Afturelding - 01.07.1943, Blaðsíða 1

Afturelding - 01.07.1943, Blaðsíða 1
V Frá sumarmótinu á Akureyri. Föstudagskvöldið, 18. júní, runnu áætlunar- bílarnir inn á Akureyri, í köldu og hráslagalegu veðri. Þá kom fyrsti hópurinn, sem var að koma á sumarmótið, um 50 manns. Á bifreiðarstöðinni voru margir af Akureyrarvinunum til þess að taka á móti gestunum. Eftir fáeinar mínútur var allur liópurinn kominn inn í samkomuhúsið Zí- on. Þar voru allir lesnir í sundur með nafnakalli og sérhverjum vísað til vistarveru sinnar. Þeg- ar bróðir Ramselius stóð fyrir framan söfnuð- inn með nafnaskrána í hendinni og kallaði upp eitt nafnið af öðru, brá fyrir ofurlítilli mynd af því, sem Opb. 20, 11—15 segir að verða muni á liinum efsta degi. Eins og engum í Zíon á Ak- ureyri, þetta kvöld, datt í hug að hreyfa hinum minnstu mótmælum, svo verða engin mótmæli fundin, þegar dómari lifenda og dauðra kallar upp nöfnin á hinni efstu stundu. Um átta daga aðeins voru örlög okkar á Akureyri innsigluð, en fyrir hvíta hásætinu verða þau innsigluð um alla eilífð. Frelsið fyrir persónulega trú á Drott- in Jesúm og þjónustu í kærleika er aðgöngumið- inn að vistarverunni hægramegin við dómarann mikla. Matt. 25, 31—40. Innan stundar var sérhver kominn til síns heimkynnis, og norðlenzk voraldar-nótt breiddi sína blessuðu værð yfir þreytta ferðamenn. Næsta morgun vöknuðum við við úrsvalan dag af norðri, og dimmur skýjabakki, sem byrgði fyrir mynni Eyjafjarðar og huldi himin allan, gaf til kynna

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.