Afturelding - 01.01.1954, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.01.1954, Blaðsíða 7
AFTURELDING Bróðir og systir, skírn Andans er þér œtluð, hvaða skapgerð, sem þú hefur. Geðslag okkar allra, er meira og minna eyðilagt af synd og við verðum þar af leiðandi að öðlazt skírn Andans, til að komast í samhljóðan við Guð og áætlun hans með líf okkar. Lunderni þitt er þar af leið- andi ekki til hindrunar heldur miklu fremur ástæðan fyr- ir því að Guð þarf einmitt að mæta þér í þessari gjöf. Ef þú sem Símon Pétur, hefur afneitað Drottni þínum, getur þú öðlazt skírn Andans, eftir að þú hefur iðrazt og að nýju meðtekið fyrirgefningu hjá Drottni. Ef þú ert hæg- látur og duglegur, sem Filippus og Andrés, þá átt þú einnig samleið með þeim er fara í „loftstofuna“, til þess að geta orðið mikilvirkari fyrir náð Drottins, eftir að þú hefur eignazt skírn Andans. Ef þú hefur eðli Tómasar, torlrygginn, efagjarn og ádeilugjarn, — einnig þér er fyrirheitið gefið, Þegar Heilagur Andi fyllir veru þína og hjarta, þá mun öll tortryggni fara á flólta. Ef þú hefur verið í andstöðu við Jesúm, sem hálfbræður hans voru, þá lætur Guð þig ekki gjalda þess. En farir þú í loftstofuna, muntu einnig'með- taka cldinn frá Guði. Sumir trúaðir menn gera þá alhugasemd, þegar þeir eru hvattir til að leita skírnar Andans, að þeir hafi liaft svo blessað trúarlíf, svo að þeir þurfi ekki Andaskírnina í líf sitt. Hvað miklar sýnir, náð og blessun þú hefur reynt, ef þú hefur ekki komizt í gegn til Anda skírnar, þá þarftu að fara í loftslofuna, og vera í kyrrð frammi fvrir Drottni, j>ar til Anda skírnin er þín. María móðir Jesú, átti þau truarundur í lífi sínu, gagn- vart Jesú, sem engin manneskja önnur hér í heimi hefur átt. Ef nokkur hefur á sérstakan liátt notið náðar Drolt- ins, j)á hefur jrað verið hún. Við trúum ekki eins og ka- l)ólskir, að hún hafi sérstöðu í himninum fram yfir aðra endurleysta syndara. En að hún átti sérstæðar og undur- samlegar og óviðjafnanlegar trúarreynslur, er augljóst öllum þeim er guðspjöllin lesa. Hún byggði þó ekki á þessum liðnu dásemdum, sem henni Iiöfðu opinberazt frá himninum, heldur lagði leið sína með Jjeim, er fóru í loftstofuna. Móðir Jesú meðtók sem hinir 119, skírn Ileil- ags Anda. Tunga af eldi sást yfir höfði hennar og hún talaði ókunn tungumál, eins og Andinn gaf henni að mæla. Engar raddir sem ná eyrum þínum í dag, skaltu láta hindra þig í því að sækjast eftir skírn Heilags Anda. Þegar þú þráir skírn Andans, þá gerðu þig ekki ánægðan, fyrr en þú hefur öðlazt gjöfina á sama hátt og þeir í upp- hafi. Gefst þú ekki upp í leit þinni! Ilaltu út, eins og þeir 120 gerðu. Þú munt fá að reyna, að Hann sem gaf fyrir- heitið, mun láta Jiað rætast á dýrðlegan hátt. Þýtt úr ,,DAGEN“. — Einar J. Gíslason. IBréf ZECrists. Þegar Guð vildi senda sitt máttugasta orð til mannanna fól hann það ekki í hendur spámanni, og ekki bar hann það heldur fram „skriflega.“ Ilann sendi lifandi persónu, sem átti að vera boðskapur hans til okkar, Jesúm Krist, Guðs orð. Máttugasta, bezta og dýrðlegasta orð Guðs til okkar, er líf í algerum heilagleika og kærleika. Og þegar Kristur óskaði að útbreiða fagnaðarboðskap- inn, settist hann ekki niður til að skrifa neina bók. Nei, hann lét ekki neitt skrifað eftir sig. Það eina, sem við vitum að hann skrifaði, var jiað, sem liann skrifaði í sandinn, þegar konan, sem staðin hafði verið að hórdómi, stóð frammi fyrir honum. En enginn hefur nokkru sinni vitað, livað liann skrifaði jiar. En liann sendi út lifandi menn, sem áttu að verða boðskapur hans til heimsins. Hvert einasta eitt af okkur, sem erum endurleyst fyrir trúna á Krist, erum slíkur boðskapur eða bréf, sem Drott- inn Jesús sendir til eins og annars ákveðins manns, sem þarf að fá þennan boðskap, sem við eigum að flytja hon- um. Þú ert bréf frá Guði til eins eða annars manns. Og ef ]>ú flytur ekki þetta bréf til jress manns, sem því er ætlað til, er trúlegt, að Guð þurfi að velja einhvern annan sendi- boða. Hugsið ofurlítið um þetta, jiið mæður! Þið eruð lifandi bréf lil barna ykkar, sem þau lesa með hinum mesta áhuga. Hugsið um það, þið kennarar og þið sem vinnið að kristindómsmálum! Guð hefur gefið ykkur sér- stakt tækifæri á einhverju sérstöku sviði, svo að þið séuð hæf til að hjálpa einum eða öðrum vegna þeirrar reynslu, sem þið hafið sjálfir fengið. Kæri vinur, ert ])ú sá, sem flytur boð frá Guði til ann- arra? Ert þú lifandi bréf í gegnum hvers líf Guð getur sent boðskap sinn til hjartna mannanna9 A.S. Simpson. SATT SAGÐI HÚN. Vetts Dunton, segir frá ungri ítalskri stúlku, scm var að lesa í bók, er ókunnan mann bar þar nS og spurSi liann stúlkuna, hvaS liún væri aS lesa. — GuSs orS, svaraSi stúlkan. — Hver hefur sagt þér aS Biblian sé GuSs orS? spurSi maSurinn. — ÞaS hefur GuS sjálfur gert. — ÞaS er ómögulegt, hvernig ætti hann aS hafa gert þaS? — Hver hefur sagt þér aS sé sól á himninum? spurSi stúlkan. — Enginn, það þarf enginn að segja mér það, sólin gerir það sjálf. — Já, þaS er nefnilega það, eins er það með Guð. Hann segir mér það sjálfur. Þegar ég les orS hans, þá finn ég ljósið og ylinn sem frá því leggur. Var það ekki rétt hjé henni? 7

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.