Afturelding - 01.06.1954, Qupperneq 8
AFTURELDING
„Ogr bókiiiii v;n* lokið ii|»p**.
Læknavísindin hafa fundið
minnis-bletli í heila mannsins.
Löngu gleymdir atburðir koma
skýrt fram í minnið.
Það sem hér fer á eftir, er lausleg endursögn úr sænska
blaðinu „Varldförnyelsen.“
„Og ég sá þá dauðu, stóra og smáa, standa frammi fyr-
ir hásætinu, og bókum var lokið upp. Og annarri bók var
lokið upp, og það var lífsins bók, en hinir dauðu voru
dæmdir, eftir því sem ritað var í hókunum, samkvæmt
verkum þeirra.“ 0]>b. 20,12.
Það er þannig, að venjulega neitar nútímamaðurinn
því, að um nokkurn dómsdag verði að ræða. þar sem hver
einstakur maður verður að birtazt fyrir dómstóli Guðs.
Vantrúar- og efasemdarmennirnir segja sem svo: „Hvern-
ig getur það verið mögulegt, að stórt og smátt í lífi
mannsins, sem honum sjálfum og öðrum er oft löngu
gleymt, geti komið aftur fram í dagsljósið, til að dæmast
eða launast?“ Það hefur orðið meir og meir, sem tizku-
hugsun, sem fríhyggjumenn og margir falskennendur hafa
haldið fram, að engin glötun væri til og ekkert endur-
gjald fyrir syndina, eftir að maðurinn fer út úr jarðlíf-
inu. Nei, menn eiga að lifa og láta eins og þeir vilja,
brjóta alla hemla af öllu, lifa frjálst. Þetta er megin-
orsökin fyrir því, að ástandið í heiminum nú líkist með
hröðum skrefum því lífi, sem lifað var á dögum Nóa:
„Og jörðin var spillt í augsýn Guðs og jörðin fylltist
glæpaverkum.“ Þetta var lýsing á jarðlífinu þá. Er hægt
að fá réttari lýsingu á því, sem við sjáum almennt fyrir
sjónum okkar í dag?
En nú hagar Guð því þannig, að rétt við endalokin,
þá koma sjálfir vísindamenn heimsins með hverja sönn-
unina á fætur annarri, sem undirstrika það, að maðurinn
e r ekki eins ófullkomin vera, og þeir vilja vera láta, sem
neita bæði hjálpræði Guðs og glötuninni.
Sú uppgötvun, sem er þegar fyrir hendi á hinum litlu
grundvallarsteinum sköpunarinnar, atomunum, gerir aug-
ljósa þá staðreynd, að hvert orð og verk er. ritað upp í
sjálfu lofthafinu í kringum okkur. Við höfum áður hald-
ið því fram, að þetta heyrir undir orðin í Opinbérunar-
bókinni: „Og bókum var upplokið.“ Þegar svo að lækna-
40
vísindin koma með nýja viðbót við það, sem áður var
þekkt og sannað, þá fá auðvitað slíkir merkir vitnisburðir
rúm í V.F. (Várldsförnyelsen).
Blaðið Stockholms-Tidn. skrifar 8/7 s.l.
London 7. júli. — (St). Viss staður í heila mannsins
virðist vera fundinn, sem minnið á aðsetur. Hinn vel-
þekkti kanadiski heilaskurðlæknir, prófessor Wilder Pen-
field, hefur komizt að þessari niðurstöðu. Penfield hefur
fundið minni mannsins á tveim þunnum blettum, yfir-
borði beilans, rétt ofan vð eyrað. Með rafmagnsnál hefur
hann kannað yfirborð heilans og fundið út að snerting
við þessa tvo bletti, á fullmeðvitandi manni, kemur til
leiðar undraverðum árangri.
Þegar hann snerti þessa minnisbletti á sjúklingi einum,
sem var kona, á hægri fleti heilans, heyrði sjúklingurinn
skyndilega löngu gleymt lag frá barnsárum sínum. Minn-
ið kom svo skyndilega og skarpt, að sjúklngurinn spurði
undrandi prófessorinn, hversvegna hann hefði látið fara
að spila grammafónsplötu í skurðstofunni. Honum tókst
ekki, að sannfæra sjúklinginn um það, að lagið hefði
sj>rungið út í hennar eigin minni.
Þrettán ára drengur, hvers heili var snertur á sama stað
og sama hátt með rafnálinni, „heyrði“ óvænt og skyndi-
lega mömmu sína hringja í símann og bjóða heim til sín
frænku sinni.
Aðrir sjúklingar hafa á líkan hátt „séð“ í huga sér alla
viðburðarás lífs síns, allt frá barndómi. Hlutir og atvik,
sem voru algerlega gleymd, leiflruðu allt í einu upp í
minni þeirra í smæðstu atriðum og litum. Undir vissum
kringumstæðum hefur prófessor Penfield, með því að
snerta við sama depli á minnisblettunum, tekizt að endur-
kalla nákvæmlega sömu minnis-myndir hvað eflir annað’.
Mjög einkennandi er, að þetta verkar svo kröftulega,
að viðkomandi getur naumast greint á milli þess, sem er
minni og raunveruleiki ....
(Stokkholms-Tidn. 8/7.).
Fyrsta námsgrein trúarinnar er: vertn sannur, og önn-
ur ndmsgreinin er: vert.u sannu.r, og hin þriöja: vertu
sannur!
Roberts&n.