Afturelding - 01.01.1950, Síða 10

Afturelding - 01.01.1950, Síða 10
AFTURELDING liefur setið hér og handleikið skammbyssuna allan tím- ann, sem samkoman hefur staðið yfir. Hann hefur verið að hugsa um að fremja morð mjög bráðlega. Guð hefur opinberað mér að hann sé hér staddur — og nú sneri hann sér að manninum persónulega — og þú verður að koma hingað og frelsast. Guð vill losa þig við hatur þitt og morðhugsanir.1 Maður einn reis þá upp úr sœti sínu, gekk upp að ræðupallinum og þar féll han á kné. Síðan reis hann á fætur, tók skammbyssu upp úr vasa sínum, sýndi hana samkomunni og sagði: „Ég hafði ákveðið með sjálfum mér að í kvöld skyldi ég fara heim til mín og skjóta konuna mína og fjögur börn, sem við eigum.“ í frásögn séra Olsons segir ennfremur: „Telpa frá Virginía, sem bæði var blind og heyrnarlaus, fékk lækn- ingu. Hún bað síðar borðbænina við máltíðir og gekk oft um samkomutjaldið og sýndi fólki að hún bæði heyrði og sá. Nokkrir, sem höfðu æxli, urðu heilbrigðir í allra aug- sýn. Liðamót, sem höfðu verið stíf, urðu aftur eðlileg. Kona nokkur kastaði frá sér hækjum sínum og dansaði um á ræðupallinum og hrópaði: Lítið á mig! Þetta hef ég ekki getað gert í mörg ár. Guð hefur læknað mig.“ lllir andar voru reknir út. Stundum æptu þeir hástöf- um um leið og þeir fóru. Mörg smábörn voru losuð við illa anda, sem höfðu náð tökum á þeim, og gátu síðan bæði skilið og talað.“ Að lokum segir séra Olson: „Já, á þennan veg mætti lengi halda áfram að segja frá hinum dásamlegu hlutum, sem Frelsari vor gerir, þegar hann finnur verkfæri, sem er í senn nægilega auð- mjúkt og viljugt til að gefa sig að fullu og öllú honum á vald. Mætti hann blása oss öllum því í brjóst að Ieggja frá landi nú á þessum síðustu dögum, og bjóða oss til þjónustu, svo að vér gætum orðið verkfæri í hans hendi, til þess að hjálpa hinu líðandi mannkyni og til þess að útbreiða ríki hans.“ /• G. Dagrenning, 23. hefti 1949. GULLKORN DAGSINS. Lífseigindi kristins manns er lestur Guös orSs. Þaö, sem húsiö er fyrir manninn, haglcndiö fyrir dýriö, hreiör- iö fyrir fuglinn, jjalliö fyrir steingeitina, og vatnið fyrir jiskinn, þdð er hin Heilaga Ritning fyrir sál hins trúaSa manns. Lúter. Hatriö er einhver lœgsta hneigö mannshjartans. I því merki deyja manninum öll Ijós vonarinnar. Ótti Drottins er upphaf þekkingar, vizku og aga fyrir- 1 íta afglapar einir. Orökv. 1, 7. 10 Þrjár írásagnir Þegar við höfðum samkomu hér (á Sauðárkróki) ný- lega, sem oftar, var ég eins og oft áður að andvarpa til Drottins um að Hann fyrir sinn blessaða Heilaga Anda gæfi mér lifandi Orð til þess að bera fram. Og dýrð sé Guði Hann er trúfastur. Eins og svo margir þekkja sem boða Guðs Orð sam- kvæmt köllun og í trausti á hjálp og aðstoð Heilags Anda, þá verður oft Orðið skyndilega „lifandi“. Það er eins Ijósi sé varpað yfir það og við finnum að Drottinn er að gefa lifandi „Manna“ frá himnum, himn- eskt brauð gefið fyrir þessa stund. Með því að það, sem ég nú ætla að segja frá, hefur haldið áfram að blessa mig og verið lifandi í hjarta mínu, þá finn ég mig eiga að láta Aftureldingu bera brauð þetta úr fleirum til blessunar. Það sem varð lifandi fyrir mér þetta sinn voru þrjár vel þekktar frásögur. Mun ég reyna að gera ykkur, sem þetta lesið, hluttakandi með mér í þeirri blessun sem ég sjálfur hlaut frá þeim. Fyrsta frásagan er um það, þegar Jesús læknaði menn- ina tvo, sem haldnir voru af illu öndunum. Matt. 8. 28—34. Þegar Jesús kom, J)á æptu illu andarnir móti honuin. Þeir skelfdust komu hans og vildu forðast hann. Þetta er svo líkt því sem margir gera í syndinni í dag. Þegar Jesús kemur. „Hann sem kom til þess að leita að hinu týnda, til þess að frelsa það“. Þegar hann kemur og menn heyra óminn af kallandi, kærleiksríkri rödd Hans þá æpa þeir í hjörtum sínum til þess að forðast áhrif Guðs. Þeir reyna með innantómu skvaldri að úti- loka áhrif Heilags Anda og vita ekki hvað til síns friðar heyrir, fremur en Jerúsalem forðum. Vita ekki að e. t. v. er hér um að ræða þeirra eina tækifæri til þess að losna úr fjötrum syndarinnar fyrir tíma og eilífð. Þess vegna, „í dag ef þér heyrið raust Hans þá for- herðið ekki hjörtu yðar“. Hebr. 3. 7.—8. Gætið þess að þér afbiðjið ekki þann sem talar, þ. e. Heilagan Anda. ITebr. 12. 25. Eftirtektarvert er það einnig við þessa frá- sögn að þegar Jesús hafði læknað mennina tvo, þá fór öll borgin út til móts við Jesúm. Ekki lil þess að bjóða Hann velkominn, heldur til þess að biðja hann að fara burt úr héruðum þeirra. Einnig þetta er svo líkt mönnum í dag. Þegar einn eða annar af þjónum Drottins kemur til einhvers staðar þar sem synd og andlegur dauði ríkir, kemur til þess að boða Orð Krossins, sem er kraftur til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir. Ef svo einn eða annar lætur frelsast, þá byrja

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.