Afturelding - 01.12.1934, Blaðsíða 1

Afturelding - 01.12.1934, Blaðsíða 1
LANDSaÓKASAFf,'! JTC 135593 AFTUREIDIMfi „Vökumaður, hvað líður nóttinni?" Vökumaðurinn svarar: „Morguninn kemur, og þó er nótt. Komið út með vatn á móti hinum þyrstul" og... „fœrið flóttamönnunum brauð". Jes. 21,12.14. 1. ÁRíi. DESEMBER 1934 1. BLAI) Dagur lífsins, JESÚS. BFTIR JÓNAS S. JAKOBSSON. /Uá sólin gekk undir, ég sat út við seginn. Ég sá hvernig nóttin tók völd eftir daginn. Ég horfði á sólina gullstöfum glitra, og geislana síðustu á öldunum titra. Ég leit upp til himinsins heiðblárra sala. Þá heyrðist mér Drottinn frá upphæðum tala. Hann benti mót sólroðans sindrandi flóði. Mér sýndist hver Ijósstafur verða að blóði. Mér fannst eins og droparnir falla í sæinn og felast í bárum, sem minning um daginn. Himininn sveipaðist blóðrauðum bjarma, hvar birtan og skuggarnir féllust í arma. Ég kyrrlátur skoðaði kvöldroðans geima, og hvarvetna myndir ég eygði fram streyma. Ég horfði á píslanna hildarleik stranga, ég „harmkvælamanninn" i dauðann sá ganga. Hann var eins og Ijósbjartur, lýsandi dagur, krýndur í dauða, sem kvöldroðinn fagur. Ég sá, hvernig Jesús var svipunum sleginn, ég sá, að hans þverraði kraftur og megin. Ég sá, hvernig líkaminn litaðist blóði, sem Ijóshvolfið bláa af kvöldroðans flóði. Ég horfði á þegnanna þyrna fram rétta. Ég þreklega hermenn sá kórónu flétta. Ég sá, er þeir lyftu upp kranzinum kvala. Leit kappana hlæjandi að baki hans tala. Ó, sjá, hversu þyrnarnir svíða og brenna. Ó, sjá, hvernig blóðið er farið að renna. Frá sárum á enni það sígur og flæðir. Ég sé, hvernig stöðugt í augu hans blæðir. Sól er að hníga, hún sezt bak við æginn, nú síðustu geislarnir minnast á daginn. Og kvóldroðinn dreifist um himininn háa, sem hverfandi flóð út í geimdjúpið bláa. Þar lít ég sem tárperlur, liðnar úr minnum, sem litast af blóði á Frelsarans kinnum. Kvöldroðinn sígur, það syrtir um heiminn. Ég sendi mitt hróp út í ómælis geiminn. Svo lit ég það hverfa mót Ijósinu bjarta, og læðast að deyjandi Frelsarans hjarta. Þótt nóttin mig gripi með geisandi armi, ég græt ekki framar af trega né harmi. Nú flý ég til dagsins, því húmið ég hata, þar hlyti ég bráðlega sál minni að glata. Ég flý yfir hafið, þar finnst enginn vegur. í faðmlög sín djúpu mig kvöldroðinn dregur. Þvi kvöldroðinn sýnir mér konungsmynd bjarta. og krossfestan Jesú með blæðandi hjarta. Þá kvöldroðinn hnigur, er dagur að deyja, og dimmasta nótt sína baráttu að heyja. Þá Jesús á krossi var kvalinn í dauða, hann kom fram með sáttmála-tákninu rauða. Hann hvarf líkt og dagur, sem ei fær þó enda, sem öld eftir öld megnar birtu að senda. Hve Ijúft er við kvöldroðans kyrrlátu strendur, að kasta sér ferðlúnum dagsins í hendur. Þess dags, sem er Guðsríkis dýrðlegur vegur, sá dagur er Jesús, hann til sín oss dregur. Það skeður við sólarlags síðasta bjarma, að syndarinn kastar sér Drottins í árma. Ég meina: Hinn fullkomni frelsis vegur, er fórnar dauðinn, sem Jesús leið. Borgarnesi, 11. apríl 1934

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.