Afturelding - 01.06.1954, Síða 1
21. ÁRG.
REYKJAVÍK 1954.
5.-6. TBL.
kröt'hi^ bæn afitým' tlngdpi.
Letta skeð'i nákvæmlega fyrir einu ári.
Það var vor í lofti, vor á jörð. —
Ég og konan mín, segir Watson trúboði, höfðum lokið
íör okkar til Landsins helga. Nú höfðum við hafið aðra
ferð. Við vorum á leið til Berlín í Þýzkalandi, til að taka
þátt í kristilegum samkomum þar. Flugvéliu átti að koma
við í Genf og nú vorum við komin yfir flugvöllinn. En
við farþegarnir skildum ekkert í því, að flugvélin fór
hring eftir hring yfir vellinum, án þess að setjast. Þann-
ig 1-iðu 40 mínútur. Því skal ekki neitað. að okkur fór
að gruna, að allt væri ekki í Iagi, og sumir fóru að verða
nokkuð órólegir. Öll vildum við vita ástæðuna fyrir því,
að vélin settist ekki.
Allt í einu heyrðum við rödd flugstjórans berast gegn-
um hátalarann: „Farþegar! Ég vil ógjarnan gera ykkur
órólega, en ég hef slæmar fréttir að segja vkkur. Ég gel
ekki losað lendingarhjóliu! Þetta er ástæðan fyrir því, að
ég hef flogið yfir flugvellinum í svo langan tíma. Allan
þennan tíma hef ég reynt að losa hjólin og fá bau niður,
en það er engin leið til þess. Nú er aðeins sá litli mögu-
leiki hugsanlegur, að mæliborðið sýni annað en er. Þann-
Jg, að hjólin séu í rauninni komin niður, cnda þótt mæli-
borðið sýni annað. Þess vegna bef ég beðið flugvallar-
liðið, í gegnum útvarpið, að koma út á flugbrautina og
ganga úr skugga um það, hvort svo geti verið, um leið og
eS Éýg tveim eða þrem sinnum lágt yfir flugbrautina. Að
vísu er orðið nokkuð dimmt og því erfitt að sjá til hjól-
anna frá flugvellinum, en ég vona samt hið bezta.“
Við flugum nú mjög lágt yfir flugbrautina þrem sinn-
um. Að því loknu lieyrðum við rödd flugstjórans aftur:
„Fréttirnar eru ekki góðar. Flugvallarmennirnir liafa sent
inér skeyli, og segja að hjólin séu ekki komin niður. Enn-
fremur hefur maður af áhöfn flugvélarinnar opnað litlar
dyr í lestarrúminu og athugað þetla með hjálp vasaljóss
og bann staðfestir það, að lijólin séu ekki komin niður.
Það er því ekki um annað að ræða, en að reyna að taka
inagalendingu. Ég þori engu að lofa um árangur þess.
En ég reyni að gera eins og bezt ég get.“
Nú lagði hann mikla áherzlu á það, að allir spenntu
öryggisbellin föst á sig. Auk þess voru margar aðrar ör-
yggisráðstafanir gerðar til handa farþegunum.
Ofan á allar þessar öryggisráðstafanir, tóku margir af
farþegunum, kodda og púða og lögðu að höfðum sér til
varnar sér, þegar flugvélin steytti við jörðina.
„Parat“, (Tilbúin) sagði flugstjórinn, „nú förum við
niður!“
Við hjónin vissum um nokkra, auk okkar, meðal far-
þeganna, sem voru trúaðir. Til þeirra kallaði ég nú og
sagði við þá: „Nú skulum við hrópa til Guðs! Við skul-
um breyta þessum klefa hér í reglulegt Guðshús! Látum
okkur einu gilda, hvað aðrir segja eða hugsa!“ Um leið
hófum við bænina.