Afturelding - 01.07.1943, Page 11

Afturelding - 01.07.1943, Page 11
AFTURELDING 47 Rakapokinn. Sá var siður í sveit hverri í landi hér, meðan hey var bundið í reipi, að taka heytuggur, sem afgangs urðu og ekki komust í reipin, og láta þær í poka. Pannig varð rakapokinn til. En þessi rakapoki get- ur átt rétt á sér undir fleiri kringumstæðum. Hér að framan í hlaðinu er lýsing af sumarmótinu á Akur- eyri. Nokkrar heytuggur urðu þá eftir, sem ekki komust 1 reipin. Við gerum því eins og íslenzki sveitabóndinn — við tökum þær í rakapokann held- ur en að fleygja þeim. FYRIR 10 ÁRUM. Á fyrstu kvöldsamkomunni á Akureyri, vakti Eric Ericson athygli á því, að fyrir 10 árum hefði liann komið til Akureyrar í fyrsta fiinni og haft samkomur þar. Þá liefði enginn hvíta- sunnusöfnuður verið þar og enginn hvítasunnumað- ur, svo langt sem hann vissi. Svipað var á öðrum stöðum í landinu, þegar lítill liópur í Vestmanna- eyjum er frádreginn, og einstaka vinir, hér og þar, sem stóðu trúir á varðberginu. Nú höfum við sumarmót hér á Akureyri í fyrsta sinni, og þá ganga liér um meira en hundrað livíta- sunnumenn, sagði hróðir Ericson. Og það sem hezt er, að langmesti hluti j)eirra er ungt fólk, sem á allt lífið og starfið fyrir framan sig. Ræðumaður lét því skína í það, að það væri bjartari útsýn frá þessu fyrsta sumarmóti á Akureyri, heldur en fyrstu komu sinni þangað, fyrir 10 árum síðan. Og ])að geta all- ir orðið sammála um. Hvað mun svo verða eftir næstu 10 ár, ef allir gera skyldu sína? þeim í framkvæmd. Athafnirnar eru eins og snjó- boltinn scm veltur niður fannþakta fjallshlíðina. Ilann getur verið svo undur lítill í byrjun, en svo hleður hann utan á sig meir og meir, unz hann sprengir alla fannbreiðuna fram í ægilegt snjóflóð. óyfirvegað verk, óyfirveguð ákvörðun, hefir oft orðið ti'eini æfilangrar sorgar. Mennirnir æða út í daginn og tala og breyta án dýpri íhugunar. Þess vegna endar dagurinn oft fyrir þeim ineð sorg og sjálfásökunum. Þeir höfðu ekki tíma til yfirvegunar. En þeir fá tíma til að iðrast og syrgja. Yfirvegaðu orð þín og athafnir. Yfirvegaðu þær í kyrrð frammi fyrir augliti Drottins. Þar lærist okkur að greina rétt frá röngu, og þar fá- um við kraft til að tala og breyta rétt. Þann dag, sem við byrjum með yfirvegun og bæn, endum við með friði og þakkargjörð. ÍSLAND I SÝN. Guðbjörg Guðjónsdóttir, kona Jónasar trúhoða Jakobsonar, sagði eitt sinn frá því á samkomu, að þegar liún hafði verið nýfrelsuð, fyrir 10 árum, og þá ung stúlka fyrir innan tvítugt, hefði hún séð sýn, er liafði mikil álirif á hanaj Húu sá stórar dyr, sem lokaðar voru með stórum og mörg- um slagbröndum. Innan við dyrnar veit liún af ls- landi. En hún vissi líka, að engiim gat opnað þessar dyr nema Guð. Þegar liún liafði liorft nokkra stund á dyrnar, opnast þær allt í einu af Guðs liendi, fannst henni. Þá blasir við sjónum hennar íslenzkt lands- lag: Fjöll og dalir, fossar, ár og lækir, græn tún og grónir liagar. Hún gengur þegar inn um dymar og margt fólk annað, og J)að dreifir sér víðsvegar um landið. Þá hvarf sýnin. Þanuig var J)að í raunvera- leikanum fyrir 10 árum, sagði systirin. ísland var lokað fyrir hvítasunuuboðskapnum. En þá opnaði Guð dyrnar og scndi út marga verkamenn, íslenzka og erlenda. FÖRIN AÐ KRISTNESHÆLI. Ákveðið hafði ver- ið að fá leyfi lijá yfý'hjúkruiiarkouu hælisins til þess að lieimsækja sjúklingana og spila, syngja og vitna fyrir þeim um Drottinn okkar og Frelsara. Var þetta auðsótt mál hjá lienni og lækninum, svo einn dag- inn tókum við okkur á leigu bíla og fóram þangað um 40 manns. Veður var hið bezta, eins og alla daga mótsins. Þegar við komum var rýmt til og samkom- an lialdin. Má með sanni segja að bæði hjúkrunar- fólk og sjúklingar tóku okkur prýðilega og sýndu okkur liina inestu kurteisi. Einng var komið fyrir hljóðnema, sem flutti orðið út til hinna, sem ekki vora færir um að koma inn í áheyrendasalinn. Var sungið og spilað og vitnað uin Drottinn, meðan tími vannst til. Sérstaklega voru tvö systkin, sem vitnuðu og höfðu bæði legið undir einmitt sama sjúkdómi, sem Jiessir meðbræður og syslur lágu undir, svo að þar af leiðandi gátu þau svo vel sett sig inn í kjör þessa fólks og bent þeim á þann, sem leið og dó okkar vegna og liefir gefið okkur fyrirlieitin í Guðs orði, sem tilheyra þeim, sem gjörg sínar sakir upp og fá hreinsun í blóði Krists. Margir aðrir komu fram með vitnisburðum uin frelsið í lvristi og friðinn, sem hver sá öðlast, sem kemur til Jesú i hreinni og inni- legri trú. Allir hlustuðu með eftirtekt, og trúum við ])ví, að þetta litla sáðkorn, sem sáð var þarna á tæp- um 2 klukku8tunduin, hafi fallið í gljúpan jarðveg og fái um síðir að bera ávöxt. Og er ]>að okkar bæn fyrir þessum stað, að þeir, sem þar dvelja, og liafa orðið fyrir Jjeirri sorg að fá þennan sjúkdómskross á sínar herðar, að þeir mættu finna hvíld fyrir sál sína í hinum heilnæmu frelsislindum Jesú Krists, og að þeir mættu fá innilega }>rá til að nota náðartíma sinn á réttan hátt sér til varanlegrar blessunar og Hon- um til dýrðar, sem segir: „Komið til mín, allir þér,

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.