Afturelding - 01.07.1943, Side 2
38
AFTURELDING
AFTLRELDING
kemur út annan hvern mánuð og verður 70—80 síður
á ári. Argangurinn kostax kr. 3,00 og greiðist 1. mal
Verð í Vesturheimi 1 dollar og á Norðurlöndum kr.
5,00. I iausasölu kostar blaðið 50 aura hvert eintak.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eric Ericson.
Ritstjórn og afgreiðsla: Hverfisgötu 44, Reykjavík.
Slmi 524 2. — Prentsmiðja Jóns Helgasonar.
— OTGEFANDI FILADELFIUFORLAGIÐ. —
að meira væri í aðsigi. Kuldi og regn hjálpuð-
ust til að bursta af okkur ferðarykið fyrsta dag-
inn á Akureyri.
, Sunnudaginn, klukkan 4, var svo móttökusam-
koma. Bróðir Ramselius opnaði samkomuna og
bauð alla velkomna, sem þá voru komnir. Hann
las 45. Davíðssálm og lagði út af honum. Þar
fór hann með okkur um fagran garð, livar mörg
og fögur blóm var að lesa. Enn voru ekki allir
komnir, en margir komu það kvöld og næstu
daga, unz þátttakendur voru orðnir meira en
hundrað manns. Trúsystkini okkar frá Isafirði
gátu þó ekki komið fyrr en aðfaranótt laugar-
dags, því miður. Samgangnaleysi kemur niður á
ölhun — einnig hvítasunnufólkinu. Á móttöku-
samkomunni 'fannst tvennt skyggja á. I fyrsta
lagi: einn gestanna var orðinn veikur. Það var
systir að sunnan, sem hafði orðið kalt og virt-
ist nú vera búin að fá brjósthimnubólgu. I öðru
lagi var mjög ljótt útlit með veður, en það lief-
ir ávallt mikil áhrif á svona mót. Á þessari sam-
komu var því ákveðið, að allir skyldu þrengja
sér inn fyrir auglit Drottins og biðja liann um
bót á þessu tvennu. Þá þegar ákölluðu allir Drott-
in í brennandi bæn. Eftir bænina höfðu margir
orð á því, að þeir hefðu fengið trúarfullvissu
um bænheyrzlu, meðan þeir báðu.
Daginn eftir, mánudag, kom systirin, sem veik
hafði verið, heilbrigð á samkomuna klukkan 4.
Kenndi hún aðeins nokkurs máttleysis, sem hvarf
þó fljótt. I sama mund og samkoma þessi var
að byrja svifti liinum úrsvölu skýjum af himn-
inum og geislaflóð sólarinnar helltist yfir bæ og
byggð. Það er ekki liægt að lýsa þeim hughrif-
um, sem þessar tvær bænheyrzlur, gefnar á sömu
stundu, höfðu á trúaða fólkið. Sem einn maður
reis allur söfnuðurinn úr sætum sínum og gaf
Guði dýrðina fyrir þessar undursamlegu bæn-
heyrzlur. — Hélzt síðan óslitin veðurblíða með
miklu sólfari allt mótið til enda. Það var því
ekki fjarri sanni, sem eyfirzkur bóndi sagði við
mig, er hann hafði spurt mig nokkuð eftir Hvíta-
sunnuhreyfingunni: „Og svo hafið þið komið
ineð sólina og sumarið með ykkur, minnsta kosti
liingað í Eyjafjörð“. Ættum við ekki að taka
lærdóm af þessu, og biðja Guð þess, að við fær-
um alls staðar með sól liins eilífa sumars með
okkur, þar sem við förum um bæ og byggð þessa
lands á ókomnum árum?
Hófst nú mótið með þrem föstum samkomum
á degi hverjum, í 8 daga, að laugardeginum und-
anskildum; þann dag var tilhö^gunin nokkur önn-
ur. Bænasamkomur voru kl. IOV2, biblíulestrar
kl. 4 og vakningasamkomur kl. 8.
Biblíulestra héldu þessir: Á mánudag: Ás-
mundur Eiríksson. Hann gekk út frá Opb. 3,
1—13. Benti hann á, hvernig hvítasunnuhreyf-
ingin hefði rutt sér rúm í heiminum. En eftir
því, sem hún fengi meiri viðurkenningu, væri
hættan sú, að einstaklingarnir kepptu ekki nóg-
samlega eftir hinu Andans fyllta lífi og krafti
Guðs, eins og brautryðjendurnir hefðu gert. Þá
gætu menn staðið uppi dag einn með fræðilega
kenningu eina, en kraftinn og reynsluna vant-
aði í lífið. Að lokum tók hann dæmi af því, er
Kristur vafði saman bókina í samkunduhúsinu
í Nazaret og rétti hana að þjóninum. Þannig,
sagði Á. E., að við vefðum Biblíuna einhvern-
tíma saman í síðasta sinn og réttum hana að þeim
þjóni, sem kæmi í stað okkar í þjónustu Guðs
ríkis. Við þurftum því að skila af okkur boðun-
inni og starfinu í heild, þannig að það væri sönn
útlegging á því, sem í Biblíunni, stæði. Þá legði
þjónninn, sem af sér skilaði, ábyrgðina, sem felst
í þessum orðum, réttilega á herðar þeim sem við
tekur: „Minnst þú því hvernig þú tókst á móti
og heyrðir, og varðveit það“. Opb. 3, 3.
Biblíulesturinn á þriðjudaginn liafði Nils
Ramselius. Efni sitt byggði hann að nokkru á
Gal. 5. og 6. kap., en fór annars víða gegnum
Orðið. Dró hann fram viss frumskilyrði fyrii
því, að við næðum sama marki og Páll postuli
— jafnt í kenningu og lífi. Guðs börn þurfa að