Alþýðublaðið - 18.04.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.04.1923, Blaðsíða 2
2 ALÞYDUBLA ÐIÐ TrúM bann eigin orðnra? í viðtali við Morgunblaðið, sem birt er í því blaði 6. jan., segir hr. Eggert Claessen banka- stjóri, sem þá er nýkominn heim úr 4^/2-mánaðar-siglingu (London, Kaupmannahöfn, New York og víðar), að hann hafi útvegað íslandsbanka lán, er svaii til 4 milljóna íslenzkra króna. Tíðindamaður Mgbl. spyr, að hve miklu fleyti þessi nýju ián bæti úr viðskiftavandræðunum hér, og því svárar Claessen á þessa leið: >Þessi Ián ættu að geta trygt nægiiegt rekstursfé verzlunar- og framleiðsiufyrirtækja lands- manna, sem nú verða að vera rekin þannig, að þau geti end- urgreitt reksturslártsíéð árlega. En þau bæta ekki úr þeirri brýnu þörf, sem á því ei að út- vega landsmönnum löng fast- eignalán. Til þess þarf að vera mögulegt, að selja utanlands tjpðdeildarbréf okkar.< (Síðan kemur, hvað hann háfi athugáð f þessu máli, en ekki kemur það við því, sem hér er gertað umtalsefni, og er því slept). Menn taki eftir orðum Claes- sens: ,.Pe8si lán œttu að geta trygt nœgilegt rekstursfé verzlunar- og framleiðslufyrirtœkja.11 Eins og sjá má af því, sem á eftir þeim fer og tiifært er hér að framan, er ekki um það að villast, að Claessen með þeim tekur af öll tvfmæli um það, að með þessum lánum álíti hann að bætt sé úr fjárhagsvandræðun- um, að því leyti er snertir verzl- unar- og framleiðslufyrirtœki. Og enginn þarf að efast um, að þessi orð séu rétt höfð eftir. Enginn efast um, að Ciaessen hefði leiðrétt, ef ekki hefði verið haft rétt ettir honum. Einurðina mun hann ekki vanta. Allir vita nú og það fyrir löngu, að þessi lán, sem Claes- sen* útvegaði, hafa ekki bætt úr kreppunni, enda munu þau vera töluvert minni en Claessen lét uppi við Morgunblaðið. En hvers vegna hatði Claes- sen þessi orð við Morgunblaðið? Hér geíur verið urn tvent að ræða. Annáð er þ ð, að hann hafi meint það, sem hann sagði, þ. e. verið svo barnalegur að halda, að með þeasum lánum vært bætt úr kreppunni. Hafi svo verið, sýriir það, hve furðu litlir eru fjármálahæfiieikar manns- ios. Enda er það tvent nokkuð óííkt að vera hæfur fjármáia- maður og hitt að vera dugandi málaflutningsmaður f landi, þar » sem dómararnir eru þannig, að mál vinnast, þegar þau eru sótt með nógu miklu kappi, — að ég segi ekki trekju. Þettá var þá nnnar möguleikinn. Hinn er, áð Claessen hafi ekki meint þetta. En því sagði hann það þá? Ja, — um það gefur Morgun- blaðið ef til vill nokkra bend- ingu, Það endar sem sé grein- ina, sem viðtalið við Claessen er í, með þessum orðum: >Mega því allir vera vel ánægðir með árangurinn af för hr. Eggerts Claessen til útlanda.« Hafi Ciaessen sagt orð þau, I sem gerð eru að umræðuefni í grein þessari, móti betri vitund — og margir munu yeigra sér að trúa því, að hánn sé svo iítill fjárraáiamaður, að hann hafi sagt þetta í hjartans ein- feldni —, þá eru þessi tilfærðu orð Morgunblaðsins vel skiljan- leg. Það er ekki ósenniiegt, að hr. Claessen hafi fundfst sjálfum, að árangurinn af hálfs fimta mánaðar ferðalagi sínu væri nokkuð rýr, og að hánn hafi talað orðin, sem allir sjá núna að voru barnaleg, til þess að breiða yfir hve lítill, árangurinn af ferðinni hafi verið. Nú veit hr. Claessen jafn-vel og aðrir, að það er skamm- góður vermir, þetta með skóinn, að helþa í hann heitu vatni. Hann hlaut því að vita, að það stoðaði ekki að fara að segja það, sem allir gátu séð eftir stuttan tíma að var rangt, og óhugsandi er, að hann grfpi til annars eins, nema hann áliti annaðhvoJ't stöðu sfna í bank- anum eða bankann sjálfan standa svo tæpt, að hér þyrfíi slíkra örþrifaráða við. Nú er sagt, að Claesssn sé ráðinn tii fimm á.ra í bankanum, og hann ætti sem bankastjóri að hafa einhver ráð til þess að geta trygt sér alt kaupið fyrir fram, þegar hann sæi að bank- inn væri að fara yfir um. Reyndar mundi þsð kosta nokkra fyrirhöfn, þvf árskáup Ciaessens er 40 þúsundir, en samkvæmt yfirliti yfir hag bankans 31. jan. í nýútkomnu Lögbirtingábiaði hefir bankinn þá bált í sjóði að eins 36 þús. 230 kr. 93 aura, þö hann á sama tíma Jiafi á átt- undu milljón króna í umferð. En þegar á alt er litið, er þó sennilegt, að hr. Claessen þykist geta náð kaupi sínu, og að hann hafi sagt þessi margumræddu orð af því, að hann hafi álitið, að bankinn þyrfti á þeim skamm- góða vermi að halda. Nema þá, að hitt sé hið sanna, að hann hann hafi trúað þessu sjálfur, og íjáimálaframsýni hans sé svona lítil. Niðurstaðan verður þá þessi: 1. Hafi hr. Claessen haldið að hann væri að segja satt, er hann svo lítill fjármálamaðuf, að hann I er óhælur sem bankastjóri, enda er álíka gáfulegt að álykta, að sá, sem hafi málaflutningsmanns* hæfileika þá, sem getið er um hér að framan, hljóti éinnig að vera góður fjármálamaður, eins og" að halda, að Þorlákur Narfason, sem barði jafnmikinn skít á túni á einum degi eÍDs og aðrir á þremur, hafi þá líka hlotið að hafa hæfiieika sem úr- smiður. 2. Hafi hr. Claessen hins veg- ar sagt þetta móti betri vitund, hefir það verið gert í blekkinga- skyni, og hann er þá óhæfur til þess að vera banknstjóri við heiðarlegan hanka. Hins vegar er hann þá ágætiega fallinn til þess að stýra banka, sem >rambar á helvítis barmi« og þarf að halda uppi með stöðugum skóveigjum. Dufþakur. Geðveikrahælið á „Litla KIeppi‘í Af því að konan Guðfinna Ey- dal hefir lýst helztu og aðai- dráttuuum úr aðferð iæknisigs

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.