Afturelding - 01.01.1954, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.01.1954, Blaðsíða 5
AFTURELDING Þcgar di'ottiiiiisln kom ■ ]»a]>píri§í¥crkj§iiiiiðjiiiia. Á dögum Viktoríu Englandsdrottningar, var þaS dag nokkurn, að hún ætlaði sér að aka út að gamni sínu. Á leiðinni var farið fram hjá pappírsverksmiðju, og langaði drottninguna til að sjá hana. Til þess að afstýra öllum óþægindum og truflunum, ákvað hún að skilja fylgdar- lið silt eftir kippkorn frá verksmiðjunni. Verksmiðjustjórinn vissi ekki liver hin ókunna og vel klædda kona var. Hann tók sér langan tíma til að sýna henni, hvernig tuskur af mislitu lérefti voru aflitaðar, unz þær urðu hvítar. Hann sýndi henni hinar ýmsu vél- ar, og útskýrði, hvernig hinar hvítu tuskur voru malaðar og gerðar að einskonar graut, og hvernig þeim síðan var breytt í hvítan pappír. Eftir það voru þær svo skornar niður í arkir. í stuttu máli, hann lét hana skyggnast inn í listina að vinna pappír. Að lokum komu þau inn í sal, þar sem fjöldi manna, konur og börn voru að flokka gamlar tuskur. Allt var þetta óhreint og þar af leiðandi var mjög slæmt loft inni. — Til hvers notið þið allar þessar Ijótu tuskur? spurði drottningin undrandi. — Við búum til pappír úr þeim, var svarið. Náttúr- lega líta þær ekki sérlega vel út, en við getum vel notað þær, og fátækt fólk vinnur sér inn peninga við að flokka þær. ' ' I f) —• En tuskurnar eru svo allavega litar. Hvernig er hægt að gera þær hvítar? —• Þar kemur efnafræðin til sögunnar. Meira að segja hinir alsterkustu litir geta orðið snjóhvítir. Drottningin þakkaði forstjóranum fyrir, að hann hefði sýnt sér alla verksmiðjuna og kvaddi síðan. Forstjórinn fylgdi henni spölkorn út á veginn, og kom þá auga á hirðdömurnar og hinn konunglega vagn. Hann fór þá að gruna, hver hin virðulega kona var. Nokkrum dögum síðar sá drottningin veski með mjall- hvítum pappírsörkum liggja á skrifborðinu sínu. Á hverri örk stóð skrifaður bókstafurinn V. og kóróna yf- ir, ásamt mynd af drottningunni. Undrandi tók hún upp hið meðfylgjandi bréf. „Ég bið yðar hátign að gera svo vel að móttaka sýnis- horn af pappírnum mínum, til minningar um komu yðar í pappírsverksmiðjuna fyrir fáum dögum. Ég vil einnig fulvissa yðar hátign um, að hver einasta örk er unnlu úr hinum gömlu, ljótu tuskum, sem þér sáuð við heimsókn- ina í verksmiðjuna. Ef til vill getur það verið svolítið athyglisvert, að virða fyrir sér lokaþáttinn. Ég leyfi mér, að segja yður frá því, að mörgum sinnum hefur þessi urn- breyting talað til mín. Ég hef fengið augu mín opin fyrir því, að Jesús Kristur megnar að frelsa synduga menn frá óhreinleika þeirra, svo að þótt syndir þeirra séu sem skar- lat, geta gær orðið hvítar sem mjöll. Og enn eitt. Guð getur mótað sína eigin mynd á okkur, á sama liátt og þér sjáið mynd yðar hátignar þrykkta á pappírinn. Og á sama hátt og þessi pappír, gelur mannssálin orðið verð- ug þess að fá eitt sinn að koma inn í bústað konungsins.“ þá munt þú oft sjá mig. Öðru hverju mun ég opna augu áheyrenda þinna, og þeir munu segja: „Hvað er þetta! Ég sá Jesúm standa við hliðina á þessum manni, sem bað fyrir liinum sjúka?“ Ég sagði: „Gott og vel, Herra, ég mun fara ef þú vilt vera með mér. Ég skal gera mitt ýtr- asta og vera eins trúr, og ég hef bezt vit á.“ Nú streymdi kærleikur Guðs inn í hjarta mitt, einmitt til þeirra, sem gagnrýna þessa hlið þjónuslunnar. Ég sagði: „Herra, ég skal biðja fyrir þeim, ég hef sjálfur talað eins og þetta fólk, en ég gerði mér ekki grein fyrir þýðingu þessara mála, og eins er það með þetta fólk. Herra, fyrirgef þeim.“ Nú sagði Hann: „Son minn, gakk þennan veg og end- aðu þjónustu þína, og vertu trúr, því að tíminn er stutt- ur.“ Nú gekk ég á braut frá hásæti Guðs. Jesús sagði eftir- farandi orð: „Mundu eftir því að vegsama mig, og gefa mér dýrðina fyrir allt sem gert er, og vertu varkár í sam- bandi við peninga. Margir þjónar mínir, sem ég hef smurt til þessarar þjónustu, liafa farið að horfa á pen- ingana, og misst smurninguna og þjónustuna, sem ég gaf þeim. Það eru margir, sem mundu vilja greiða mikið fyr- ir frelsið. Margir foreldrar í heiminum eiga börn, sem eru með vanskapaða líkami. Þeir mundu vilja greiða stórar fjórhæðir fyrir lækningu þeirra. Mörg af þeim munu læknast, ef þú leggur hendur yfir þau, en þú mátt ekki taka á móti fjárgreiðslum fvrir þjónustu þína. Samjrykktu fórnir, eins og þú hefur verið vanur að gera. Þú skalt ganga þinn veg, og vertu trúr því að tíminn er stuttur.“ Því næst fór Jesús með mig aftur til jarðarinnar, og gerði ég mér grein fyrir, að ég lá ennþá flatur með and- litið niðri á gólfinu. Hann talaði nokkur augnablik við mig og hvarf síðan. Þýtt úr „The Voise of Healing. R. Gufim. 5

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.