Afturelding - 01.06.1949, Side 8
AFTURELDING
tóku ekki við honurn. En öllum, sem tóku við honum
gaf hann rétt til að verða Guðs börn. Þeim, sem trúa á
nafn hans, sem ekki eru af blóði né holds vilja, né af
manns vilja, heldur af Guði getnir.
Á þennan sama hátt verða allir menn að keppa eftir
að eignast barnaréttinn hjá Guði, til þess, að geta orðið
erfingjar eilífs lífs. Jesús sagði: Enginn getur komið til
mín, nema Faðirinn, sem sendi mig, dragi hann. En And-
inn Heilagi er gefinn til þess, að leiða alla að krossi
Krists, sem ákalla hann; því að Jesús er staðgöngumaður
vor hjá Föðurnum, og öllum er boðið að koma til hans og
verða aðnjótandi himneskrar gleði og blessunar, sein
hann hefur að gefa öllum sem vilja gefa honum hjarta
sitt og iíf.
Hvernig eiga Guðs börn að sýna trú sína í verkunum?
Jesús sagði við Gyðingana: Ef Guð væri faðir yðar,
þá elskuouð þér mig, því að frá Guði er ég kominn og
enginn hefur elskað eins og hann.
út genginn. Jóh. 8,42. Elskum hann umfram allt, því að
Hver sem elskar mig, mun varðveita mitt orð, og
Faðir minn mun elska hann, og til hans munum við koma
og gera okkur bústað hjá honum, segir Jesús. Jóh. 14,23.
— Ug sá, sem elskar Jesúm á líka að elska bróður sinn.
Látum því kærleika Krists knýja okkur til að elska hver
annan; ekki bara með orði og tungu, heldur í verki og
sannleika. Því að kærleikurinn hylur fjölda synda. Gæt-
um þess vandlega, að hlýða Guðs heilögu boðum í öllu,
en vörumst að taka boð og skipanir manna fram yfir
Guðs boð. Vörumst dæmi Gyðinganna og annarra vondra
manna. Kennimenn Gyðinganna ónýttu ráðsályktun Guðs,
þeim til handa, með því að skírast ekki af Jóhannesi.
Svo gátu þeir ekki trúað vitnisburði Jóhannesar um
Jesúm og misstu þess vegna hjálpræði hans. Látum dæmi
vondra manna verða okkur til viðvörunar, en ekki til
ásteytingar. Kostum heldur kapps um að halda vegi
okkar hreinum, með því, að gefa gaum að orði Drottins
og læra af því sanna Guðs dýrkun og rétta breytni við
aðra menn, svo sem læra má af 12. kap Róm; II. Kor.
6, 14—18 og ótal fleiri stöðum í Guðs orði. Gefum djöfl-
inum ekkert færi. En kostum kapps um að fyllast af
Anda Guðs, og framganga í heilagleika og réltlæti Guðs.
Látum það ganga fyrir öllu öðru, að iðka lestur Guðs
orðs og bænina, og standa sameinaðir í trúnni og kær-
leikanum, eftir að hafa hreinsað hjörtu okkar af vondri
samvizku og laugað líkami vora í skírnarlauginni og
greftrað hinn gamla Adam og orðið ný sköpun í Kristi
Jesú, sem fyrir okkur er dáinn og upprisinn. Honum,
sem er stiginn upp til Guðs hægri handar, biður fyrir
okkur, stjórnar okkur og úthellir elsku sinni yfir okkur.
Sœmundur Sigfússon.
Þannig varð hann til.
Sálmurinn: „Þegar ég leystur verð þrautunum frá,“ var einn
liinn áhrifaríkasti sálmur, sem söngvarinn Alexander söng á vakn-
ingarsamkomum R. A. Torrey’s. Höfundur sálmsins er E. H.
Gabriel (1856—1932). Höfundurinn segist bafa fengið innblástur
að sálminum í gegnum kynningu við gamlan, helgaðan mann.
Þessi heilagi öldungur var oft nefndur kunnugra á milli: „Gamla,
dýrðlega andlitið". Hann sótti samkomnr safnaðarins reglubundið.
Þegar hann heyrði eitthvað sagt í ræðunum, sem honum féll
sérstaklega í geð, þá sagði hann jafnan hálfhátt fyrir munni sér:
„Dýrðlegt!" Þetta sagði hann með þeirri heilögu alvöru, að það
fyllti hjörtu þeirra sem heyrðu með lilbeiðslu og lotningu. Þegar
„gamla, dýrðlega andlitið" var beðinn að flytja hæn, enti hann
ávallt hænir sínar með þessum orðum: „Ó, það verður dýrðlegt
fyrir mig.“ Það var frá þessum guðhrædda og auðmjúka öldungi,
sem innhlásturinn koni að þessum yndislega sálmi, sem þýddur
hefur verið á meira en 20 tungumál, og alls staðar sunginn með
sérstakri Guðs hlessun. Sálmurinn er nr. 247 í Hörpustrengjum
— sálmahók Hvítasunnumanna.
Heimulleg trúarvakning.
1 Síheríu starfar og vex mjög ört „neðanjarðar“-trúarhreyfing.
Hreyfingin hyrjaði einkum meðal Baltneskra manna og Pólverja,
scm teknir hafa verið með valdi frá heimkynnum sínum og fluttir
í nauðungarvinnu eða fjöldafangahúðir. Upplýsingar um þessa
inerkilegu tniarhreyfingu hafa flóttamenn gefið, er flúið liafa til
Vestur-Evrópu. Einnig útlagir stjórnmálamenn frá Eystrasaltslönd-
um, sem búsettir eru í London. Þessi neðanjarðar-hreyfing telur
nú um 1 miljón meðlimi. Hún hefur breiðzt út um alla Síheríu
allt frá Úral til Kyrrahafs. Meðlimirnir mega ekki starfa neitt
opinherlega, því að allar venjulegar guðsþjónustur eru hannaðar
af yfirvöldunum. En þegar nóttin leggst yfir, safnast fangarnir
saman til bænagerða og guðræknisiðkana. Á þennan hátt grípur
hreyfingin meira og meira um sig og vekur æ vaxandi fjölda
til ákveðinnar trúar á Guð.
Síðustu orðin.
í sjúkrahúsi í Osló lá alvarlega sjúkur maður. Eftir nákvæma
rannsókn ágætra lækna, var fallizt á að gera mikinn uppskurð
til þess að reyna að hjarga lifi mannsins. Sjúkdómurinn var í
raddböndunum. Áður en svefngríman var lögð yfir vit hans, sagði
læknirinn við hann: „Ef það er eitthvað, sem þér óskið sérstak-
lega eftir að segja, sem yðar síðustu orð hér á jörðu, þá skuluð
þér gera það nú, því að þegar þér vaknið aftur eftir þennan
uppskurð, getið þér ekki talað framar.“
Enginn sá sjúka manninum hregða neilt við þessi orð lækn-
isins. En samstundis rétti hann upp hönd sína og sagði: „Lofað
veri nafn Jesú, nú og um alla eilífð!" Eftir það lokuði liann vör-
um sínum, og gaf læknunum hendingu um, að nú hefði hann
mælt þau orð, er hann vildi síðast mæla í þessum heimi.
Ilvernig er það með þig, vinur minn? Ert þú jafn snortinn af
kærleika til Jesú Krists, sem þessi maður var? Ef svo er, þa
muntu vilja helga hans nafn með nrðum þínum og athöfnum
livar sem er og ævinlega.
40