Afturelding - 01.01.1954, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.01.1954, Blaðsíða 15
AFTURELDING Fréttir í stuttu máli. Fyrirhugað er að hefja byggingu á samkomuhúsi i Keflavik á næstkomandi vori, svo fremi að fjárfestingarleyfi fáist, sem við fastlega vonum. Lóð er örugglega tryggð. Teikning hefur líka verið gerð og samþykkt af öllum aðilum. Sjá meðfylgjandi mynd. Aðalsalurinn verður á efri hæðinni, rúmar rösklega 200 manns. Á neðri hæð verður ibúð og lítill salur. Allt síðastliðið ár höfum við orðið að notast við ófullnægjandi húspláss. ffefur þetta komið sér mjög illa, einkum í seinni tíð, þegar aðsókn að samkomunum fór að aukast mcira. Það er þvi hrýn nauðsyn að bygging verði hafin sem fyrst. Stór o grúmgóður skúr hefur verið fluttur frá Reykjavík til Keflavíkur, sem verður notaður jöfnum höndum fyrir íbúð og verkstæði meðan á byggingunni stendur. Flutningur á honum til Keflavíkur kostaði kr. 4000 — fjögur þús. — Þá má telja það til góðra tíðinda, að við höfum nú loksins feng- ið þá lóð í Reykjavík, sent okkur líkar. Hún er við Laugaveg og Iföfðatún. Hversu fijótt byggingarframkvæmdir verða hafnar í Reykjavik, fer eftir því, live vel gengur að fú fjárfestingarleyfi. Höfum við þegar sótt um það, en ekki fengið svör ennþá. Báðar þessar fyrirhuguðu byggingarframkvæmdir eru svo þýðingarmiklar fyrir allt starf okkar Hvítasunnumanna, að við biðjum trúsystkini okkar víðsvegar að biðja með okkur fvrir þessum framkvæmdum. Minnst tveggja sjóða. Afturelding hefur áður getið um Minningarsjóð Margrétar Guðnadóttur, sem stofnaður hefur verið. Markmið sjóðsins er að styrkja þá Hvítasunnumenn, sem gefa sig að útbreiðslu fagnaðar- erindisins innan lands, og hafa ekki fastan styrk annarsstaðar frá, eftir því sem ástæður sjóðsins leyfa. Minningarspjöld er hægt að fá hjá öllum Hvítasunnusöfnuðum út um land, einnig hjá fóstur- móður hinnar látnu, Sigríði Ásgeirsson, Bergstaðastræti 27, Reykjavík. Hún er gjaldkeri sjóðsins. Þetta er þeim bent á, sem vilja minnast sjóðsins í framtiðinni. Hægt er líka að minnast sjóðsins með frjálsum gjöfum og áheittim. MinningarsjóSur Jóhönnu Jónasdóttur, frá Grundarbrekku. Jafnhliða leyfum við okkur að vekja athygli á Minninarsjóð Jó- ltönnu Jonasdottur, frá Grundarbrekku, Vestmannaeyjum. Sjóðttr þessi var stofnaður fyrir 13 ártint í minningu um litla stúlku, 7 ára gamla, er sýndi einlæga Guðs trú og frábæra tryggð við sunnudagaskolann t Betel, meðan hún lifði. Hún byrjaði að ganga í sunnudagaskólann á öðru ári. Markmið sjóðsins er að styrkja munaðarlaus og blind börn á vissu trúboðssvæði i Indlandi. Hefur þessi litli sjóður komið niörgu góðu til leiðar síðan farið var að senda peninga til Indlands. Bréf, sem aftur og aftur hafa borizt þaðan, hafa varpað ljósi yfir hina miklu neyð barna þar í landi, og sagt með gagntakandi orðum frá ntargri uppörfun og hjálp, sem peningar úr þessum sjóði hafa komið til leiðar. Hægt er að styrkja sjóðinn bæði með frjálsum gjöfum og áheitum. Einnig er hægt að fá minningarspjöld hjá rnóður hinnar látnu, Guðrúnu Magnúsdóttur, Grundarbrekku, Ve. og í Betel, og hjá öllum Hvita- sunnusöfnuðum út um landið. 15

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.