Afturelding - 01.07.1943, Síða 3
AFTURELDING
89
frelsast frá lioldinu, sagði bróðir R., ekki siður
en frá djöflinum og heiminum. Tók liann að
siðustu dæmi af Móse, er liann drap Egyptann.
Þar kom fram armur lioldsins, er skilur ávallt
eftir sig dauða í staðinn fyrir líf í þjónustu Guðs
ríkis. Frelsið í hinni réttu mynd, sem er hið frjó-
berandi líf, kemur ekki til sýnis, fyrr en við höf-
um dáið frá okkur sjálfum. Þetta er mark Guðs
með okkur, hvort sem hann þarf að fórna til
þess 40 áriun æfi okkar, eins og var með Móse,
eða fáum árum aðeins.
Miðvikudag: Eric Ericson. Efni lians var lækn-
ing fyrir trú. Hann gekk út frá 2. Mós. 15, 26.
Tók síðan fjölmarga staði aðra, einkvun úr Nýja
testamentinu og sýndi fram á, að lækningar fyr-
ir trú voru mjög áberandi á dögum Krists og í
frumkristninni. Dvaldi hann og nokkuð við þann
lyfseðil, sem öllum veikum, er trúa á Drottin,
er gefinn í Jak. 5, 13—16. Þegar hann liafði lok-
ið máli sínu, voru nokkrir sjúkir smurðir og
beðið fyrir þeim samkvæmt þessu orði. Manna
á milli sögðu sumir frá því seinna, að þeir hefðu
fengið bót. Bezt hefði verið, að þeir hinir sömu
hefðu vitnað um það á samkomum.
Fimmtudag: Birger Ingebrigtsen. Það er norsk-
ur hvítasunnubróðir, sem starfar, sem trúboði á
vegum norska hersins. Hann dró fram nokkur
alhliða og þýðingarmikil atriði frá Guðs Orði,
6em gátu verið holl íhugunarefni fyrir alla trú-
aða. Þótt „smurning“ trúarlífsins, eins og hann
nefndi það, væri mikil hjá sumum, þá bæri að
varast að dæma trúarlíf annarra, sem sýndust
ekki hafa eins mikla „smurningu“ í sínu trú-
arlífi. Allt bæri að varast, einnig það, sem heyrt
gæti undir yfirborðslegt trúarlíf. Eftir dýptinni
í öllu andlegu lífi bæri fyrst og fremst að sækjast.
Föstudag: Sigmund Jacobsen. Efnið mætti, ef
til vill, nefna.: Biblíulegar sannanir fyrir því, að
skírn Andans er fyrir alla tíma, með öllmn sömu
einkennum og lienni fylgdu í upphafi kristn-
innar. Þegar ræðumaður hafði rökstutt mál sitt
með mörgum tilvitnunum í Orðið, spyr systir
ein, hvort hún mætti gera fyrirspurn til skýr-
ingar efninu. Að því lieimiluðu, spurði hún, livort
hægt væri að álíta, að menn hefðu lilotið skírn
Andans eða fyllingu Andans, hvort orðið sem
notað væri yfir hugtakið, ef þeir hefðu ekki tal-
að tungum. Jacobsen benti þá á Post. 2, 1—4;
10, 44—48; 19, 1—7. Systirin virtist gera sig
ánægða með svarið, enda mun tilgangurinn með
spurningunni einkum hafa verið sá, að vekja
athygli á tákninu, sem fylgdi skírn Andans í
upphafi, af því að margir trúaðir menn virðast
blátt áfram óvirða það nú á dögum. Annars voru
þau skil gerð efninu, að ekki var hægt að efast
um, að ef um sömu Andans fyllingu væri að
ræða nú, sem í upphafi, og það vill nú víst eng-
inn efast um, þá lilyti lienni að fylgja sama ein-
kennið og þá — það er tungutalið. Annars væri
ekki um hið sama að ræða.
Fleiri komust ekki að með biblíulestra. Aftur
á móti komu margir fleiri fram, sem ræðumenn
á vakningasamkomunum. Þessir til dæmis: Eric
Ericson, Jónas Jakobsson, Nils Ramselius, Hall-
dór Magnússon, Sigmund Jacobsen, Óskar Gísla-
son, Arnulf Kyvik, Árni Eiríksson, Birger Inge-
brigtsen, Kristján Jónsson, Kristín Sæmunds og
Ásmundur Eiríksson. Tekin voru ýms efni til
meðferðar, sem rúmsins vegna er ekki hægt að
minnast frekar á liér. Frjálsir vitnisburðir voru
alltaf á hverri vakningasamkomu og tóku þá jafn-
an margir til máls. Vitnisburðirnir voru fersk-
ir og lifandi, og breiddust eins og sólkögur yfir
samkomurnar. Oft stóðu tveir og þrír upp í einu.
Þótt oftast væri húsfyllir á samkomunum, liefði
aðsóknin átt að vera hundruðum meira, ef hús-
rúm liefði leyft það.
Á laugardaginn fóru margflestir í Vaglaskóg.
Sjá grein annarstaðar í hlaðinu.
Klukkan 8 um kvöldið var samdrykkja —
kveðjustund nokkurs konar, þótt enn væri einn
dagur eftir af mótinu. Mörgum þótti þetta djarft
fyrirtæki, þar á meðal þeim, sem þetta ritar. í
fyrsta lagi mátti álíta það hæpið, að hægt væri
í skyndi að búa borð, svo að vel færi, fyrir á
annað hundrað manns. í öðru lagi var það ásetn-
ingur allra, sem mótið sóttu, að enginn stund
þess skyldi missa marks — allt 6kyldi miða til
andlegrar uppbyggingar. Kakan og kaffið var
fyrir líkamann — en hvað var þá fyrir andann?
Það var spurningin. En systurnar á Akureyri
höfðu svör við henni: Þetta hlýtur að verða Guði
til dýrðar, því að við höfum unnið að þessu í