Afturelding - 01.06.1954, Qupperneq 7
AFTURELDING
ÞAÐ SEM BRÁÐUM VERÐUR.
,,Þessi Jesús, sem var uppnuminn frá yður til himins, mun
koma á sama hátt og þér sáuð hann fara til himins.“
Þannig voru orð englanna til lærisveinanna, er þeir
stóðu á Olíufjallinu, eftir að Meistari þeirra og Drottinn
hafði stigið frá þeim til himins.
Hann mun koma aftur! Þetta er hinn mikli atburður,
sem nú stendur fyrir dyrum. Daglega uppfyllast táknin,
sem boða endurkomu hans.
Ritningin lýsir endurkomu hans í tveim þáttum.
Fyrri þátturinn er, að hann kemur niður í skýin, loft-
himininn, og tekur sína útvöldu þangað u]>p til sín. Þetta
er burthrifningin. Koma hans í skýin verður ósýnileg
fyrir heiminn.
Þar næst kemur liann til jarðarinnar með sínum heil-
ögu, sýnilega. Þá mun hann stíga niður á Olíufjallið,
sama fjall, sem hann sté af upp til himins. Síðan mun
hann ríkja yfir jörðinni í þúsund ár. 1. Þess. 4.15—18,
Sak. 14,4—9.
Burthrifningin getur skeð hvenær sem er úr þessu.
Hinsvegar getur sýnileg koma hans til jarðarinnar ekki
orðið fyrr en burthrifningin hefur átt sér stað.
Ertu reiðuhúinn, þegar Jesús kemur? Erlu viss um j)að,
að verða með hans endurleysta fólki, er hann tekur það
til sín? Hann kemur „til hjálpræðis þeim, er hans híða,“
segir Ritningin. Bíður þú eftir honum?
Vert er að leggja það á hjarta sér, að í líkingunni af
þessum mikla atburði, sem Jesús selur fram í Malt. 25,
voru 5 af meyjunum 10, sem voru gengnar út til móts
við hann, ekki reiðubúnar. Þar af leiðandi voru þær
skildar eftir, þegar hinar 5 voru teknar inn í brúðkaups-
salinn. Ástæðan? Þær 5 fávísu, höfðu ekki séð sér fyrir
olíu á lampa sína. Þess vegna slokknaði ljósið á lömpum
Jreirra, er þær voru að ganga síðasta spölinn á vegi út-
valningarinnar. Alvarleg mynd! Biblían setur olíuna fram,
sem mynd upp á Heilagan Anda. Viljir |)ú verða viðbú-
inn, þegar Jesús kemur í skýjunum, verður þú að leyfa
Heilögum Anda að fá aðgang að þér, fylla líf þitt.
Ertu reiðuhúinn að leyfa Heilögum Anda að fá aðgang
að þér, fylla líf þitt?
Ertu reiðubúinn að leyfa Heilögum Anda að fá vald
yfir lífi þínu? Þetta er brennandi spurning og hin þýð-
ingarmesta. Verk Heilags Anda er að gera Jesúm dýrð-
legan í hjörtum og lífi hinna kristnu. Heilagur Andi vill
líka fylla líf þeirra með krafti, himnesku aðalsmarki, svo
að þeir verði viðhúnir, þegar básúnan gellur.
Eftir að hrúðurin er numin burt til himins, skellur
skelfingartími mikill yfir heiminn. Þá verður það Anti-
kristur, sem stjórnar heiminum. Ilvílíkur ógnar tími, og
hvílík skelfing fyrir þann, sem trúði boðskapnum um end-
urkomu Krists, en sem ekki lét helgast eins og þurfti til
að vera reiðubúinn við komu hans! Að verða eftir skil-
inn, er alvarlegra en orð fá lýst!
„Þær, sem viðbúnar voru, gengu með honum inn til
brúðkaupsins, og dyrunum var lokað.“ Koma hans í
skýin verður „í einni svipan, á einu augabragði.“ „Þá
munu tveir verða á akri, annar er tekinn en hinn skilinn
eftir. Tvær muunu mala í kvörn. önnur er tekin en hiu
skilin eftir.“ Matt. 24,40—41.
Eftir hinar miklu þrengingar kemur Jesús með sínum
heilögu til jarðarinnar „með mætti og mikilli dýrð.“ Þá
verður það, að margir munu flýja upp til fjallanna og
hrópa í angist: „Hrynjið yfir oss, og felið oss fyrir ásjónu
hans. sem í hásætinu situr og fyrir reiði Lambsins.“ Opb.
6,16.
Þá mun ísraelsþjóðin taka á móti Jesú. sem Messíasi
sínum og gervöll þjóðin mun frelsast. Gengur þá orð
Jesaja í uppfyllingu: „Er nokkurt land í heiminn horið
á einum degi, eða fæðist nokkur þjóð allt í einu? Því að
óðara en Zíon hefur kennt sóttar. hefur hún alið hörn
sín.“
Þar með byrjar hið dýrðlega þúsundáraríki, þegar
Kristur verður konungur yfir allri jörðinni. Satan er
bundinn og varpað í undirdjúpið.
Þá uppfyllist orð engilsins, sem liann sagði við Maríu:
„Og sjá, þú munt þunguð verða og fæða son, og þú skalt
láta hann heita Jesúm. Hann mun verða mikill og verða
kallaður sonur hins hæsta, og Drottinn Guð mun gefa
lionum hásæti Davíðs föður hans, og hann inun ríkja yf-
ir ætt Jakobs að eilífu, og á ríki hans mun enginn endir
verða.“
Heimilið mótast aí hjartalagi bínu.
Heimili þitt er mjög líkt hjarta þínu. — „VarSveit hjarta þitt
framar öllu öðru, því að þar eru uppsprettur lifsins.“ Orðskv. 4,23.
— Nöldursamt lunderni og órólegt, efagjarnt lijarta, útrekur frið-
inn og jafnvægið úr heimilislífinu. „Sælir eru friðflytjendur." Ekki
þeir, sem spilla friði.
39