Afturelding - 01.12.1934, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.12.1934, Blaðsíða 8
AFTUREliDIHIG hefir pabbi minn sagt. Öll sveinbörn ísraelsmanna eiga að deyja, það hefir Faraó fyrirskipað. Og Faraó er vissulega sonur Guðs“. Þá brá leiftri úr augum Naftalis. „Faraó er alls ekki sonur Guðs. Þið þjónið skurð- goðunum. Hinn sanni Guð býr á himnum, og þang- að fór litli bróðir minn, þegar hermenn Faraós deyddu hann“. „Segðu ekki slíkt“, sagði Mera aðsvarandi. „Ef einhver af þjónum Faraós heyrði orð þín, þá mundu þeir sennilega miskunnarlaust berja þig til bana. Hinn sanna Guð höfum við heima og í goðahofinu. En komdu nú, svo förum við niður að ströndinni“. Þeir gleymdu óðara þrætuefninu. Þeir hlupu nú gegnum laufskóginn og undir voldugum pálmum eftir krókóttum vegi, sem lá niður að fljótinu. f f jarska heyrðust hin tilbreytingarlausu högg stein- höggvaranna og hin reiðilegu köll verkstjóranna, þar sem faðir Naftalis vann hina hörðu þræla- vinnu, frá því snemma á morgnana og þangað til seint á kvöldin. Þegar Naftali og systur hans sváfu í hinum hörðu hvílurúmum sínum, þá var hann að byggja, ásamt þúsundum öðrum þrælum, stóran pýramída. Hann var byggður við jaðar eyðimerk- urinnar, og á, á sínum tíma, að verða gröf Faraós. Nú voru drengirnir komnir niður að fljótinu, og með fram því óx hátt sef. Þar sem götutroðning- urinn náði niður að ströndinni, var búið að skera sefið. Þar gátu menn baðað sig. Og þar höfðu drengirnir oft og mörgum sinnum leikið sér með báta sína. Nú átti Naftali líka fallegan sefbát, og Mera brann af forvitni að fá að sjá, hvernig nýi fallegi báturinn hans sigldi. Hið volga, grugguga vatn slettist á hina beru, sólbrenndu líkami drengjanna, þegar þeir óðu út frá ströndinni. Langa leið urðu þeir að vaða, þang- að til að bátarnir gátu siglt hiklaust. Það var sem sé mjög grunnt við ströndina. „Sjáðu, Naftali, hvernig báturinn minn siglir. Hann siglir svo fallega, að bylgjurnar freyða kringum hann“. „Báturinn minn er líka fallegur. Mér þykir svo vænt um, að þú gafst mér hann. En nú festist hann þarna úti í sefinu.“ Straumurinn hafði hrakið bát Naftalis út í sefið. Hann flýtti sér að sækja hann. En þá sá Mera eitthvað hræðilegt. Hann kom ekki upp nokkru orði. Allur líkami hans skalf sem lauf fyrir vindi. Við sefið lá stór og hræðilegur krókódíll. Rauða, ferlega ginið á honum var uppglennt og með aug- unum fylgdi hann Naftali eftir með græðgi, sem nú færðist nær fet fyrir fet. Að einu augnabliki liðnu, hlaut Naftali að vera kominn í ginið á kró- kódílnum. Þá titraði Mera af yfirnáttúrlegum krafti, og vöðvar hans stæltust, og hann hrópaði eins og drukknandi maður, svo að undir tók allt í kring: „Naftali!“ Og samstundis kastaði hann nýja bátn- um sínum beint í ginið á krókódílnum. Þá sá Naftali skrýmslið. En nú var hann úr allri hættu. Af hræðslunni hafði krókódíllinn stungið sér í djúpið með nýja bátinn hans Mera. Drengirnir óðu þegjandi að ströndinni. Þessi síðustu augnablik höfðu verið svo hræðileg, og nú þegar taugaspenningurinn var úti, gátu þeir ekki annað en tyllt sér niður á fallinn pálma. Þar sátu þeir og störðu út yfir fljótið. „Mera, þú bjargaðir lífi mínu“, sagði Naftali loksins. Hrollur fór um hann, þegar hann hugsaði til þess, að ef Mera hefði ekki hjálpað honum, þá mundi krókódíllinn nú hafa marið hann milli tann- anna. „Já, guðirnir hjálpuðu mér“, sagði Mera. „Fyrst var ég eins og lamaður, en svo fékk ég undursam- legan kraft“. „Guð hjálpaði þér“, sagði Naftali með lágri rödd, eins og við sjálfan sig. Hann hóf upp höf- uðið og renndi augum yfir blaktandi krónur pálm- anna, upp til hins bláa himins, þar sem Guð býr. Augnaráð hans var gagntekið af þakklæti við Guð, sem gefið hafði Mera kraft til að bjarga honum. Langa hríð mæltu drengirnir ekki eitt orð frá vörum. Báðir voru sokknir niður í djúpar hugs- anir. — En loksins hugkvæmdist Naftali, hvað gerst hafði. „Krókódíllinn fór á burt með nýja bátinn þinn“, sagði hann, eins og hann vildi biðja afsökunar. „Já, það gjörði hann“ „Og straumurinn tók bátinn minn“. „Við skulum ekki hugsa um bátana“, sagði Mera hughreystandi. „Það var betra, að skrýmslið fengi bátinn, en hann hefði fengið þig. Og við getum smíðað okkur nýja báta“. (Frh.) s STEIDÓRSPREIT H.F.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.