Afturelding - 01.07.1943, Síða 4
40
AFTURELDING
þeim anda, sem við vitum að Guði er velþókn-
anlegur.
Á ákveðnum tíma var fólki vísað til sætis við
risastórt skeifumyndað borð, þar sem 130 manns
skyldi drekka við. Þegar ég leit yfir þetta stóra
borð úr sæti mínu og minntist um leið þess, livað
systurnar hefðu haft lítinn tíma til undirbún-
ings, flaug að mér liugsun, sem ég segi fyrst nú:
Skákar ekki skipulagsgáfa systranna okkur
bræðrunum hér í drottningarvaldi? Ilér voru
engin mistök, enginn stakur strengur, allt með
ágætum! Þessvegna snerist kaffidrykkjan fyrr en
af vissi upp í brennandi vitnisburða-samkomu og
yndislegan sálinasöng. Auk hvítasunnufólks voru
gestir úr öllum félögum trúaðs fólks á Akureyri.
Samkoman var því Iítið forspjall að uppfylling-
unni á orðum Krists: „og það mun verða ein
lijörð og einn hirðir“. En það átti víst að fylgja
þessum laugardegi til enda, að liafa allar klukku-
stundir sínar of stuttar, því að enn liðu svo fjór-
ar stundir að enginn vissi af. Laust fyrir klukkan
12 á miðnætti var risið frá borðum, því að klukk-
an 12 átti skírn að fara fram upp við sundlaug.
Þegar fólkið var að ganga til dyra, heyrðust hér
og þar úr mannþrönginni, orð, eins og þessi köll-
uð upp: Dýrðleg stund! Bezta samkoman! Tómas
efasýkinnar var þegar fyrir löngu horfinn úr
hjarta mínu, svo að bann þurfti ekki að kveljast
af þessum og þvílíkum orðum. I fám orðum sagt:
Eg hekl að okkur hafi verið sýnt það í vöku, þetta
lcvöld, sem Gídeon var sýnt gegnum draum forð-
um, að kakan, undir vissum kringumstæðum, og
þegar lienni er velt rétt, getur liaft meira að segja
en herlúðrablástur. (Sjá Dóm. 7, 9—25). Um leið
böfðu systurnar, er gáfu okkur kökuna — eða
kökurnar, því að margar voru tegundirnar —
gefið okkur postullega útleggingu á 1. Kor. 10,
31: „Hvort sem þér því etið eða drekkið, eða
bvað sem þér gjörið, þá gerið það allt Guði til
,dýrðar“.
Nú var gengið beint upp að sundlaug. Þar voru
skírðar tvær ungar stúlkur og gift kona. Tvennt
annað hafði beðið um skírn á mótinu, en vegna
sérstakra kringumstæðna þurftu þau að hverfa
lieim, áður en skírnin gat farið fram. Eflaust
taka þessi tvö trúsystkini skírnina heima hjá
sér við fyrsta tækifæri, því að hin biblíulega
skírn er bvorki bundin við vissan stað eða
vissan mann. I þess stað er hún og verftur sátt-
máli góðrar samvizku við Guð. I lok mótsins
fór svo önnur skírnarathöfn fram, og þegar þetta
er ritað, er kunnugt um þriðju skírnaratliöfn-
ina, sem stendur fyrir dyrum á Akureyri, eða
liefir þegar verið framkvæmd. Það eru þeir tím-
ar yfir heiminum í dag, að allir, sem elska Guð,
ættu að vera fljótir á sér að gera Guðs vilja, hvort
sem það er í þessu efni eða öðrum. 1 dag, ef þér
lieyrið lians raust, þá forherðið ekki hjörtu yðar.
Næsti dagur var síðasti dagur mótsins —
sunnudagurinn. I stað biblíulesturs kl. 4, var nú
brotning brauðsins. Um kvöldið var síðasta vakn-
ingasamkoman. Hún var lík liinum en öllu lengri,
var ekki úti fyrr en á 12 tímanum, en samt voru
margir eftir að vitna. Það hefði sjálfsagt mátt
lengja mótið úr 8 dögum upp í 16, ef allir liefðu
átt að komast að til þess að vitna. En gott er að
vita það, að vitnisburðartækifærin til þess að
vitna um frelsi sitt í Kristi, bindast ekki við stult
sumarmót. Nei, þau eru 365 daga ársins, og sæll
er sá, sem notar þau öll til að vitna á einlivern
liátt um trú sína á Krist — hvort sem það er gert
með orðum eða verkum.
Sumarmótið var búið. Næsta dag var farar-
tækjunum beint frá Akureyri og heim á leið með
góðvini og gesti, því að þar var vitað um eitthvað
sem beið, og við getum nefnt annir og skyldu-
störf. Allir, sem mótið sóttu, luku upp einum
munni um það, að það hefði verið mjög bless-
unarríkt frá uppliafi til enda. Ilelztu ástæðuna
fyrir því, að svo fjölmennt mót tókst svo ágæt-
lega, verðum við að telja þá, að löngu áður en
mótið hófst, liöfðu söfnuðirnir, með bréfasam-
böndum sín á milli, hvatt alla til að biðja mjög
fyrir þessu móti. Það var til dæmis einn vilji
allra safnaðanna, að annar dagur hvítasunnu yrði
tekinn, sem föstu- og bænadagur. Jafnframt var
það brýnt fyrir öllum, sem mótið ætluðu að
sækja, að allir kæmu þangað í þeim markvissa
tilgangi, að Guðs vilji og Guðs dýrð mætti op-
inberast í öllu. Þegar árangur þessa móts er skoð-
aður í þessu ljósi, þá ætti okkur öllum, sem mót-
ið sóttum, að vera ljóst, að til þess að við fáum
áframhaldandi eins dýrðleg sumarmót, þá þurf-
um við í framtíðinni að búa okkur eins undir