Afturelding - 01.07.1943, Page 5
AFTURELDING
41
þau og við bjuggum okkur undir þetta. Girðum
fyrir það, að nokkur truflun, nokkur heimsandi
geti komizt inn í sumarmót þessi, en tónn Guðs
Ileilaga Anda samstilli alla fyrir augliti Guðs.
Það gerum við bezt með árvakri bæn og sam-
stilltum vilja í því að leita auglitis Guðs í öll-
um greinum.
Kostnaðarhlið mótsins var rúmar 7000,00 kr.
En í tveim frjálsum fórnum, sem teknar voru,
kom þessi upphæð nokkurn veginn inn. Já, frels-
ið í Kristi það nær einnig til peninganna. Það
sem á vantaði tók söfnuðurinn á Akureyri á sig.
Eftirleiðis mun það verða atliugað, bvort ekki
verði hægt að liafa annað fyrirkomulag í sam-
bandi við mótin, þar sem kostnaðurinn þurfi
ekki að verða svo mikill. Gæti þá komið til greina,
livort trúsystur þrjár, sem komu frá Reykjavík
og undu glaðar við sitt í tjaldi sínu, og voru ekki
upp á neinn komnar á Akureyri, gætu ekki orð-
ið lærimæður annarra í því, að njóta blessunar-
ríks sumarmóts með litlum tilkostnaði. Trúsyst-
ur þessar voru svo státnar, meira að segja, að þær
liöfðu töluverða risnu hjá sér, buðu ýmsum góð-
vinum sínum í kaffi og kakaódrykkju. Ef þær
voru þá spurðar, livar þær liefðu fengið eldfæri,
var sama svarið: Við komum með það að sunn-
an. Já, þær komu með allt með sér. Ætli þetta
væri ekki mögulegt fyrir fleiri en þrjár trúsyst-
ur? Það er ársfrestur til að svara spurningunni.
Það er ómögulegt að ljúka þessu yfirliti, án
þess að þakka trúboðsfélaginu á Akureyri fyr-
ir það, að lána okkur samkomuhús sitt, Zíon.
Persónulega stórgladdi það mig, að finna, hve
rík þakklætistilfinning var hjá öllum hvítasunnu-
vinunum til þessa velgerðarfólks okkar og trú-
systkina. Þess vegna þökkum við öll á hinn hlýj-
asta liátt fyrir húslánið!
Söfnuðurinn Filadelfía á ekki síður þakkir
skildar fyrir allar fórnir og störf f þágu sum-
armótsins og okkar gestanna, sem sóttum mótið.
— Iljartans þakkir!
Ég enda svo mál mitt með því að vitna í orð
mjög liæglátrar, ungrar systur, er sótti sumarmót-
ið og naut ríkustu blessunar á því. Hún sagði:
„Ekki get ég hugsað mér, að nokkur, sem sótti
þetta mót geti látið sig vanta á næsta sumarmót“.
Á. E.
VEGURINN 0G VEGAMERKIN
Söfnu&urinn.
[Frh. | Eftir skírnina lá leiðin í samfélag við
þá, sem áður voru skírðir og bjuggu á sama stað.
Grundvöllur þess samfélags var kenning postul-
anna. (Efes. 2,20). Um leið og söfnuðurinn verð-
ur til á livítasunnudag, er honmn sniðið ákveðið
form með þessurn orðum: „Og þeir héldu sér
stöðugt við kenning postulanna og samfélagið
og brotning brauðsins og bænirnar“. (Post. 2,
42). Þessi fjögur liöfuðatriði voru eins og fjór-
ir hornsteinar, er musteri liins nýja sáttmála,
samfélag endurfæddra sálna, hvíldi á. I dýpztu
og ósýnilegri merkingu er Jesús dyrnar inn í
musterið (Jóli. 10, 9), en í grynnri og sýnilegri
merkingu voru dyrnar í gegnum vatnið, skírn-
ina. Um leið og maðurinn endurfæddist, inn-
skrifast nafn hans í himininn og liann er orðinn
meðlimur í allsherjarsöfnuði Guðs. Það er þessi
lieildarsöfnuður Guðs, sem Páll talar um í Efes.
5, 22—32. En innan Iieildarsafnaðarins, sem all-
ir endurfæddir standa í, án undantekningar, voru
ótal minni söfnuðir. Það er ekki ósjaldan, sem
við mætum manni, sem heldur því fram, að söfn-
uðir — í fleirtölu — séu ekki til, lieldur aðeins
heildarsöfnuður Guðs. Þetta er rétt og slétt helm-
ingurinn af sannleikanum, enda rekur sú liugs-
un sig heldur óþægilega á hiblíulegar staðreynd-
ir. Það eru ekki aðeins postularnir, sem tala um
söfnuðina í fleirtölu, heldur líka Drottinn sjálfur.
í Rómverjabréfinu 16, 3—4 segist Páll ekki
„einn votta þakkir heldur og allir söfnuðir lieið-
ingjanna“. I sama kapítula, 16. versi, segir hann:
„Allir söfnuðir Krists senda yður kveðju“. I I.
Kor. 16, 19 talar Páll um söfnuðina í Asíu. Hann
segir: „Asíusöfnuðirnir biðja að lieilsa yður, Ak-
vílas og Priska, ásamt söfnuðinum í liúsi þeirra,
hiðja kærlega að heilsa yður“. í Gal. 1, 22 er
talað um söfnuðina í Júdeu, í fleirtölu, einnig
í Sýrlandi og Kilikíu. (Post. 15, 41). Loks má
benda á það, að Drottinn sjálfur talar um liina
sjö söfnuði við Jóhannes og sérgreinir þá með
nöfnum, meira að segja: „Stjörnurnar sjö“, segir
hann, „eru englar þeirra sjö safnaða og ljósa-
stikurnar sjö eru sjö söfnuðir“. (Op. 1, 20). Síð-
an margendurtekur Drottinn þessi orð: „Hver,