Afturelding - 01.07.1943, Qupperneq 6

Afturelding - 01.07.1943, Qupperneq 6
42 AFTURELDING sem eyru hefir, hann heyri, hvað Andinn segir söfnuðunum“. Eins og þessi dæmi sýna, voru innan lieildar- safnaðar Guðs ótal smærri og stærri söfnuðir, eins og heimili í þjóðfélaginu. Á hverjiun stað voru allir þeir, sem gengizt höfðu inn á kenn- ing postulanna og látið skírast í andlegu samfé- lagi, eins og fjölskylda í sama lieimili. Þeir liöfðu sína eigin safnaðarstjórn, sín eigin áhugamál, ábyrgð og fjármál, en báru þó skyldur gagnvart heildarsöfnuðinum á líkan hátt og lieimili gagn- vart þjóðfélaginu. Og vexti og þróun starfsins er lýst á þessa leið: „En Drottinn bætti daglega við í hópinn þeim, er frelsast Iétu“. (Post. 2, 47). Þeir, sem boðuðu Orðið í upphafi kristninn- ar, lögðu hina mestu áherzlu á það, að allir, sem skírn tóku, hlýddu kenningu og úrskurði post- ulanna og öldunganna í Jerúsalem. (Post. 16, 4). Þetta ræður því, að livítasunnumenn telja það ekki rétt, að veita þeim manni skírn, sem vill ekkert með biblíulegt samfélag hafa, né kenn- ing postulanna yfir höfuð að tala. Skírnin er tjáning á því að deyja og greftrast með Kristi, og meira en það: að íklæðast Kristi. (Róm. 6, 3—4; Gal. 3, 27). Um leið og við eigum að deyja syndinni, eigum við að deyja sérskoðunum okk- ar, sem stríða gegn vilja Guðs og fyrirskipunum hans. Þá er og ekki hægt að íklæðast Kristi nema á einn veg. Það er að íklæðast Orði hans, því að Kristur er Orðið. Maður, sem vill taka skírn, án þess að hirða um kenning postulanna að öðru leyti, líkist réttarvitni, sem segir: já — nei! Hann játar í formi en neitar því í anda, sem í skírninni felst. Hvernig ættu þá Hvítasunnu- menn, sem hafa einmitt kenning postulanna að markmiði, að geta veitt skírnarþjónustu undir þessum kringumstæðum? Setjiun svo að þeir færu að skíra hina og þessa, og hinir skírðu færu hér ,og þar eftir eigin geðþótta. í stað þess, að þeir áttu að láta uppbyggjast í heilagt samfélag, eftir Guðs Orði, fara þeir á víð og dreif og verða sem hnotsteinar í götu annarra Guðs barna, sem mundu hafa komið alla leið inn á biblíulegan grundvöll, ef þessi óheppilegu fordæmi hefðu ekki hindrað þau. Þetta getur ekki verið rétt, „því að Guð er ekki Guð truflunarinnar“. Það er augljóst mál, að ef hvítasunnumenn ætluðu að fara að skíra á þenna liátt, færu þeir að vinna á móti sínu eigin markmiði: uppbygging heilagra á grundvelli biblíulegs samfélags. Orð Páls post- ula til Tímóteusar eru sígild, þess vegna eru þau líka fyrir okkar daga: „Haf gát á sjálfum þér og kenningunni“. Trúsystir ein, sem tók skírn og gekk í biblíu- legan söfnuð, fékk góðlátlega athugasemd fyrir það hjá trúbróður sínum, sem fannst það alveg þarflaust, ef til vill, af því að liann hafði sjálf- ur ekki gert það. Systirin svaraði því, sem allir ættu að svara undir sömu kringumstæðum: Þú verður að viðurkenna það, að mjög margt í Guðs Orði er ómögulegt að framkvæma án biblíulegs safnaðar. Hann var svo hreinskilinn að kannast við það. Því sjá ekki allir þetta og breyta síðan eftir því? Frá sjónarmiði þess, sem skírnina tekur, er þetta ekki síður atliyglisvert. Maður getur kom- ið úr livaða trúarsamfélagi sem er og óskað eft- ir skírn upp á það, að fara til síns fyrri staðar aftur. Athugið, liann tekur skírn, af því að liann er viss um, að það er rangt að gera það ekki, en fer síðan og gerist félagi og samstarfsmaður þeirra á ný, sem hann veit af reynslu, að vinna beint eða óbeint á móti því, sem hann, með skírn- inni, var að segja að væri rétt! Er ekki erfitt að skilja þetta? Er það ekki líkt því, að skrifa fallega setningu í bók í dag en strika hana út á morgun? Enn eru það aðrir, sem vilja taka skírn með það fyrir augum að standa síðan hvergi í félags- skap kristinna manna. Einnig lijá þeim geigar örin hjá marki. f Dómarabókinni, 17. og 18. kapí- tula, er getið um levíta einn, sem borinn var til ákveðinnar skyldu við musterið en yfirgaf sinn rétta stað. Hann varð heimilislaus og fór sem framandi maður til Efraímfjalla. Þar féll hann í ógæfu mikla. Gamla biblíuþýðingin kallar hann framandi inann, mann, sem á hvergi lieima. Svar- ar þetta glöggt til þess fólks, sem hvergi vill standa í sveit með trúuðum. Það kemur og fer all8 staðar, án þess að taka þjónustu og skyldur í samábyrgð með öðrum við musterið, sem það er þó í endurfæðingunni borið til að bera. Það er heimilislaust og framandi fólk í sínu eigin ríki — Guðsríki. En ofan á það bætist svo samft

x

Afturelding

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.