Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 10

Kyndill - 01.04.1943, Blaðsíða 10
Litið yfir liðna tið frh. af 3. síðu. að segja, að þeir reyndust vera þeir sömu og áður, allra manna dyggastir þjónar og verðir lýðræðis og þingræðis fyrir kosn- ingar, en alveg öfugt strax að kosningun- um loknum. Alþýðan á íslandi hafði nú loks eignazt málsvara sinn og frelsara, ef dæma átti eftir fyrirheitum kommúnista fyrir kosn- ingarnar. Þeir ætluðu svo að mynda vinstri stjórn strax að kosningunum loknum og þá skyldi nú varpa út í yztu myrkur milljóna- mæringunum í Kveldúlfi og annars staðar, réttlæti og friður skyldi ríkja og andi frels- isins svífa yfir vötnunum. — En svo kom bara þessi skratti fyrir. Þeir urðu að segja ákveðið hvort þeir ætluðu að standa við þetta eða ekki. — Og þá urðu þeir að lýsa því yfir, að þeir höfðu ekkert meint með öllu þessu tali sínu. 4. Alþýðuflokkurinn fór að öðruvísi. Hann kollvarpaði mestu árás, sem gerð hefir verið á verkalýð þessa lands, gerð- ardóminum. Hann flutti og bar fram til sigurs frum- varpið um jafnari rétt fólksins í landinu, kjördæmamálið. Hann lagði fram tillögur sínar í dýrtíðarmálunum. Eftir þeim til- lögum fer núverandi ríkisstjórn að miklu leyti í baráttu sinni gegn dýrtíðinni. Alþýðuflokkurinn talaði minna um vinstri stjórn eftir kosningarnar, en hann GERÐI allt, sem hann gat til þess að koma henni á og bjarga með því virðingu al- þingis. Þingmenn flokksins flytja nú enn sem urför, og samtök þess einangrast meira og meira. Gunnar Vagnsson. íyrr mörg frv. til stórkostlegra hagsbóta fyrir almenning í þessu landi. Nægir í því efni að benda á t. d. orlofsfrumvarpið, frv. um breytingar á lögum um verkamanna- bústaði, um breytingar á alþýðutrygginga- lögunum o. s. frv. En Alþýðuflokkurinn gerir þetta án þess að blása bumbur og knýja horn. Hann vinnur í samræmi við hugsjón sína, fyrir framtíðina, berst fyrir hverju góðu mál- efni, fyrir hugsjón socialismans. Hann treystir á dómgreind fólksins, veit að það kann að greina rétt frá röngu, satt frá lognu. Þess vegna sinnir hann meira hinu hagnýta starfi en áróðursherferðum að dæmi kommúnista. I VI. Kyndill óskar öllum lesendum sínum árs og friðar á þessu nýbyrjaða ári. Væntanlega greiðist eitthvað á árinu úr þeim svörtu skýjum, sem grúfa nú yfir heiminum. Lýðræðið og mannréttindin munu færast nær lokatakmarki sínu, að vinna bug á harðstjórninni og kúguninni. En því aðeins eigum vér bjarta framtíð fyrir höndum, að vér sjálfir brestum ekki þegar á reynir. Framtíð lýðræðisins, frelsisins og soc- ialismans í þessu landi hvílir á herðum yðar, ungu menn og konur. Megi gifta lands vors vera svo mikil, að þér bregðist aldrei þeirri hugsjón. Einu sinn, þegar Göbbels tók á móti erlendum blaðamönnum, sneri hann sér að blaðmanni frá Bandaríkjunum og sagði. ,,Ef Roosevelt hefði stormsveit eins og Hitler, væru engir glæpamen lengur til í Bandar í k j unum' ‘. „Yðar hágöfgi hefir á réttu að standa“, svaraði blaðamaðurinn, ,,því að þá væru þeir allir orðnir stormsveitirforingjar fyr- ir löngu“. K YNDILL 8

x

Kyndill

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kyndill
https://timarit.is/publication/401

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.