Afturelding - 01.12.1934, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.12.1934, Blaðsíða 7
AFTURELDING ENSIO LEHTONEN: LITLA, HVÍTA LAMBIÐ Þýtl hefir ERIC ERICSON, úr sœnsku. I. Frelsaður úr gini krókódílsins. „Naftali, komdu með mér niður að ströndinni. Ég hefi nýjan bát, sem ég hefi búið til úr sefi. Þú mátt eiga gamla bátinn minn“. „Ég kem undir eins“, svaraði Naftali ákafur, „en ég verð fyrst að hlaupa heim og segja mömmu, hvert ég fer“. Mera, sonur egipska hirðmannsins, beið með ó- þreyju eftir Naftali, leikbróður sínum, Israelsætt- ar. Naftali hafði hlaupið heim til sín, en heimilið var lítilfjörlegur moldarkofi. „Sjáðu, er hann ekki fallegur, báturinn minn? Sennilega getur hann siglt alla leið til lands sólar- Iagsins“, hrópaði Mera, þegar Naftali kom aftur. En Naftali svaraði engu. En tárin stóðu í aug- um hans. „Hví svarar þú engu?“ spurði Mera undrandi. „Mamma grætur“. „Hví grætur hún? Er hún veik eða hafið þið ekki mat?“ Naftali fór að hágráta. Hann gat tæplega komið upp orðunum: „Þeir deyddu hann-------litla bróð- ur minn,---------sem var-----------svo inndæll. Þess vegna grætur mamma“. „Skiptu þér ekki af því“, sagði Mera hughreyst- andi. „Lögin eru þannig hér í Egiptalandi, það TILKYNNING. Hér með viljum við senda út fyrsta blaðið af Afturelding með innilegri bæn um, að það verði til blessunar. Tilgangur okkar með þessu blaði er það, að flytja greinar, andlegs efnis, smásögur og vitnisburði, ásamt fréttum frá starfinu á ýmsum stöðum á landinu og bréf frá vinum víðs vegar að. Með Drottins hjálp viljum við reyna að gjöra blað- ið sem fróðlegast og innihaldríkast, svo að það verði þeim til uppbyggingar og gleði, sem lesa það. Eins og það er hin mesta vansæla að vera í ósátt við Guð, að vera reiðinnar barn, eins getur engin sæla hugsast meiri en sú, að vera í friði og sátt við Guð, vera Guðs barn, sem elskar Guð og er elsk- að af honum. Og því gagnteknari, sem maður verður af náðar- velgerðum Guðs, því innilegri gleði hefir maður af að úthella sem tíðast hjarta sínu fyrir honum í bæn og þakkargerð. „Dýrð sé Guði í hæstum hæðum, hrósi jörð hans ástargæðum“. Bréf frá Betel, Vestmannaeyjum. Söfnuðurinn hér naut þeirrar miklu gleði, að fá að bjóða tvo trúboða velkomna til Islands, þegar safnaðarstjórinn kom aftur úr ferð sinni til Sví- þjóðar. Það var Carl Andersson frá Svíþjóð, sem verður hér dálítinn tíma, eftir því sem Drottinn bendir til, og hins vegar Sigmundur Jakobsen frá Noregi, sem hefir köllun Guðs til að starfa á Is- landi. Fyrst um sinn verða þeir hér í Vestmanna- eyjum; en svo er tilætlunin, að hefja starf á fleiri stöðum, eftir því sem Drottinn opnar dyrnar. Hér í Eyjum höfum við það dýrmætt, og blessun Guðs hvílir yfir starfinu. En við vonumst eftir, að Drottinn láti himinskúrir blessunar sinnar falla yfir þetta land. Við höfum líka fengið þær gleðifréttir, að Guð hafi sent trúboða, norska stúlku, til Siglufjarðar, og að Guð starfi einnig þar. Við bjóðum hér með þessa systur hjartanlega velkomna til landsins. — Drottinn blessi systkinin á Siglufirði. Hjartanleg- ar kveðjur til allra vina á Islandi. 7

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.