Afturelding - 01.01.1954, Blaðsíða 1

Afturelding - 01.01.1954, Blaðsíða 1
21. ÁRG. REYKJAVÍK 1954. 1.—2. TBL. RILU (ÍRAIIASI lleiiiilli, sem •ai' Cnllð. Fyrsta grein. Billy Graham í Amerfku er einn l>ckkta8ti og raunsœasti aftur- hvarfsprédikari, sem nú cr uppi í hciminum. Ekki fyrir löngu síðan flutti hann rœðu í Los Angcles um fjölskyldulífið frá Biblíu- legu sjónarmiði. Vegna þess að ræðan er orð í tíma talað, vill Afturclding biría hana í 3 eða 4 tölublöðum. Vorða þá fyrir sagnir greinaflokkanna þessar: Heimili, sem heiðrar Guð, Eigin- konan, Eiginmaðurinn og Börnin. Lcsendurnir ættu að fylgjast með þessum greinum frá upphafi. — Graham tekur nú til máls: jp^yrir mörgum árum síðan stóð hinn mikli stjórnmála- maður, Ilenry Grady, í ríkisþinghúsinu í Washing- ton og sagði við sjálfan sig: „Þetta er hjarta Ameríku.“ Síðan mælti hann upphátt: „Það er eins og þinghúsið hverfi mér sjónum og ég sjái lítið heimili í fjöllum Norð- ur-Karólínu. Þegar ég hugsa um litla heimilið þar, sé ég í anda fátækan, slitinn og sólbrenndan föður, með sigg- aðar hendur. Á hverju kvöldi safnar hann börnunum sín- um utan um fjölskyldubiblíuna gömlu og les húslestur og flytur bæn. Ég man, hvernig faðir minn vakti okkur á hverjum morgni við sólarupprás og sagði okkur að fara á fætur, svo að hann gæti sameinazt með okkur í morgunbæn. Við hverja máltíð báðum við borðbæn. Faðir minn vann all- an daginn á akrinum, hendur hans urðu siggaðar, and- lítið sólbrennt og svitinn streymdi af cnni hans. F.n hann var heiðarlegur maður, sem kenndi börnum sínum guðs- ótta og leiðbeindi þeim. Þegar ég nú stend hér og sé þetta allt fyrir mér, er mér ljóst, að grundvöllur hins ameríska þjóðfélags, og sjálft hjarta Ameríku, er ameríska heimilið." Þannig mælli Henry Grady. I dag er ég sannfærður um, að grundvöllur þjóðfélags- ins er heimilið. Ég er einnig sannfærður um, að þegar heimilið fer að missa á okkur tökin og leysast upp, er Billy Graham. þjóðfélagið í mikilli hættu. Orðið „heimili“ vekur þús- undir minninga í hjörtum okkar. Svo lengi, sem ég lifi, get ég aldrei gleymt heimili mínu. Ég get aldrei gleymt föður mínum og móður. Þau kenndu börnunum sínum guðsótta. Ég vissi aldrei til, að foreldrar mínir væru ósátt- ir. Ég minnist þess aldrei, að þau hefðu ljót orð um munn. og að sjálfsögðu aldrei blótsyrði. Þau báðu fyrir okkur börnunum sínum, og nú tilheyrum við öll Jesú. Hann er okkar persónulegur Frelsari. Merkasta stofnun, sem nokkru sinni hefur verið á fót komið, er heimilið. Guð stofnaði heimilið á undan söfn- uðinum, skólanum og landsstjórninni. Fyrsta vígsluat- höfnin fór fram í garðinum í Eden, og það var Guð siálf- ur,‘ sem framkvæmdi hana. Nú sem stendur er 31,000000 heimili í Bandaríkjunum. Næstum því hver maður hér i Los Angeles mun í kvöld fara til þess staðar, sem hann kallar heimili sitt. — Fólksfjöldinn á götunni á leið til skemmtistaðanna, og þeir sem eru niðri á Skid Row, vita, hvar þeir kunna bezt við sig. Sjálfur grundvöllurinn að öllu lífi okkar er lagður í heimili okkar. Það þýðir með öðrum orðum, það að hvort sem við erum ríkir eða fá- tækir, og hverrar þjóðar sem við annars erum, þá eigum við ætíð einhvern stað, sem við köllum heimili okkar. Það er sama, hvort það er höll eða hreysi, heimili nefnum við það eigi að síður. Heimilið er þungamiðjan í tilveru okkar. Orðið vekur til lífsins þúsundir minninga frá liðn- um dögum, og við minnumst föður og móður og systk- ina okkar. Fæðing Jesú Krists var undursamleg. IJann unni eigi aðeins sínu eigin heimili, heldur og heimili Mörtu, Maríu og Lazarusar. Hann kom inn í mörg heimili og helgaði LANOSöÓKASArX 19980!)

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.