeirra. Amalía hafði smám saman móðgað flesta kunningja hans. Hann hafði árangurslaust barið í borðið og ásakað hana fyrir sjúklega viðleitni hennar til að umgangast kennara og skrif- stofufólk. Fyrir Amalíu voru það lög að fyrirlíta þá stétt, sem hún var sjálf komin af. — Börnin okkar skulu sannarlega ekki verða verkamenn — þau eiga að verða menntað fólk! Ekki smiðir, ekki verka- 0 KYNBILL

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.